27.11.2011 | 15:33
Undarleg stjórnarkreppa í aðsigi
Stjórnarsamstarfið er í uppnámi. Ágreiningsmálin verða fleiri of fleiri og nú er svo komið að þau eru fleiri en þau sem einhver samstaða er um milli flokkanna tveggja. Kornin sem fylltu mælin eru Grímsstaðarmálið og þessi makalausi gjörningur Jóns Bjarnasonar.
Það hlakkar í stjórnarandstöðunni, þeir sjá að dagar þessar ríkisstjórnar eru loksins taldir. - En hvað tekur þá við?
Staðan er afar slæm fyrir Samfylkinguna sem var að vonast til að geta klárað EB málið og gera það klárt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, áður en að til almennra kosninga kemur. -
Ef að til stórnarslita kemur og boðað verður til nýrra kosninga fljótlega, verður EB megin kosningamálið. -
Ef að þjóðn hafnar stefnu Samfylkingar er ljóst að Sjálfstæðsflokkur og Framsókn, munu vinna kosningarnar og þá mun þjóðin hafa kosið aftur yfir sig hrunflokkana tvo með marga beina þátttakendur í hruninu enn innanborðs, flokka sem enn fyrra sig alla á byrgð á öllu því ferli. En eins og komið hefur margoft fram hafnar Sjálfstæðisflokkurinn því t.d. að hafa gert nokkuð rangt í tengslum við hrunið.
Fyrir þjóðina væri því best að fá að leiða EB málið til lykta svo hún geti kosið um það í sér-kosningum eins og til stóð. Eftir að niðurstöður úr því máli eru ljósar, er hægt að boða til kosninga. - En fram að þeim tíma er spurning hver á að stjórna landinu, því ríkisstjórnarstarfið er í raun sprungið. - Ljóst er pólitísk óeining er helsta mein þessarar þjóðar og hún heldur áfram að standa, annars auðugu og sællegu landi, fyrir þrifum.
Hefnd og pólitísk gíslataka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Athugasemdir
Það skiftir egnu hvort ESB málið verður leitt til lykta fyrir eða eftir kosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir eru búnir að spyrða sig svo svakalega við þetta mál. Kjósendur munu spyrja sem svo; "Annaðhvort ESB vitleysingarnir og fólkið sem ekki vildi leiðrétta stökkbreyttu lánin eða hrunflokkarnir Framsókn og Sjálfst. sem bara hljóti að hafa lært eitthvað og geta a.m.k. ekki verið verri en þetta"!
Eina jákvæða í þessu fyrir Samf. er að hún hefur lagt slíka ofuráherslu á ESB að það er að gleymast að hún er líka hrunflokkur.
Auðvitað ætti þetta líka að vera spurning um valkosti utan 4.flokkana, en er það?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 17:19
Vonandi líða áratugir áður en íhald og framsókn komast aftur í ríkisstjórn. Einhvernveginn held ég að skársti kosturinn í stöðunni væri sá, að frjálslyndi flokkurinn undir stjórn röskleikamannsins Sigurjóns Þórðarsonar og Besti flokkurinn, með öllu því góða mennta- og listafólki sem hann skiptar, fengju meirihluta á þingi ásamt Samfylkingunni. Samstarf hennar og Besta í höfuðborginni hefur tekist með ágætum og þeim hefur tekist með ólíkindum vel að ráða fram úr þeim gígantísku fjárhagslegu vandamálum, sem íhald og framsókn skildu eftir sig.
Serafina (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 18:41
Mér líst vel á hugmynd Serafinu.
Ég sé þetta samstarf fyrir mér: Gnarr og Jóhanna í ástríðufullum argentínskum tangó um þingsal okkar Íslendinga, þvert yfir Austurvöll og upp í Stjórnarráð þar sem ráðherrarnir bíða komu þeirra. Þegar þau birtast hefst Darradansinn sem verður örlagavaldur í lífi þátttakanda og okkar allra.
Agla (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.