19.1.2012 | 16:06
Ljótur pólitískur farsi
Engin vafi leikur á að sá gjörningur að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm er flokkspólitískt mál og á ekkert skylt við uppgjör við hrunið, hvað þá kröfur almennings um réttlæti.
Stuðningur Bjarna Ben og grátklökkt ákall hans á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksmanna um styðja dyggilega við fyrrverandi formann sinn, annarsvegar, og afar vanhugsuð og tækifærissinnuð ákvörðun SF og VG um að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn með því að draga hann einn fyrir dóm og nota flokksvipuna á liðsmenn sína sem ekki voru því sammála, hins vegar, sanna svo ekki þarf frekari vitnanna við að deilurnar um Landsdómsmálið svo kallaða, eru ekki tilkomnar af löngun til að fullnægja réttlætinu, eða að koma í veg fyrir óréttlæti. -
Allir vita að fjöldi aðila í stjórnsýslu landsins, hvar í flokki sem þeir kunna að standa, áttu sök á hvernig fór. En mestu sökina eiga þeir sem notuðu sér óspart hið ófullkomna lagaumhverfi fjármálaheimsins og þjónkun stjórnmálmanna við öfgafulla efnishyggjusjónarmið ný-frjálshyggjunnar, til að sanka að sér auðævum og láta afleiðingar þess lenda á almenningi. -
Allur málatilbúnaður þessa máls, á hvorn bóginn sem skoðaður er, er því ljótur póltískur farsi og móðgun við þá sanngjörnu kröfu almennings að þeir sem komu illa fengnum auði undan, verði dæmdir fyrir fjársvik og komið verði í veg fyrir að svipað ástand geti skapast aftur af sömu ástæðum.
Það verður ekki gert með því að gera einhverja einsaka pólitíkusa að blórabögglum, heldur með því að tryggja með skynsamlegri löggjöf að óheft græðgi braskara geti ekki komið öllu þjóðfélaginu á vonarvöl, eins og gerðist í hruninu.
Samtrygging stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur alltaf fundist lagagreinarnar um Landsdóm vera hæpnar og vandséð hvernig hægt sé að efna til sakamáls fyrir frumkvæði stjórnmálamannanna sjálfra.
Eftir langar umræður um málið hjá Stjórnlagaráði var það niðurstaðan að fella hann niður í nýrri stjórnarskrá og láta skyldur og ábyrgð embættismanna falla inn í hið almenna dómskerfi og skerpa um það meginreglur, sem tryggðu valddreifingu, valdtemprun og eftirlit.
Ómar Ragnarsson, 19.1.2012 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.