Eftirlíkingar Árna Johnsen

Hvað er þetta með Árna Johnsen og áhuga hans á smíði eftirlíkinga af gömlum húsum. Kannski hann hafi kviknað fyrir alvöru við setu hans í byggingarnefnd Þjóðleikhússins upp úr 1996. Víst er að hann hlaut talverða reynslu af almennu byggingarferli við þá setu.

Kirkja Þjóðhildar í Bröttuhlíð á Grænlandi Árni sá um að reisa eftirlíkingu af kirkju Þjóðhildar og bæjar Eiríks rauða í Bröttuhlíð á Grænlandi.

Á árinu 1997 ákvað Vestnorræna ráðið og Grænlenska Landsráðið að setja á fót byggingarnefnd, sem hefði það verkefni að byggja kirkju og bæ í Brattahlíð á Grænlandi. Formaður byggingarnefndar var skipaður Árni Johnsen.

Þegar að Norsk stjórnvöld ákváðu í tilefni af 1000 ára afmæli Kristnitöku á Íslandi að gefa íslensku þjóðinni stafkirkju og var henni valinn staður í Vestmannaeyjum.

Stafkirkjan á Skansinum í VestmannaeyjumSkipuð nefnd til að hafa stjórn og yfirumsjón með framkvæmdum og öðru er laut að móttöku gjafarinnar. Árni Johnsen var skipaður formaður nefndarinnar.

Kirkjan reis á Skansinum árið 2000 til minningar, er sagt, um svipaða kirkju sem reist var í fyrndinni af Hjalta Skeggjasyni hinum megin hafnarinnar á Hörgaeyri, líklega fyrst kirkna á Íslandi.

Bær Herjólfs í Herjólfsdal í VestmannaeyjumÞá stóð Árni Johnsen fyrir því 2005 (ásamt öðrum Eyjamönnum) að eftirlíking af landnámsbæ, e.t.v. Herjólfs Bárðarsonar sem talinn er hafa fyrstur numið eyjarnar, reis inn í Herjólfsdal.  Húsið er byggt sem langhús og gripahús.

Nú er Árni Johnsen kominn aftur af stað við að reisa eftirlíkingu.  - Svonefnt Þorláksbúðarfélag er undir forystu Árna Johnsen, en það ætlar að reisa eftirlíkingu af kirkju sem er kennd við Þorlák helga Þórhallsson, verndardýrling Íslands, sem var biskup í Skálholti undir lok 12. aldar. Alls óvíst er hvenær kirkjan sem höfð er að fyrirmynd var fyrst byggð en það setur Árni ekki fyrir sig.

ÞorláksbúðSamkvæmt fundargerð Kirkjuráðs frá því haustið 2010 var áætlaður kostnaður við Þorláksbúð um 38 milljónir króna. Í fjölmiðlum hefur komið fram að kostnaðurinn sé greiddur af opinberu fé og með framlögum einkafyrirtækja.

Gerð, staðsetning, tilgangur og fjármögnun allra þessara verkefna hafa verið umdeild. Einnig að það skuli hafa verið Árni Johnsen sem veiti framkvæmd þeirra forystu.

Spurningin sem ég velti fyrir mér er hvers vegna Árni sýnir svona verkefnum mikinn áhuga og er tilbúin að leggja frekar viðkvæmt orðspor sitt að veði í hvert sinn sem hann kemur nálægt þeim. -

Eftirlíkingar koma aldrei í stað þess sem raunverulega var og stundum er betra að láta sér nægja ímyndunaraflið frekar en að reiða sig á umdeildar eftirlíkingar. - Þessi árátta að gera eftirlíkingar af fornum mannvirkjum, af því engin raunveruleg hafa varðveist, sver sig dálítið í ætt við amerísku leikgarðamenninguna. Sá buisness byggist upp á því að fólk kæri sig kollótt um að það sem það sér og upplifir sé ekki ekta og e.t.v. ekki neitt í líkingu við það sem bestu heimildir segja til um.  -

Viking_VillageÉg held að hvorki Íslendingar eða erlendir ferðamenn sem til landsins koma, hafi mikinn áhuga á slíku í tengslum við mikilvægar söguslóðir og raunverulega náttúru. Viðbrögð gesta í Þjóveldisbæinn í Þjórsárdal og í eftirlíkinguna af bæ Eiríks rauða í Haukadal, bera vitni um það. Góðlátlegt grín bjargar oftast málunum, en er það markmiðið?

Ef til vill er samt markaður fyrir víkinga-skemmtigarð með eftirlíkingum af húsakynnum víkinga,  leikurum og leikmunum. Eitt slíkt var um tíma fyrirhugað í Reykjanesbæ en er víst ekki lengur á kortinu.


mbl.is Skálholt skyndifriðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru til fullt af allskonar sögulegum eftirlíkingum um allan heim, sem draga að sér mikið af ferðamönnum, þannig að sú röksemd hjá þér heldur ekki vatni.

Þú talar um að þetta "hafi verið umdeilt".

Er þetta ekki "eftirá umdeilt". ? Þetta fór í gegnum öll lögbundin ferli á sínum tíma, en alvarlegar athugasemdir komu ekki fyrr enn verkið var löngu hafið.

Svo finnst mér innihald þessa pistils alls, bera fyrst og fremst merki þess að þér sé í nöp við Árna Johnsen.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fín samantekt. Árni hefur allan sinn feril misnotað almannasjóði til að fylgja eftir persónulegum áhugamálum sínum, sem oftar en ekki eru bundin trúarsannfæringu hans.

Mig minnir að Villi Danski hafi haft sterkar meiningar um þssa Þorláksbúð, sem líklega er einhver sögufölsun fyrir útlendinga. Það væri gaman að fá að sjá athugasemd frá honum um malið, eða Fornleifi vini hans.

Ég treysti þeirra átoritíi betur en Árna Johnsen.

Maður spyr svo Gunnar hér að lokum hvernig það sé gerlegt að vera ekki í nöp ið Árna Johnsen. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 21:57

3 Smámynd: Landfari

Jón, ef þú vilt endalaust ræða hlutina og koma engu í verk skil ég vel að þér sé í nöp við Árna.

Árni er óvenju drífandi í því sem hann tekur sér fyrir hendur og kemur hlutunum í framkvæmd. Bara það getur pirrað marga. Hann er ekki maður sem veltir hlutunum endalaust fyrir sér heldur framkvæmir þá. Þó Árni hafi sína galla eins og við öll og hafi gerst fingarlangur þarna um árið þá held ég nú að við værum betur stödd ef við hefðum fleiri slíka framkvæmdamenn og færri sem skipa hverju málinu af öðru í nefnd sem svæfir málið þangað til næsti meirihluti tekur við og skipar nýja nefnd sem þarf svo að kynna sér málið upp á nýtt.

Árni er fylginn sér og duglegur við að safna fé til þeirra verka sem hann stendur fyrir en það er ekki samasem merki á milli þess og að misnota almannasjóði. Nú er búið að leggja 30 millur í þetta verkefni sem var stoppað. Það fór í gegnum allan þann feril sem svona verkum er ætlað að fara eftir því sem manni skilst. Þú Jón og síðuhöfundur líka væruð líklegir til að skrifa þær á Árna sem sóun eða misnotkun á almannafé verði verkefnið stöðvað varanlega. Mér finnst frekar sú sóun eiga að skrifast á húsfriðunarnefnd fyrir að sofa á vaktinni.

Landfari, 9.11.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árni Johnsen er skemmtilegur karakter sem gerði bara smá tæknileg mistök.   Það er búið að refsa honum fyrir það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 22:51

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hvað sem segja má um hvern þá er þessi Þorláksbúð agalegt stílbrot þarna á svæðinu. Það sést kannski best á mynd sem birtist á Sunnlenska.is:
http://www.sunnlenska.is/frettir/7576.html

Emil Hannes Valgeirsson, 9.11.2011 kl. 23:37

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gunnar Th.; persónulega er mér ekki í nöp við Árna þótt ég geri athugasemdir við það sem hann hefur gert og velti fyrir mér ástæðum þess.

Ég held að ég hafi ekki verið að ýkja með því að segja að þessi mannvirki hafi verið umdeild, bæði fyrir og eftir að þau voru byggð. Að þau hafi verið byggð og farið hafi verið eftir lögum, þýðir ekki að sátt hafi ríkt um þau.

Hvað varðar rökin um að eftirlíkingar hafi verið gerðar af mannvirkjum í öðrum löndum sem þrífist þar vel, eru þau einmitt líka rök fyrir að við eigum ekki að reyna að apa slíkt eftir. Kaninn gerir þetta t.d  miklu betur en við og ef það er eitthvað sem fólk er að sækjast eftir, fer það vitaskuld til Ameríku. - Sérstæði Íslands, bæði menningar og náttúru,  þarf að varðveita sem best, því eftir því sækist fólk sem heimsækir Ísland og það verður ekki gert með misgóðum líkönum út um allar jarðir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.11.2011 kl. 23:57

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Landfari: Málið er einfalt. Það var ekki farið lögbundið ferli í þessu og hér er í grunninn um lögbrot að ræða. Lestu hvað Viljhjálmur Örn hefur að segja um málið. Hann er virtur fornleifafræðingur.  Telur þú Árna vita betur?

Það er ótrúlegt að lesa mæringar þínar. Þú villt kannski draga fjöður yfir "mistök" þeirra, sem komu landinu í kalda kol af því að þeir eru svo mannlegir eins og við öll hin? 

Hvað sem öðru líður, þá legg ég til að þú kynnir þér málin.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 00:00

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Landfari; Þú segir fátt annað en að hafa eftir þær klisjur sem gjarnan ganga meðal stuðningsmanna Árna.

Hvernig stendur á því að húsfriðunarnefnd getur stoppað málið nú, ef það er eins og þú segir að málið hafi farið í  "gegnum allan þann feril sem svona verkum er ætlað að fara..."?

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2011 kl. 00:02

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í víkingasöfnum á Norðurlöndum er eftirlíkingar af ýmsum munum, stórum og smáum. Jafnvel heilu skipin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2011 kl. 00:03

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég verð nú að talka undir það, Emil. Þetta er fáránlega nálægt kirkjunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2011 kl. 00:04

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er sammála þér Emil Hannes um stílbrotið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2011 kl. 00:05

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Steinar: Þessi grein Vilhjálms segir allt sem segja þarf um upprunaleika þessarar byggingar. Hvet lesendur til að lesa hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2011 kl. 00:13

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er í raun með enn annað blogg um málið í dag hann Fornleifur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 07:53

14 identicon

Þess væri óskandi að Árni smíðaði Örkina hans Árna; Fyllti síðan örkina af 4flokks skepnum og sigldi síðan á brott og kæmi aldrei aftur.

Ég er viss um það að það mun enginn kvarta þó Árni stæli öllu efninu til arkarsmíðarinnar.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 12:56

15 Smámynd: Landfari

Jón, hvað hefur Vilhjálmur Örn að segja um málið?

Þetta er mér nú ekkert sérstakt áhugamál en man ekki betur en fram hefði komið að þetta hefið farið í lögbundið ferli. Kanski var það bara haft efti Árna sjálfum en mér þykir ótúlegt ef það er ekki svo. 

Það sem er mér sérstakt áhugamál er að ekki sé farið svona með opinbert fé. Það er gersamlega óþolandi að aftur og aftur koma upp svona mál þar sem gripið er ínní á síðustu stundu þegar spara hefði mátt milljónir á milljónir ofan með því að gera það fyrr.

Landfari, 10.11.2011 kl. 21:38

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Landfari

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2011 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband