Óttinn um framtíð Bessastaða

Ólafur Ragnar hefur látið loka fyrir aðgengi að Bessastaðanesi. Hann vill ekki að hver sem er geti farið um svæðið óhindrað eins og mögulegt hefur verið fram til þessa. - Hvað óttast Ólafur Ragnar?  

Þessar aðgerðir forsetans eru óneitanlega afar táknrænar þegar þær eru settar í samhengi við mögulega framtíð ÓRG og embættisins sem hann gegnir og í ljósi þess hvernig hægri menn á Íslandi slá nú skjaldborg um hann og embættið.

Enginn skal í gegn sem ekki er þeim þóknanlegur og tilbúinn til að synja hinum og þessum lögum sem ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim.

Og ÓRG hefur sýnt og sannað að hann er ansi sveigjanlegur þegar kemur að hverskonar pólitísku makki.

Í ræðu og riti öfgasinnaðra hægrimanna síðustu daga, eftir að það fréttist að Þóra Arnórsdóttir hugðist bjóða sig fram, kemur skýrt fram að aðeins ákveðið fólk er æskilegt að Bessastöðum.

Samkvæmt þeirra skýringum þarf næsti forseti að vera rammpólitískur harðjaxl sem staðið getur á móti aðgerðum stjórnvalda, ef svo ber undir. -

Þess vegna hentar ekki, að þeirra mati, að ópólitísk manneskja eins Þóra Arnórsdóttir setjist að á Bessastöðum.

Og til vara, og í einkennilegri mótsögn við sjálfa sig,  keppast þeir líka við að níða af henni skóinn, segja hana útsendara pólitískra afla, að henni sé vinstri slagsíða í blóð borin og allt hennar framboð eitt allsherjar samsæri til að koma þjóðinni í ESB án þess að til þjóðaratkvæðagreiðslu komið. -

Þessum fyrrum er haldið blákalt fram af málsmetnandi mönnum, öllum helstu lúðurþeyturum íhaldsins og þær eru vitiði til, aðeins upphafið á hatursáróðrinum gegn henni. 

Þeir vita sem er að Þóra er sú sem enn hefur komið fram sem getur veitt ÓRG,  verulega samkeppni og e.t.v. orðið fyrst til að sigra sitjandi forseta í kosningum á Íslandi.


mbl.is Lokað og læst við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ásæðan er einföld og hefur verið marg tíunduð. Þetta er spurning um að eiga prívat líf skilurð. Túristar hafa legið á gluggum og valsað inn í stofur þarna eins og hver önnur plága og því þykir rétt að setja lokað hlið svona rétt eins og gerist með önnur hús.

Ofboðslega kjánalegt af þér að draga þetta til sem einhverskonar rök gegn Ólafi. Maður þurfti að bregða sér í lopapeysu til að ná úr sér kjánahrollinum eftir lesturinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2012 kl. 05:35

2 identicon

Sammála Jón Steinar. !

Samfó menn eru svolítið "desperat" þessa dagana.

Allt í óefni... ESB, stjórnarsamstarfið, erjur innaflokks ...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 09:15

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna þá hefi eg þá reynslu að ef farþegum er bent á að fara ekki lengra en góðu hófi gegnir, þá er það virt. Annars væri ekkert því til fyrirstöðu að sett séu upp látlaus skilti þar sem bent er á að ekki sé vel séð að farið sé lengra.

Mjög vinsælt er að taka myndir og er gott tækifæri til þess norðan við kirkjuna um það bil 50-100 metra frá veginum út frá bílastæðinu í átt að Skansi.

Þess má geta að Sigurður Jónasson forstjóri Tóbaksverslunar ríkisins sem gaf Bessastaði til þjóðhöfðingjaseturs hafði hugmyndir um skógrækt við Bessastaði. Því miðurnvarð aldrei úr þeim áformum.

Góðar stundir!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.4.2012 kl. 10:12

4 identicon

Það er "krampi" í krataliðinu núna. Hvað verður næsta útspil hjá þeim? Allt í vaskinum hjá þeim og mörg lík í skápnum. Samt skal reyna svæla Ólaf Ragnar úr embætti. Krataliðið veit sem er að útilokað verður að selja lýðveldið á meðan Ólafur Ragnar situr á Bessastöðum. Ólafur Ragnar verður góður forseti næsta kjörtímabil.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 10:28

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þarna hefur ekkert breyst - hef farið þarna um hjólandi, komið að lokuðu hliði og lyft hjólinu yfir og haldið áfram. Þessi frétt hefði átt að birtast 1 . apríl!

Flosi Kristjánsson, 5.4.2012 kl. 10:33

6 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli; líka sem aðrir gestir, þínir !

Hvaða ''öfga hægrimenn''; ertu að vísa í, Svanur minn, hér að ofan ?

Er það kannski fólkið; sem hefir manndóm til, að fylkja liði um Ólaf Ragnar, eftir að hann sneri stjórnmála rusl alþingis niður, eftir yfirgangs tilraunir Breta - Hollendinga og Landsbanka svindlaranna, innlendu ?

Þú ert nú skynsamari en svo; Svanur Gísli, fornvinur góður, en að góna örfá misseri fram í tímann, og að láta glepjast, að einhverju snoppufríðu kvenkyns liði, sem hefir Spegla sína, sem viðmælendur sína, lunga; sinnar æfi, eins og þorri kvenfólksins á til, að iðka.

Með aðgerðum Ó. R. Grímssonar; var spilavíta fíklum alþingis og annarra saurbæla gert ljóst, að meira að segja : Bandaríkjamenn, ábyrgjast ekki Las Vegas spilaskuldir - fremur en Frakkar, með Monte Carló bjálfa stóðið.

Góður punktur; hjá Jóhönnu (kl. 10:28) árdegis, þar sem hún talar réttilega, um krampa ástandið, hjá Helvízkum krötunum, Svanur minn.

Aldrei; hefi ég tekið þátt, í neinum Forseta kosningum, síðan réttinn öðlaðist, árið 1980 - og mun aldrei gera, úr þessu - þar sem ég vil ódýran Lands höfðingja eða Ríkisstjóra, í stað Forseta, en hugmyndafræðilega, styð ég þá Lýðveldissinna, sem stuðla vilja að áframsetu Ólafs Ragnars, að verðugu, Svanur minn.

Ég er nefnilega einn þeirra; sem nenni enn, að hafa sjálfstæða skoðun, á hverju máli - í stað þess; að fylgja einhverjum tísku bylgjum, fornvinur vísi.

Eins; og þú, sem aðrir vinir mínir, ættuð að vera farnir að þekkja, eftir öll þessi ár, Svanur minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 12:49

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar maður hefur setið í sama embætti í 16 ár og telur sig vera ómissandi með því að sækjast eftir að vera enn einu sinni endurkjörinn eftir allan skandalinn, þá er ekki allt í lagi.

Það er kominn tími á Ólaf, hann virðist ekki átta sig á að hann hefur klofið þjóðina sem ekki treystir honum öll lengur. Hann breytti Bessastöðum í pólitískar skotgrafir.

Forseti á að sameina þjóðina ekki sundra. Hann á að vera hafinn yfir þrasið í samfélaginu og þar brást honum bogalistin.

Vel kann að vera að vissir aðilar vilji hafa Ólaf áfram en eru þeir kannski þeir sem vilja hafa hann í vasanum og þar með tæki í valdabrölti sínu?

Guðjón Sigþór Jensson, 5.4.2012 kl. 16:53

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvaðan hefur þú rök fyrir því að hindranir að aðgengi Bessastaða hafi verið auknar Svanur Gísli? 

Það er hinsvegar um hugsunar efni að staður þjóðhöfðingja, hvort sem okkur líkar hann betur eða verr  skuli vera eftirlitslaus. 

Það tel ég mig hafa skynjað sem gestur Frú Vígdísar að Bessastöðum að henni var ekki alveg rótt um suma hluti þar í húsum þó hún hafi ekki endilega óttast um sjálfasig.  

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2012 kl. 17:05

9 identicon

Guðjón Sigþór!

Hvenær hefur forseti vor sundrað þjóðinni? Hefur hann ekki verið þjóðlega kjörinn? Reyndu að koma niðr'á jörðina Guðjón Sigþór.

Ekki bætir þú um betur í þessu þrasgjarna þjóðfélagi. Byrjaðu að sópa fyrir framan þínar eigin dyr.

Nám í upplýsingafræði ætti að kenna þér vissa kurteisi við embættið og sitjandi forseta:"Telur sig ómissandi". Svona er dónaskapur í orðsins fyllstu merkingu. Hvenær hefur Ólafur Ragnar sagt að hann sé ómissandi. Honum er frjálst að bjóða sig fram til endurkjörs. Og þjóðin velur sinn forseta hvort sem þér líkar betur eða verr. Að lokum, ENGINN ER ÓMISSANDI.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 17:45

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskar, Icesaveskuld ykkar öfga-hægrimanna er hérna:

http://www.eftacourt.int/images/uploads/16-11_Application_OJ_text.pdf

,,The EFTA Surveillance Authority requests the EFTA Court to:

1. Declare that by failing to ensure payment of the minimum amount of compensation to Icesave depositors in the Netherlands and in the United Kingdom provided for in Article 7(1) of the Act referred to at point 19a of Annex IX to the Agreement on the European Economic Area (Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30 May 1994 on deposit guarantee schemes) within the time limits laid down in Article 10 of the Act, Iceland has failed to comply with the obligations resulting from that Act, in particular its Articles 3, 4, 7 and 10, and/or Article 4 of the Agreement on the European Economic Area;

and

2. Order Iceland to bear the costs."

þetta er ekki bermilegt. Finnst mér. Eg hef áhyggjur af þessu.

þó er annað verra eins og skoðanabróðir þinn Loftur bendir skarplega á. Og hefur þetta farið merkilega hljótt. Nefnilega að allt bendir til að Tim Ward sem fer fyrir máli ykkar - sé í raun á mála hjá B&H!

,,Jafnframt eru sterkar grunsemdir um að Bretski lögfræðingurinn Tim Ward sé á mála hjá stjórnvöldum í Bretlandi."

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1228533/

Og þetta finnst þér bara í lagi!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2012 kl. 18:51

11 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er skelfilegt, Svanur, að menn skuli ramba í foraðið með þeim hætti sem þú gerir. Það hefur ekkert breyst varðandi aðgengi að Skansinum og svæðinu út að Jörfa síðasta áratuginn. Þarna hafa verið, og eru, tvö lokuð hlið og hefði blaðamaður mbl.is haft fyrir því að spyrja þá hefði hann fengið að vita allt af létta.

Þegar Richard Nixon bauð sig fram öðru sinni 1972 hafði hann á sínum snærum sérstaka sveit "almannatengla" sem sáu um að dreifa villandi upplýsingum, jafnvel fölsuðum. Sú iðja gekk undir nafninu ratfucking og er ekki til eftibreytni. Ljóst má vera af síðustu atburðum á Íslandi að þeir aðilar finnast sem aðhyllast téða aðferð við miðlun upplýsinga :-(

Flosi Kristjánsson, 5.4.2012 kl. 18:51

12 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ómar Bjarki Austfjarða Þoku frömuður !

Ég; er nú svo mikill öfgamaður, að strax í byrjun ferils, þeirra Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar; Vorið 1991, varaði ég fólk unnvörpum, við þeirri ógn, sem áður kyrrlátu samfélagi okkar, stafaði; af þessum miðju moðs- og vinstri óþokkum, ágæti drengur.

Sem; og raun varð á, með tilkomu EES svika samningsins, ofan í áður óþokkaða EFTA aðild, sem strax olli tjóni, á innlendum Iðnaðarrekstri, á 7. áratug síðustu aldar, eins og við munum, sem komin erum, á miðjan aldur - eða nærri honum, Ómar Bjarki.

Veturinn; 1992 - 1993, sveik þáverandi Forseti, Vigdís Finnbogadóttir landsmenn, um sjálfsagða þjóðaratkvæðagreiðslu, um EES hörmungina, sem leiddi til þess, sem varð;; Haustið 2008, eða, er þér fari að förlast meir, en ég hugði, Ómar Bjarki ?

Síðan; bættust í raðir Davíðs glæpanna, óþverrarnir, Halldór Ásgrímsson, og nú síðast, Steingrímur J. Sigfússon, nema þér sé farið að bresta minni um það einnig, Ómar Bjarki ?

Skenz þitt; í minn garð - sem annarra, gagnvart sjálfsagðri mótstöðunni, við Icesave´s hryllingnum, ber því að skoða í ljósi aðdraganda fyrri tíðar, sem seinni ára, vitaskuld.

Tilvísanir þínar; í STÓRA SANNLEIKS frömuði, erlenda sem innlenda, missa því algjörlega marks, í öllum þínum clásúlum, Ómar minn.

Reyndu; svo ég biðji þig, einn ganginn enn, að fara að Jarðtengjast (sá; gul-græni Kopar þráðurinn, manstu), í þínum málflutningi héreftir, Ómar Bjarki Kristjánsson !

Með; þeim sömu kveðjum - sem öðrum fyrri / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 20:18

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, þú ert Sjallaballi. það hefur margkomið fram.

Hitt var annað að þú vart að tala um eitthvað skuldarmál sem þú og Bessastaðabóndinn hefðu ,,komið í veg fyrir".

Skuldarmálið er nú fyrir Alþjóðlegum dómstóli!

Að sjálfsögðu er þér drullusama um það þarna í skemmumenningunni og fásinninu uppí Hraungerðishreppi með þeum Guðna og Viggu. þér er slétt sama um hvaða áhrif slíkt dómsmál hefur á land og lýð. Slétt sama.

Eg ber hinsvegar hag lands lýðs fyrir brjósti. Sá er munurinn á mér og þér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2012 kl. 21:45

14 identicon

Komið þið sæl; enn !

Ómar Bjarki !

Sjálfhverfa þín; sem sjúkleiki er slíkur, að þú ert öngvan veginn viðræðu hæfur, dreng tetur, héðan af - nema hjálpar njótir; andlegra frömuða.

I. ''Sjallaballi''; hefi ég aldrei verið - og verð ekki, úr þessu. Var hins vegar; fylgismaður Guðjóns Arnars Kristjánssonar, og hans þungavigtar sveitar, sem kennd var við Frjálslyndi, að nokkru.

II. Svokallaðir; Alþjóðlegir dómstólar, þurfa ekkert að hræða samlanda okkar, eða aðra þá, sem ekki hafa tekið þátt í svindli einka braskara, á nokkurn hátt.

III. Aldrei; hefi ég þeirrar ánægju aðnjótandi verið, að hafa búið í Hraungerðis hreppnum, þó svo kona mín sé nú ættuð, úr nágranna sveit, þess ágæta Hrepps, reyndar. Bý; í Hveragerðis og Kotstrandar skírum - allt; frá 1983, að telja.

IIII. Guðna og Vigdísi; þekki ég ekki persónulega, þó átt hafi stutt samtöl við þau, fyrir nokkrum árum, af mismunandi tilefnum.

V. Skrif þín; sem viðhorf benda nú fremur til, að þú berir hag Brussel valla - sem og afdankaðra Evrópskra nýlenduvelda fremur fyrir brjósti, en uppruna lands þíns, og þjóðar; Ómar minn, því miður.

VI. Endilega; leita þú þér hjálpar, við þeirri andlegu kröm, sem þú átt við að etja - í mannlegum samskiptum, sem og öðru, ágæti drengur.

VII. Ég vona; að þú náir, að öðlast betri heilsu, eftir meðhöndlan kunnáttu fólks, Ómar minn.

Með; ekkert síðri kveðjum - en þeim; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 23:58

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Álftanes sem hannaði þessa meintu lokun með bókun í bæjarstjórn og bréfi til forsetaembættisins hvar þess var krafist að forsetinn opnaði landamæri sín aftur! Bæjarstjórnin mun auk þess hafa komið fréttinni á framfæri, sem síðan hefur, af sumum verið frjálslega túlkuð sem skítleg árás vinstrimanna á forsetann.

Ritari forsetaembættisins segir engar breyingar hafa verið gerðar i þá átt að hefta ferðir fólks. Rétt eins og Flosi bendir á hér að framan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2012 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband