19.1.2012 | 12:29
Bellatrix Sigurðardóttir 【ツ】
Það er furðulegt hvernig Jóhönnu Sigurðardóttur tekst að eyðileggja öll góð mál. Henni er einkar lagið að búa þannig um hnútana að öll mál verði tortryggileg og sveipuð flokkspólitískri kergju. Jóhanna virðist ekki kunna annað og fyrir henni er slíkt heilindi og sönn pólitík. Hún er Bellatrix íslenskra stjórnmála.
Vinnubrögð Jóhönnu í pólitík minna um margt á matargerð húsfreyjunnar sem á hverjum degi muldi asbest út í mat bónda síns sem samviskusamlega var ætíð borin fram á réttum tíma.
Jóhanna er í hópi þeirra stjórnmálamanna sem ekki veit hvað samráð er, né hefur hún nokkurn áhuga á því. - Henni dugar að fá vilja sínum framgengt í krafti veiks meirihluta og koma málum þannig fyrir að þau eyðileggist ef ekki er farið í einu og öllu eftir sérlund hennar.
Þau urðu, því miður, örlög helstu kröfu búsáhaldabyltingarinnar, þ.e. að kosið yrði til stjórnlagaþings.
Jóhanna lofaði í hita kosningabaráttunnar 2009 að verða við þeirri kröfu. Síðan sá hún greinilega eftir því enda slíkar vinnuaðferðir ekki henni að skapi. Jóhanna hefur reyndar aldrei séð nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni. -
Eftir að hafa frestað málinu eins og hún mátti, fóru kosningarnar loks fram en þá sá Jóhanna samt til þess að þær yrðu ólöglegar.
Í kjölfar þess skipar hún stjórnlagaráð sem ekki hafði beint umboð frá þjóðinni, heldur starfaði aðeins í umboði hennar. - Hún gaf stjórnlagaþinginu afar krappan tíma og sá svo um að nauðsynleg sérfræðiþekking var því ekki aðgengileg, nema af skornum skammti.
Um leið og Jóhanna sýndist koma á móts við kröfur almennings um stjórnarskrárumbætur, tryggði hún með þessu móti, að tillögur stjórnlagaráðs gátu aðeins orðið ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá sem ekki er hægt að kjósa um í núverandi mynd. - Þetta veit Jóhanna og með því að setja tillögurnar í Þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þær standa, væri hún endanlega að eyðileggja alla vinnu stjórnlagaráðsins.
Tillögur standi sem mest óbreyttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna er gömul kona, hún er svona eins og mamma; Það er mannréttindabrot að láta kerlinguna vera í vinnu; Hún á að stija heima, prjóna og svona... Púra mannvonska að halda henni í vinnu... enda hefur hún nú þegar gert það sem samfylkingin vildi að hún gerði, að fá auðtrúa íslendinga til að kjósa samfylkingu, vegna þess að Jóhanna sé svo góð kona, besti vinur öreygana og svona.
Jóhanna er ofmetnasti "stjórnmálamaður" íslands, hún hefur ekki gert neitt gagn, aldrei unnið af viti fyrir þá sem minna mega sín.. bara gasprað út í loftið um það hvað hún sjálf sé rosalega mannvæn, púra góðmenni...
DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.