Jámann á Bessastaði

Nú þegar ljóst er að einhver annar en Ólafur Ragnar á kost á því að verða forseti lýðveldisins eftir næstu kosningar, getur leitin að slíkum einstaklingi hafist af fullri alvöru. Fróðlegt verður að fylgjast með því hverjir telja sig þess umkomna að fara í skó Ólafs, sem gjörbreytt hefur væntingum fólks til forsetaembættisins.

Ólafur var óvinnandi vígi en nú vill hann draga sig í hlé til að geta unnið betur og frjálsar að hugðarefnum sínum. - Spurningin er á hvaða vettvangi hann getur það betur enn í forsetaembættinu. - Er mögulegt að hann telji sig geta gengið að frekari vegtyllum vísum sem forsvarsmaður einhverrar af hinum mörgu alþjóðlegu stofnunum sem eflaust gætu hugsað sér að nýta sér krafta hans.

En kannski er þetta tækifærið sem Íslendingar hafa verið að bíða eftir til að láta fyrirheitið um hið Nýja Ísland rætast. Fyrirséð er að bæði núverandi biskup og forseti munu yfirgefa embætti sín á árinu. Þeim röddum fjölgar stöðugt sem kalla eftir stórfelldri endurnýjun í flokkakerfi landsins, ef ekki aflagningu þess. - Eða hvernig framtíð bíður landsins annars, með sömu gömlu flokksjálkana við stjórn landsins og einhvern jámann á Bessastöðum?


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það þarf að fylgjast vel með þeim sem bjóða sig fram til forsetaembættisins, hitt embættið læt ég mér í léttu rúmi liggja.  En svo vil ég sjá fjórflokkinn liðast í sundur og fá inn meira af grasrótarfólki og samtökum sem hafa verið að berjast fyrir okkar hönd við stjórnvöld. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 14:45

2 identicon

Ertu að meina samtök á borð við hreyfinguna eða besta flokkinn Ásthildur? Þeir hljóta að rúmast innan þessarar skilgreiningar hjá þér?

joi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 15:08

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hreyfingin var barn síns tíma, sem marka má af því að hún klauf sig fljótlega frá upprunanum; borgarahreyfingunni. Það er engin ástæða til þess að veifa henni sem dæmi um að ný framboð séu alltaf fyrirfram dæmd til að mistakast.

Meginmálið er að fjórflokkurinn er orðinn eins og matvælin sem hafa gleymst og geymst of lengi í ísskápnum. Upptaka þar allt pláss svo engu nýmeti má lengur bæta við - þrátt fyrir lyktina.

Kolbrún Hilmars, 1.1.2012 kl. 15:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki að tala um Besta flokkinn og Hreyfinguna Joi, ég er að tala um samtök þess fólks sem hefur verið að berjast fyrir okkar hönd í mótmælum og félagasamtökum, og svo má taka inn til dæmis Frjálslynda flokkinn sem er vel skipulagður en fyrst og fremst fólkið sem hefur staðið í eldlínunni og við treystum og þekkjum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 15:38

5 Smámynd: Björn Emilsson

Alveg má sjá hvert stefnir, Jóhanna Sigurðardóttir verður Forseti Íslands og Steingrímur J bætir á sig enn einu ráðuneyti, sem sé Forsætisráðuneytinu. Þar með er takmarkinu náð, sem er Sovét Island.

Björn Emilsson, 1.1.2012 kl. 20:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Björn þetta gæti eflaust gerst ef við værum ekki með þann varnagla að þjóðin kýs sér forseta.  Það er nó vei að konan sú fái nægileg atkvæði á Bessastaði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 20:18

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Björn Emilsson;  Þú ert nokkuð góður, flott ábending. 

En ef hyskið (Hörður Torfason og aðrir, svo sem kommar, hommar, anarkistar og aðrir stjórnleysingjar ásamt atvinnupólitískum hryðjuverkamönnum) sem skipulagði búsáhalda mótmælin sem var friðsamleg og einnig brennuvargana og innrásarliðið á Alþingi Íslendinga og stjórnarráðið og fleiri byggingar með skemmdum og eyðileggingu, fær að komast aftur á legg, þá gæti þetta mögulega gerst. 

Dæmi: Reykvíkingar, í vonleysi sínu yfir gjörsamlega handónýtar borgarstjórnir sem höfðu verið við lýði í nokkur ár með alltof marga borgarstjóra sem gáfust upp hver eftirannan eftirstutta setu, þá kusu Reykvíkingar yfir sig lið trúða og vitleysingja semkennasigvið Knarrinn, sem auðvitað hoppuðu strax uppí sæng hjá Samfylkingunni - og sjáðu hvað við höfum núna...!!!

Meðkveðju, Björn bóndi...  

Sigurbjörn Friðriksson, 1.1.2012 kl. 22:42

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Væntingum hverra gjörbreytti Ólafur Ragnar til forsetaembættisins, Svanur Gísli?

Gústaf Níelsson, 1.1.2012 kl. 23:28

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég átti við allra Íslendinga Gústaf. Ólafur virkjaði þætti embættissins sem gerði það mun pólitískara en það hafði verið. Það verður vart horfið til fyrri tíma í þesu sem öðru.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.1.2012 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband