Occupy hausinn á þér

Það er sama hvar í heiminum Occupy hreyfingin hefur sig í frammi, þeir sem gagnrýna hana segja allir það sama....það er svo mikill sóðaskapur af þessum tjöldum. Þessar aðfinnslur koma samt venjulega ekki frá stjórnvöldum eða þeim sem eitthvað hafa með málið að gera.

Þannig er um þetta tilfelli, þessa frétt sem tekur það fram að engin hafi kvartað yfir veru fólksins á Austurvelli.

Höfundur "fréttarinnar" finnur það upp hjá sjálfum sér að vekja athygli á málinu. Alla vega tiltekur hann ekki neina aðra ástæðu.

Gagnrýni á Occupy hreyfinguna kemur reyndar oftast frá afturhaldsdurtum sem krydda síðan þetta alltútídrasli-væl sitt með vel völdum skammaryrðum út í fólmeðlimi hreyfingarinnar, líkt og sumir bölva rokinu þegar illa liggur á þeim. Occupy er sest að í hausnum á þeim.

Málefnaleg gagnrýni heyrist ekki, enda erfitt að henda reiður á einhverju til að gagnrýna Occupy hreyfinguna, án þess að verja um leið málstað spillingar og græðgi. Þeir sem eru hallir undir þá þætti grípa því til þess eina sem gæti túlkast sem eitthvað neikvætt, þ.e. ; alltídrasli möntrunar.


mbl.is Slæm umgengni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón

Og þar að auki þætti mér áhugavert að vita, hversu margir hefðu áhuga á því að "slaka á" á Austurvelli í lok Nóvember. Ég rölti alltaf beinustu leið þarna í gegn þegar það eru 20°C og hásumar, hvað þá í 5°C kulda í Nóvember.

Ef eitthvað er þá mun fólk stoppa, spjalla við fólkið á staðnum og fá sig til að hugsa. Ég hins vegar veit ekkert um það hvort að fólkið í "occupy rvk" sé að gera nokkurn skapaðan hlut, eða bara tjalda. Hér í occupy bristol þá stendur fólkið úti mestallan daginn og spjallar við gesti og gangandi og það er MIKLU sóðalegra hér heldur en á Austurvelli miðað við myndina.

Hér eru 30+ tjöld, nokkur stór tjöld og þetta er allt á College Green sem er beint framan við borgarstjórnarbyggingu, Cathedral of Bristol, menntaskóla og verslunargötu. Vælendur skulu kíkja hingað eða víðs vegar um heiminn og skoða hvernig það er þar. Ef e-ð er, þá ætti Occupy Rvk að auka vel við sig.

Jón, 23.11.2011 kl. 01:59

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jón. Hér í Bath, (12 km frá Bristol) hefur Okupy Bath verið á Queens Squere í nokkrar vikur. 20 tjöld og fjörugar umræður þegar vel viðrar á daginn og góðir fyrirlestrar á kvöldin. - Hér er fólk að kippa sér upp við að sjá glitta í plastílát fyrir utan tjöldin. (Reyndar er sem verið sé að hreinsa tjaldið þegar þessi mynd sem fylgir þessari frétt mbl.is er tekin.) Vona að Occupy Reykjavík fái að vera í friði enda ekki ein einasta kvörtun borist þeirra vegna fram að þessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 02:16

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

PS: Svarið hjá þér Jón á síðu JVJ er mjög gott. Hann hefur beðið mg að halda mig fjarri síðunni hans og ég hef orðið við þeirri bón hans, enda ekki vert að vera ergja zetu elskandi þjóðernissinnann of mikið.  Það stoppar hann ekki í að kíkja hingað af og til og setja inn athugasemdir þegar honum hentar. Annars eldar hann grátt silfur við of marga til að á það sé bætandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 02:30

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Svanur Gísli. Ragnheiður Ríkharðsdóttir kvartaði yfir tjöldunum úr ræðustól alþingis og sagði að þau sýndu vanvirðingu Reykjavíkurborgar á alþingi, eða eitthvað svoleiðis. Veit ekki hvernig hún fékk það út.

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2011 kl. 02:59

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt Sæmundur. Hún er ein þeirra sem kyrjað hefur möntruna og sagt var frá því á Eyjunni nýlega.

Ömurleg ásýnd Austurvallar sem sýnir ótrúlega lítilsvirðingu Reykjavíkurborgar gagnvart Alþingi Íslendinga,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af varaforsetum Alþingis á Facebook-síðu sinni í dag.

