Hver á að lifa og hver að deyja?

Titanic-lifeboatFyrir tæpum 100 árum, þegar Titanic sökk 14. apríl, 1912, var hinum óskráðu lögum um að konur og börn skyldu hafa forgang þegar raðað var í björgunarbátana, fylgt út í hörgul.

Til dæmis voru tveir ítalskir karlmenn sem gerðu tilraun til að komast í bátana áður en börn og konur voru frá borði, skotnir.

Hlutfall kvenna, barna og karlmanna sem komust lífs af úr þessu frægasta sjóslysi sögunnar, ber því vitni að þeirra tíma hugmyndir um riddaramennsku, réði því hver lifði og hver dó. 75% kvenna komst lífs af, 52% barna (miðað við tólf ára aldur) en aðeins 20% karla.  Sumir af þeim karlmönnum sem lifðu voru sakaðir um ragmennsku fyrir það eitt að hafa komist af.

Hörmuleg endalok skemmtiferðaskipsins Costa Concordia hafa vakið nokkrar umræður um hvaða reglur eigi að gilda um forgangsröðun farþega og áhafnar þegar skip sökkva. Reyndar mætti heimsfæra þær vangaveltur upp á fjölda aðstæðna þar sem um líf og limi fólks er að tefla. 

Spurt er m.a.

1. Hvað gerir líf kvenna á öld jafnræðis og jafnréttis, meira virði en líf karla? 

2. Hvað gerir líf einstaklings sem er að hefja líf sitt verðmætara en líf annars í blóma lífs síns?

3. Hver á að ráða því því hver lifir og hver deyr?


mbl.is Birti upptökur af samskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þar sem uppeldi mitt spilar inní þá verður að viðurkennast að ef ég hefði verið skipstjóri skipsns, væri ég ennþá um borð. Það eru jú einhverjir eftir ennþá í skipinu. Þar til þeir finnast þá teldi ég réttast að vera um borð, allavega á meðan aðgerðir eru í gangi að fylgjast grant með og leiðbeinamönnum vegna björgunar fólksins.

En allajafna er það þekkt í gegnum söguna að skipstjórar hafi farið niður með skipum sínum. Ekki bara Titanic, Bismark er eitt af þeim skipum líka og þar spilaði inní heiður hermannsins sem var við stjórnvölin.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.1.2012 kl. 00:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Engin leið er að meta manngildi hverrar manneskju í svona tilfelli og því verður að nota reglu, sem byggist á óyggjandi tölum sem gefa hafa áhrif á virði hvers lífs.

Sú tala er aldurinn. Þess vegna eiga börn að hafa forgang og raunar ætti hann að gilda yfir línuna, óháð kyni. 

En á móti kemur að konur geta gengið með og alið af sér börn, karlar ekki og karlar eiga alla jafna auðveldara vegna líkamlegrar getu að bjarga sér við erfiðari aðstæðurnar (að vera skildir eftir) heldur en konur.

Konurnar og börnin, þar er rökvíst. 

Tengdafaðir minn heitinn, Jóhann Jónsson vélstjóri, fórst með togaranum Verði fyrir rúmum 60 árum. 

Hann og fleiri skipverjar flutu í bjargbeltum í sjónum eftir að togarinn sökk.

Haugasjór var og þegar togarinn, sem bjargaði þorra skipverja, kom að Jóhanni benti hann á annan skipverja ekki langt þar frá og sagði: "Bjargið þið honum fyrst, hann er yngri." 

Það var gert en þessi hetjulega afstaða tengdaföður míns kostaði hann lífið. 

Það er ekki ónýtt fyrir börnin mín að hafa átt slíkan móðurafa.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2012 kl. 00:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður pistill Svanur og einstök umræða.

Takk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 10:17

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já sæll Ómar, og blessuð sé minning tengdaföður þíns.

Það er eins með þig eins og mig að sjómenskan er í fjölskyldunni. Ekki minnist ég samt þess að einhver nákominn mér hafi farist í sjóslysi. Hetjudáðir hafa verið drýgðar gegnum tíðina og er tengdafaðir þinn ein af þessum hetjum, fórnar sjálfum sér til að aðrir megi lifa.

Við skulum minnast þeirra er hafa ákveðið á neyðarstundu að bjarga öðrum fremur en sjálfum sér. Þeir eru hetjurnar sem fórnuðu sér fyrir hina sem áttu framtíðina fyrir sér. Hinir sem forða sér frá ábyrgðinni með heygulshætti ber að refsa fyrir það samkvæmt þeim lögum sem gilda varðandi slík mál. Það gildir um þá sem hegða sér eins og umræddur skipstjóri títtnefnds skemtiferðaskips.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.1.2012 kl. 10:19

5 identicon

Hugsanlega að skilja gamlingjana eftir þar til síðast, þeir hafa jú minnstu að tapa per se ha.... Tala nú ekki um að skilja trúaða eftir líka, þeir eru jú ekki að deyja, heldur að fljúga upp til himna-pabba... Þannig, trúleysingjar og ungt fólk fyrst...

:)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband