28.11.2011 | 02:40
Má banna græðgi með lögum
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir gerir sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hver á landið og hefur rétt til að nýta auðlindir þess. í heimi þar sem auðlindir eins og finna má á Íslandi verða æ sjaldgæfari og eftirsóttari, er afar mikilvægt að lög og reglugerðir um nýtingu þeirra séu afar skýrar en taki jafnframt mið af menningu þjóðarinnar og kröfur hennar til sjálfbærra og heilbrigðra lífshátta.
Ef að markaðsöflin ein og vald peninganna á að ráða ferðinni, skipta lögin og reglugerðirnar ekki miklu máli. Það er sama hversu nákvæm lögin eru, því þeir sem látast stjórnast af öflum auðhyggjunnar hafa lag á að komast hjá og fara í kring um slík "smáatriði".
Grundavallarreglan í sambandi við nýtingu auðlinda á Íslandi, hvort um er að ræða Íslendinga sjálfa eða erlenda samstarfsaðila þeirra, er sú að ávalt skuli tekið tillit til þeirrar staðreyndar að landið og auðlindir þess og menning þjóðarinnar eru samofnir þættir sem ekki verða sundurskildir.
Í heimi sem verður einsleitari með hverjum degi sem líður af völdum svo kallaðrar alheimsvæðingar, er meir þörf á því enn nokkru sinni fyrr að varðveita menningu, sérstæði og um leið sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.
Alheimsleg samvinna er nauðsynleg og sjálfsögð, en yfirtaka auðlinda þjóða og markaða heimsins með fjölþjóðahyggju að yfirvarpi er það ekki. Það sem við höfum áhuga á er samvinna milli þjóða sem varðveitir fjölbreytileika þeirra.
Fólk ætti ekki að fara i neinar grafgötur með að þau öfl sem vilja taka okkur í átt til óhefts aðgangs að auðlindunum landsins, eru fullkomlega á valdi auðhyggjunnar. Og að baki hennar býr aðeins einn mannleg kennd, græðgi. - Af fenginni reynslu, tiltölulega ódýrri reynslu miðað við aðrar þjóðir, ættum við Íslendingar að hafa vit á að hafna henni sem megin driffjöðrinni við nýtingu landsins. -
Vill endurskoða lög um landakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég las æviágrip Huang Nupo á heimasíðum hans þá vissi ég ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Þarna var Oliver Twist gone zillionair holdi klæddur. Svo var mér bent á ansi skemmtilegan platkarakter á netinu sem heitir Lorenzo von Matterhorn og þá rann upp fyrir mér ljós.
Varð að deila þessu með þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 03:01
Einn svikahrappurinn enn á ferðinni.
Þetta kerlingartetur þarf ekkert að breita lögunum, því lögin finnast þar. Það sem hún vill, er að geta gefið það frítt að geta keypt landið. Hún vill geta selt landið öðrum Núbum frá Kína, vegna þess að henni sjálfri vantar peninga.
Hún, og aðrir Íslendingar ... vilja endilega rata í sama farið, og bóndinn sem seldi landið sitt fyrir reiðufé og fór til bankastjórans í Sviss, til að vita hvar best væri að fjárfesta peningunum. Og bankastjórinn svaraði að bragði "keyptu land fyrir þá".
Íslendingar væru ekki til, nema fyrir þennan littla landskika sem þeir eiga ... og þeir ættu að hafa vit á því, að passa þetta land, betur en hreðkurnar á sér, ef þeir vilja halda þeim.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:02
„Það sem við höfum áhuga á er samvinna milli þjóða sem varðveitir fjölbreytileika þeirra“.
Segir allt sem segja þarf.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2011 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.