Það sem ég átti við er að í "fréttinni"  segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, ekki vita til að kvörtun hafi borist vegna málsins .

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 03:10

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

... alltídrasli möntrunar! :) ... þú ert alveg yndislegur Svanur Gísli og tek undir hvert orð.

Sóðaskapur á Alþingi er staðreynd og varla talað um annað á blogginu. Það er bara ekki kallaður sóðaskapur að vera spilltur, falskur og tvöfaldur. Af hverju ekki "hugarfarslegur sóðaskapur"...

Þessi Ragnheiður t,d, sýnir sjaldgæfan sóðagang á háttvirtu Alþingi íslendinga og nú ættu menn að fara með spjöld og krefjast þess að hún byðjist afsökunar á að hafa sagt þetta í ræðustól á Alþingi.

Hún getur notað svona sóðaorð á bloggi, Facebook eða heima hjá sér...kanski ég skrifi blogg um sóðaskap á Alþingi...

Alla vega er ég stoltur yfir fólki sem mótmælir á Austurvelli. Það er kanski von fyrir þetta land þrátt fyrir allt og bara það er mikils virði ...eiginlega alveg meiriháttar.

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 05:48

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sóðaskapurinn er undir verndarvæng Bestaflokksins... er raunhæft að athugasemdir um sóðaskap komi úr þeirri átt? Á blaðamaður ekki að skrifa frétt um málið, af því opinberum aðilum finnst sóðaskapurinn allt í lagi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 05:48

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðir Svanur og Óskar.

Sigurður Haraldsson, 23.11.2011 kl. 05:50

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Blaðamenn þurfa að vakna til meðvitundar um áhrif sín. Og fara að taka sitt starf alvarlega og ekki sem leik sem gengur út á hver getur komið með mesta hneyslið, spennandi söguna og fleira í þeim dúr.

Og svo þurfa þeir að venja sig af tvöfeldni og tvíræðni í mál og frétaflutningi. Blaðamenn eru bestu verjendur lýðræðis, og verstu óvinir þess í leiðinni...

Eiginlega ætti þjóðin að fá að kjósa um hverjir fá að vera blaðamenn. Það myndi þroska lýðræði í rétta átt...

Grein blaðamannsins um mótmælin voru að sjálfsögðu bara bull og líklegast veit blaðamaðurinn af því sjálfur núna. Svo gerir hann bara betur næst....

Besti Flokkurinn er sá eini flokkur sem berst á móti hugarfarslegum sóðaskap...

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 06:18

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Verst ég get ekki farið og skoðað þessa occupy gaura.

Veit ekki betur en þetta sé eina landið þar sem þeir mótmæla kommúnistum... gæti haft rangt fyrir mér samt.  Einhver?

Ásgrímur Hartmannsson, 23.11.2011 kl. 07:57

11 identicon

Ásgrímur Hartmannson: Mótmælunum var kanski ekki svo mikið beint að Alþingi þó þau væru á Austurvelli, það var bara hentugur fjölfarinn staður og stutt að fara til að áreita bankana ;) Þó myndi ég ekki segja að við værum neitt svakalega ánægð með þingið heldur

maggi220 (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 08:14

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég skil ekki tilganginn með þessari frétt og myndinni sem fylgir. Bara enn eitt dæmið um lélega fréttamennsku. Það er augljóst að myndin er tekin rétt þegar verið er að taka tjöldin niður. 

Ég skil heldur ekki tilganginn með fólki að blogga um það sem það veit ekkert um né hefur nægilega kynnt sér. 

Sjálfur kom ég þarna niður eftir þegar að tjöldin voru búin að vera einhverja daga og sá hvergi þetta rusl sem nefnt er. Átti líka leið niður eftir á laugardaginn og þá var heldur rólegt á svæðinu og heldur ekki neitt rusl að sjá.

Guðni Karl Harðarson, 23.11.2011 kl. 13:27

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðni; Tilgangurinn er augljós; að reyna að koma höggi á þessa krakka og óorði á Occupy almennt.

Ásgrímur; Occupy mótmælir öllu óréttlæti, án tillits til þess undir hvaða pólitísku kerfi það viðgengst.

Gunnar Th: Þetta er fremur lúaleg aðferð til að koma höggi á hreyfinguna. Og enn lúalegra er að reyna að ásaka Besta flokkinn fyrir að stinga kvörtunum undir stól, eins og þú ert að reyna að gefa í skyn.

Óskar: Sammála þér þarna :)

Sigurður; Takk fyrir innlitið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 16:00

14 Smámynd: Jón

takk fyrir hrósið Svanur, ég hef áður tekið fram að ég er ekki meðlimur í þessari hreyfingu, ég hins vegar styð hennar sjónarmið og tilgang. En ástæðan fyrir því að ég hef tjáð mig nokkrum sinnum um þetta er bara vegna fáfræði sem að fer rosalega fyrir brjóstið á mér.

Þar að auki þá segi ég það alltaf ef að fólk spyr mig hvað þjóðaríþrótt íslendinga sé, að það sé að röfla. Enda virðist stór hluti þessa lands einungis hafa áhuga á því að röfla og kvarta og kveina .. en aldrei berjast fyrir neinu né koma með lausnir. Annaðhvort á fólk að taka þátt eða halda sig saman.

Jón, 23.11.2011 kl. 17:20

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða lausnir hefur Occupy Reykjavík komið með?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 18:17

16 identicon

Ég búinn að vera að ferðast milli occupy-a í bandaríkjunum seinustu tvo mánuðina og þetta er alltaf það sama. Upplognar fréttir um sóðaskap, dópneyslu og svo framvegis (hver man ekki eftir grasreykjandi hippunum í Saving Iceland). Í Seattle voru birtar fréttir um rottugang. Heilbrigðiseftirlitið kom daginn eftir og fann engin ummerki um rottugang, kakkalakka eða önnur meindýr. Reyndar gaf heilbrigðiseftirlitið í Seattle tjaldbúðunum hæstu einkun, það var ekkert sem þau gátu gert til að gera búðirnar hreinlegri (nema það vanntaði lok á eina ruslatunnu). Blöðin héldu samt áfram að kvarta undan sóðaskap í tjaldbúðunum.

Fréttirnar um dópdneyslu eru verri. Því í Bandaríkjunum er stór hópur heimilislausra sem eiga við fíkniefnavandamál að stríða. Þessi hópur fær hæli í tjaldbúðunum sem þau fá ekki annarsstaðar í samfélaginu. Sem betur fer eru íslensk stjórnvöld ekki jafn slæm við sína fátækustu og bandarísk stjórnvöld eru og því ætla ég að þetta sé ekki vandamál á Austurvelli. Fjölmiðlar hérna vestan hafs hika samt ekki við að dæma tjaldbúðirnar út frá þessum verst stöddu þegnum þjóðfélagsins. Þeir minnast samt ekki á að þessi vandamál voru til staðar fyrir tjaldbúðirnar. Tjaldbúðirnar hafa bara gert þessi vandamál sýnilegri en áður.

En aftur að sóðaskap. Kapítalisminn býr til svo mikið af drasli sem dreyfist um borgina gjörvalla. Skoðið til dæmis vatnsmýrina, eða bara götur borgarinnar. Ef að fólki er alvara um að loka eigi öllu sem veldur sóðaskap, þá eru neyslubúllur bæjarins góður staður til að byrja... Að ekki sé minnst á álverin (okkar)

R (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 19:01

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gunnar Th. Alveg sanngjörn spurning. Svarið er; ekki neinar svo ég viti um. En þess ber að gæta að þetta er ekki fólk sem segist hafa svörin  á reiðum höndum, heldur fólk sem er að leita þeirra. Eitt vita þau, kerfið sem við búum við virkar ekki efnahagslega nema fyrir um eitt prósent af fjöldanum. - Occupy setur sig ekki á háan hest eins og allir mannkynslausnararnir í stjórnmálaflokkunum sem hrópa fylgið mér og ég mun leiða yður í fyrirheitna landið. Occupy er fólk sem hafnar slíkum boðum. Í stað þess setjast þeir niður með grasrótinni, og leita lausna. Þegar þær fimast, verður líka leitað lausna til að hrinda þeim í framkvæmd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 20:24

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

R. Þetta er runasönn lýsing á því sem er að gerast. Heimilislausir og þeir sem minnst mega sín í samfélaginu sækja í búðirnar  og er yfirleitt tekið þar vel. Þeir sem fordæma framtakið einblína á þá og  hafa gjörsamlega að engu þann fjölda millistéttarfólks sem tekur þátt í aðgerðunum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband