21.1.2012 | 19:05
Opinber gíslataka
Ljóst er að núverandi ríkisstjórn heldur þjóðinni í gíslingu. Hún komst til valda vegna þess að fólk gat ekki hugsað sér að "hrunflokkarnir" héldu áfram að stýra þjóðarskútunni eftir að hafa strandað henni.
Og jafnvel þótt SF hafi verið við stjórnvölinn ásamt XD þegar að hrunið varð, batt fólk vonir við að VG, sem ætíð höfðu verið í stjórnarandstöðu, hefðu nægilegan hreinan skjöld til að vera treystandi til verksins. -
Með afar tæpan meirihluta að baki, sem gerir nánast hvert mál sem fyrir þingið kemur að prófmáli á hvort stjórnin sé fallin, hefur þessi ríkisstjórn með slappmjúkri hendi en beinskeyttum ásetningi Jóhönnu Sigurðadóttur, tekist á við vandann sem steðjaði að þjóðinni og í öllum málum verið, vægast sagt, afar mislagðar hendur.
Þeir sem enn styðja stjórnina mæta allri gagnrýni á hana á einn veg, þ.e. "allt er betra en að hrunflokkarnir" (og eiga þá í sjálfsafneitun sinni við Sjálfstæðisflokkinn og það sem eftir er að Framsóknarflokknum) komist aftur að.
Meira að segja þingmenn sem þykjast vandir að virðingu sinni og hafa yfirgefið VG eða ætíð staðið utan utan stjórnar eins og Hreyfingarmenn, eru tilbúnir til að fórna sannfæringu sinni og þar með trúverðugleika, fyrir það eitt að halda XD frá þeim möguleika að komast aftur til valda.
Með þessa ógn stöðugt á takteinunum, (viltu frekar fá hrunflokkana aftur að kjötkötlunum) hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur getað kveðið niður nánast alla mótstöðu innan SF og VG og tryggt sér það að auki stuðning Hreyfingarinnar.
Þessi hótun hefur einnig komið í sjálfheldu þeim sem ekki eru endilega hallir undir flokkspólitík af neinu tagi því þeim er gert að velja annað að tvennu illu.
Það sem samt gerir ásstandið hálfu verra er að stjórnarandstaðan sýnir engin merki að vera þess umkomin að taka við stjórnvöldum að svo stöddu. Hún keppist sem mest hún má í veruleikafyrringu sinni við að afneita því að nokkrir henni tengdir hafi verið viðriðnir hrunið og kemur því á engan hátt á móts við þá sem vilja að heiðarleiki og ábyrgð einkenni stjórnmál.
Ríkisstjórnin ekki í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sérðu hverjir eru m.a. í stjórnarandstöðunni :
Tryggvi Þór - Þorgerður Katrín - Guðlaugur Þór - Bjarni Benediktsson - Árni Johnsen - Ásbjörn Óttarsson- Illugi Gunnarsson -
Allt fólk sem á sér mjög vafasama fortíð í fjármálum, svo ekki sé dýpra tekið í árinni.
Viltu virkilega að þetta lið taki aftur við stjórn landsins ??????
Þó að mjög margir séu ósáttir við ríkisstjórnina í dag, þá er ég nokkuð viss um að það er EKKERT betra í boði eins og staðan er í dag.
Við skulum líka hafa það í huga að við ,kjósendur, endurnýjuðum nær helming þingmanna í síðustu kosningum, sem voru aðeins fyrir 2 1/2 ári eða svo. Hvað eigum við að gera, kjósa árlega ef fólk er ekki ánægt með þá sem það kaus síðast ?
Einnig er ég viss um að sagan mun dæma þessa ríkisstjórn vel. Þau hafa unnið baki brotnu frá Hruninu að því að reyna að bjarga okkur út úr þessum ógöngum sem spillt fólk kom okkur í.
Ég held að þá fyrst megum við biðja fyrir okkur ef við ætlum að hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur að völdum.
Hann er sú ógn sem Íslandi stafar mest hætt af í dag.
Valdimar Kr. (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 22:31
Valdimar ég vona að að þú sért að grínast með hvað þessi ríkisstjórn sé búin að vinna baki brotnu til að laga hrunið, því ef það er ekki svo þá verð ég að sega að þú sért virkilega veruleika firtur því það hefur ekkert komið frá ríkisstjórninni nema að níðast og ljúga af þjóð sinni og það er raunveruleikinn.
Jón Sveinsson, 21.1.2012 kl. 22:47
Sammála þér enn og aftur Svanur, eina svipan er að halda Sjálfstæðisflokknum frá, þetta sagði Þráinn Bertelsson hreint út í Silfrinu í dag. Hann væri tilbúin til að fórna öllu til að svo mætti verða. Nú er ég langt í frá Sjálfstæðismaður og vil þá alls ekki að stjórn landsins aftur, en er þetta boðlegt? Ég segi nei, ef við ætlum að vera lýðræðisþjóð, þá er þetta hreinlega algjörlega úti á túni. Við erum komin í eins og þú segir réttilega Gíslingu hugarfarsins og komumst ekki upp úr þeim hjólförum því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 17:10
Gíslataka eða hreinlega valdarán?
Sé miðað við öll sviknu kosningaloforðin má alveg eins kalla þetta valdarán.
Kolbrún Hilmars, 26.1.2012 kl. 13:14
Já Kolbrún það er eiginlega betur orðað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.