Við elsku þig Geir, við elskum þig öll!

Grátklökkur mærði Bjarni Ben fyrrverandi foringjann sem vont fólk hefur dregið fyrir landsdóm. Skammarleg aðför að manni sem ekkert hefur sér til sakar unnið, ekkert. - Um þetta geta Sjálfstæðismenn sameinast. Þeir kunna að standa með sínum manni, sama hvað á gengur og á þær tilfinningar spilar Bjarni Ben.

Handan við hornið bíður stærsta ágreiningsmálið, umsóknin í EB, og hvað hana varðar er boðskapur hans ekki alveg eins afdráttarlaus.

Bjarni segir að bæði já fólk og neifólk vilja landinu allt það besta. Já Ok. Hann vill að fólk komi upp úr skotgröfunum. Hvað þýðir það? Vill hann að andstæðar fylkingar flokksins "komi upp"  til að ræða saman og skoða alla möguleika eftir að yfirlýst stefna flokksins er að draga umsóknina til baka?

Bjarni talar þarna örugglega gegn betri vitund. Hann veit að þessi skemmri skírn í málflutningi nær ekki að lempa stríðandi fylkingar innan flokksins. En eitthvað varð hann að segja.

Og eitthvað varð hann að segja um "framtíðarsýnina."  Jamm við eigum hreina orku. Jamm, það er fullt af ríkum köllum út í heimi sem vilja kaupa hana. -  Þetta eru nýju verðmætin sem Bjarni vill skapa. Frumlegur fýr hann Bjarni Ben.


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ komdu þér af mbl

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 20:14

2 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli; æfinlega - sælir; aðrir gestir, einnig !

Guðmundur Jónsson !

Þú skrifar; í áþekkri tóntegund, og einlægir Stalínistar skirfuðu til síns ''foringja'' forðum.

Mbl. er engin einka eign; hinnar ömurlegu flokks hryglu þinnar, ágæti drengur.

Tek undir; með Svani Gísla, í einu og öllu - vona, að hann fái hið fyrsta; tækifæri til að taka hin skriflin í gegn einnig, þau : Jóhönnu - Steingrím og Sigmund Davíð.

Reyndu svo; að ná einhverju jarðsambandi, FLOKKS Hestur; Guðmundur  !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 20:34

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Óskar, burt af blogginu......

hilmar jónsson, 17.11.2011 kl. 20:39

4 identicon

Sælir; á ný !

Hilmar !

Sit hér; sem fastast, meðan ég hefi nennu til.

Er víst; búinn að halda út, síðan í Apríl 2007.

Varstu eitthvað óhress með; að ég nefndi hin ræksnin þrjú, Hilmar ?

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 20:48

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei Óskar minn. Þetta var svona einn léttur í stíl við gleðigjafann hann Munda.

Bloggið yrði aldrei samt án þín....

hilmar jónsson, 17.11.2011 kl. 20:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjarni talaði um að koma upp úr skotgröfunum, sama daginn og þingflokkur hans í heild sinni mætti ekki til þings af því þeir voru í fýlu, eins og smákrakkar, yfir því að fá ekki að ráða því í hvaða leik væri farið í sandkassanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2011 kl. 21:22

7 identicon

Þetta var eins og sena úr Batman mynd, The Joker & The Penguin; Versta er að það er ekki neinn Batman ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 21:22

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jamm Gummi, komin tími til að hypja sig....ekki :) -

Óskar; Skriflin eru mörg..af nógu að taka

Hilmar, Þakka minnið -

Axel: Já þeir mótmæltu þessum yfirgangi við samþykkt aukafjárlaga með því að fara öll á landsfundinn.

DrE. Já, smá ofleikur í gangi má segja.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.11.2011 kl. 22:01

9 identicon

Bað Bjarni nokkuð þjóð sína afsökunar vegna þátttöku sjálfstæðisflokksins í hruninu ?

JR (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband