15.12.2011 | 01:08
Með kveðju frá Kína
Myndirnar hér að neðan sýna ungar konur í fangelsi í Kína. Af myndunum mætti halda að konurnar væru aðeins að sinna sínum daglegu störfum í fangelsinu. Samt eru myndirnar teknar aðeins nokkrum tímum og sumar, nokkrum mínútum áður en þær voru leiddar út í fangelsisgarðinn og skotnar í hnakkann.
Fyrsta myndin er af Dai Donggui, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturlyfjasmygl. Hún mátar fatnaðinn sem hún ætlar að klæðast við aftökuna, sem fer fram morguninn eftir.
Síðasta óskin; Kl: 21:15 kvöldið fyrir aftöku sína fær Li Jujua, dæmd til dauða fyrir eiturlyfjasölu, fangavörð til að skrifa niður síðustu óskir sínar.
Undirbúningur; Donggui, í járnum bæði á höndum og fótum, brýtur hún saman klæðnað sinn í á mottunni sem hún mun sofa á síðustu nóttina.
Síðasta máltíðin; Donggui tekur upp skál með grænni baunasúpu, McDonalds franskar kartöflur, hamborgara og ís.
Xiuling, er sú yngsta af konunum á dauðadeildinni. Hún virðist óróleg. Annar fangi matar hana seint um kvöldið fyrir aftökuna
.
Vottur af mannlegri reisn; Xiuling brosir um leið og hún treður sér í skóna sem hún gengur í til aftöku sinnar.
Beðið eftir að tíminn líði; Xiuling og Ma Qingxiu, báðar dauðadæmdar, spila á spil en fangaverðir og aðrir fangar horfa á.
Kínaforseti fagnar Íslandstengslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Heint út sagt villimanslegt, hreinn viðbjóður og svo ætluðum við tengjast þessari viðbjóðslegu (ríkisstjórn ) þjóð viðskiftasamböndum.
Árni Karl Ellertsson, 15.12.2011 kl. 01:43
Þetta er svó ótrúlega fjarri manni að það er erfitt að meðtaka þetta til fullnustu. Ég fór ósjálfrátt að hugsa um fyrir hversu mörgum árum þetta hafi gerst. En, þetta er raunveruleikinn eins og hann er í dag.
Annað sem ég á erfitt með að skilja, hvernig geta konurnar setið brosandi kvöldið áður?
Hugrún (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 01:54
hún trúði ekki að þau ætla að drepa hana.
Maria (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 05:55
Hvar í heiminum eru mannréttindi virt?
Sigurður Þórðarson, 15.12.2011 kl. 06:17
Eiga 1,3 milljarður manna ekki rétt á efnahagi og að stunda viðskipti vegna þess að hægt er að finna neikvæðar hliðar á stjórnvöldum þar í landi?
Á þá ekki að sniðganga fleiri lönd líka t.d. Bandaríkin?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 07:37
Þvílíkur haturs áróður hjá þér Svanur, hefurðu virkilega ekkert jákvætt fram að færa...??
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 08:23
Er Helgi Rúnar bilaður???
Aðeins með því að opinbera mannréttindabrot er hægt að hafa áhrif, þögnin er besti vinur þeirra er níðast á öðrum.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 08:52
DoctorE...drullastu til að skrifa undir eigin nafni....það sem kemur frá þér undir dulnefni er ekki svaravert.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 09:25
Össuri og kompaní flökrar lítt við þessu.
Össuri er greinilega ekki flökurgjarnt.
Menn þurfa að hafa sterkan maga til að fara í opinberan hálfsleik við palestínskan alíbaba sem lítur á kvennakúgun, barnaníð og þrælahald sem sjálfsagðan hlut
ocram (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 09:37
Helgi vill svona kína á íslandi, í kína þurfa allir að skrifa og tala undir fullu nafni og kennitölu.. Helga finnst það kúl.
Mikil mannréttindabarátta er um allan heim undir nafnleysi, þessi barátta væri ekki möguleg nema undir nafnleysi.. Margir níðingshópar, fjármálabanditar berjast nú gegn nafnleysi.. já og Facebook berst gegn nafnleysi, því Facebook þarf að vita allt um þig til að getað selt þig almennilega
DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 10:28
Geir Jónsson. Kína ræður yfir stærsta efnahagskerfi heimsins. Allir skulda Kína peninga. Kaupmáttur vesturlanda er reistur á ódýru kínversku vinnuafli og ódýrri kínverskri orku sem kemur mest frá kolabrennslu.
Ódýr kínversk hráefni eru notuð í framleiðsluna, auk hráefna sem Kínverjar sjúga til sín frá skuldugum eða vanþróuðum ríkjum.
Minna en 10% kínversku þjóðarinnar nýtur góðs af þessum mikla auði sem Kínverjar hafa sankað að sér. Gjaldeyrisforði þeirra er nýttur til okurlána til annarra þjóða. Landið er í raun risastórar Þrælabúðir. Þar er agnaum haldið með fáheyrðri vanvirðingu fyrir frelsi og lífi fólks.
Að kæra sig kollóttann um þessar staðreyndir og reyna að vingast við þennan mannæturisa, er skammarlegt að mínu viti.
Helgi Rúnar; Það hatur sem birtist í þessum myndum er ekki frá mér komið, þótt ég birti þær. Það er komið frá stjórnvöldum í Kína, þar sem virðing þeirra fyrir mannslífum og mannhelgi er engin. Einmitt það er skýrasta birting haturs, sem ég þekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.12.2011 kl. 11:44
Hvernig er það "hatursáróður" að skýra frá staðreyndum? Þvílík fyrra.
Sveinn Þórhallsson, 15.12.2011 kl. 12:49
Þetta er alveg með endemum heimskulegt af þér, Svanur að koma með svona rugl. Þú sýnir myndir frá nútíma fangelsisvist í Kina, og síðan kemurðu með 20 ára gamla af aftökum.
Í fyrsta lagi, er það í lagi að mótmæla kaupi útlendinga á landi á Íslandi. En slíkt á gilda Ísraela jafnt sem Kínverja. Ég segi ekki "gyðinga", því orðið gyðingur á við trú fólks ... en hefur nákvæmlega ekkert að gera með "kynstofn" þess, eins og margir Ísraelar vilja halda fram.
Og þá komum við aðal efninu, þér væri nær að mótmæla því sem gerist vesturbakkanum en því sem er að gerast í Kína. Þú getur breitt því sem gerist á Vesturbakkanum, en ekki því sem gerist í Kína.
Beindu spjótum þínum þangað, sem spjót þín gera gagn ... að sitja hér og mótmæla því sem er að gerast í Kína, er aumunarvert gagnvart þér. Því þú segir ekki mikið við notkun Bandaríkjamanna á efnavopnum, ásamt geislavopna sem valda dauða barna í moðurkviði. Þú segir ekki mikið við hálfri miljón barna sem látist hafa í Írak. Og ekki heiri ég þig mótmæla því að þar fæðast börn stökkbreitt eftir geislavirkni, svo að maður blöskir ... en þér blöskrar ekkert við því Svanur, því það eru Ísraelar og Bandaríkjamenn sem standa að baki. En þér blöskrar við því að einhver Kínverji taki glæpamenn af lífi? Ég veit ekki betur en bæði bandaríkjamenn og Ísraelar geri hið sama ... eða þú ættir kanski að heimsækja Guantanamo sjálfur, eða Abu Grahib.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 12:49
Bjarne.
Kína á s.s. að vera stikkfrí vegna stærðar, afls og kannski fjarlægðar þrátt fyrir ótrúlegan skepnuskap sem það sýnir.
Svo eiga allir að andskotast á Ísrael sem sannarlega er ríki sem er stöðugt undir árasum nágranna sinna og leggjast þar á árar með stefnu sem hvetur til kvennakúgunar og barnaníðs.
Skemmtileg innsýn í minna skemmtilegan hugarheim.
ocram (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 12:59
Stikk frí gegn hverju? Hvers konar helvítis fábjánaháttur er þetta ...
Í fyrsta lagi eru aftökur framkvæmdar í Bandaríkjunum og Ísrael, og ég veit vel að þið munuð segja að slíakr aftökur eru "mannúðlegri". Þetta er bara helvítis kjaftæði, og ástæða til þess að taka ykkur í gegn fyrir svona fábjánahátt, afsakið orðbragðið. Það finnst nákvæmlega EKKERT mannúðlegt við aftöku. Það að "þér" finnist huggulegra að horfa á, er ekki samanburður um það hvort um sé að ræða "mannúðlegheit" eða ekki ... það er ekki "þér" áhorfendan sem verið er að höfða til, heldur þeirrar sálar sem verið er að taka af lífi. Og þá skiptir engu máli, hvort viðkomandi fái kúlu í hnakkan, eða tekinn af lífi með rafmagni eða lyfjum ... þessi sál líður jafn mikið í öllum þessum tilvikum. Og af öllum þessum þáttum, þá er "kúla í hnakkan" fljótasta leiðinn til að taka af lífi ...
Ykkur er nær, að breita því sem ykkur stendur nær ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 13:04
Furðulegt svar Bjarne og hljómar frekar við svar þitt við einhverjum órum í sjálfum þér.
Á hvað hátt stendur okkur Ísrael nær en Kína. Bróðurparturinn af öllum iðnaðarvarningi sem við kaupum er framleitt að hluta til eða öllu leyti í Kína. Það er helst að hingað flækist appelsínur frá Ísrael.
Mér vitanlega er ekki einu sinni dauðarefsing í Ísrael.
Í Kína senda þeir reikning fyrir byssukúlunni sem fólk er tekið af lí með til náinna ættingja.
ocram (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 13:15
Bjarne aldur síðustu myndarinnar breytir engu um það að konurnar voru skotnar.
Ég er svosem enginn sérfræðingur í skoðunum Svans á heimsmálunum en ég hef skynjað hann sem þokkalega sanngjarnan mann sem gerir væntanlega ekki greinarmun á ofbeldisverkum eða refsingum eftir því hverrar þjóðar gerandinn er.
Jens (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 14:36
Fynst ykkur allt í lagi að eiturlyfjasali, sem eyðileggur líf hundruða og jafnvel einhvern af ykkar nánustu,( bíðið bara róleg), gangi lausir eftir stutta hvíld í fangelsi og haldi glæpnum áfram.
Ég er með dauðarefsingu og sérstaklega á svona lýð, sem grefur undan samfélaginu árum saman með sínum dauðlega hugsunarhætti.
Þeir brjóta ekki af sér dauðir!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.