Soðið og steikt kynlíf

Í eina tíð þótti það mikill leyndardómur, aðeins finnanlegur í gömlum og oftast forboðnum skræðum, hvaða eðalfæða og sjaldgæf efni, höfðu þá náttúru að geta bætt og kætt kynlíf fólks. Nú á tímum eru þær fáar vörutegundirnar sem ekki eru sagðar koma þar við sögu.

Á snöggri gandreið um netið getur þú fundið næringarfræðinga, kynfræðinga og auðvitað matvælafræðinga sem mæla með fjölda tegunda af matvöru sem eiga að örva og bæta kynlífið og flestar eru líklega til í eldhússkápnum þínum.  Hér er sýnishorn;

Lakkrís, hvítlaukur, tómatar (soðnir) , ostrur, Chili pipar, bananar, gulrætur, rækja, súkkulaði, engifer, ólífur, tómatar, epli, aspas, ostar, mjólk, rjómaís, hnetur (ristaðar), hvalkjöt, snákakjöt, avakadó, bláber, jarðarber, poppkorn og söl.

E.t.v. er auðveldara að telja upp þær tegundir fæðu sem vitað er að virka ekki við fyrrnefnda iðju.

 


mbl.is Þetta eru matvælin sem bæta kynlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Japanir hafa vitneskjuna, Íslendingar hráefnið!  Þeir vita upp á hár, hvaða "stykki" í öllum fisktegundum virka best. 

Skrýtið að þessar tvær þjóðir skulu aldrei hafa náð almennilega saman í framleiðslu á efni sem virkar án hausverkja!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.11.2011 kl. 08:13

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég taumlaust áður treysti á

traustan fermingabróðurinn

en nú má tækni tólin fá

til að létta honum róðurinn.

Þorvaldur Guðmundsson, 11.11.2011 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband