Salvör Nordal ekki í forsetaframboð

Pressan.is segir frá því að Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands hafi verið hvött til að fara í forsetaframboð. Salvör neitar því ekki að einhverjir hafi komið að máli við hana og hvatt hana til framboðsins. En hún sjálf hafi ekki á því neinn áhuga og sé ekkert að pæla neitt í því. Salvör segist ekki viss um hvort hún í hjarta sínu gæti nokkurn tíma orðið forseti. -

Þetta eru mikil tíðindi. Einhver hefur hvatt konu út í bæ til að fara fram til forsetakosninga, konu sem er ekki "á þeim stað í lífinu" núna að hún vilji það og ekki viss um í hjarta sínu að hún geti nokkru sinni orðið það.  - Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir þjóðina að vita, hverjir það eru sem ekki ætla að gefa kost á sér í forsetakosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir hafa beðið mig að bjóða mig fram sem forseta... ég hef ekki við að segja: Nei, aðeins fatlaðar þjóðir punga út peningum í fyrirbrigði eins og forseta..

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband