Sjónhverfingameistarinn

Guðrún Ebba er ekki að segja satt um að hún hafi verið gróflega misnotuð af föður sínum Ólafi Skúlasyni biskup, segja  móðir hennar og systkini. - Guðrún Ebba hefur  ekki fram að þessu sótt neinn stuðning til fjölskyldu sinnar og reyndar sagt sig ekki tilheyra henni lengur. Þarna kemur ástæðan. Fjölskyldan trúir henni ekki ekki frekar en kirkjunnar þjónar trúðu í raun þeim ávirðingum sem komu fram á hendur Ólafi áður en Guðrún Ebba leysti frá skjóðunni. -

Fjölskylda Guðrúnar álítur að "duldar minningar" hennar séu brenglaðar og ekki sannleikanum samkvæmar. Hún vill láta rannsaka Guðrúnu og minningar hennar faglega. Það þýðir að hún vill að Guðrún Ebba leiti sér aðstoðar geðlækna og eða sálfræðinga. 

Þessi skjaldborg sem slegin er um Ólaf biskup er óskiljanleg. Það er eins og margt af hans samferðafólki sé í stöðugri afneitun á hvað hann gerði og hvað hann var. - ´Mikill sjónhverfingameistari hefur Ólafur annars verið. Honum tókst það sem fáum hefur tekist, að plata allt fólkið alltaf.


mbl.is Segja lýsingar rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Að Ólafur hafi platað allt fólk alltaf er ekki rétt.  Á áttunda áratugnum sögðu mér konur sem voru nemendur í Réttó um 1970 að þar hafi verið altalað að stelpur mættu aldrei vera einar með þessum kennara sínum.  Þær pössuðu hver upp á aðra sem best þær gátu vegna þess hvað orðrómurinn var sterkur.

  Þetta sögðu konurnar áratugum áður en Sigrún Pálína og fleiri konur komu fram með ásakanir á hendur Ólafi.  

  Um daginn sagði góður vinur minn mér frá því að móðir hans leitaði til Ólafs þegar hún stóð í skilnaði við sinn mann snemma á áttunda áratugnum.  Af þeim fundi kom hún nokkuð brugðið yfir því að Ólafur hefði "reynt við hana" á fundinum með honum.  

  Organisti í Bústaðakirkju hefur sagt frá því er hann gekk inn á Ólaf lausgirtan ofan á grátandi konu í gluggalausri kompu í Bústaðakirkju.

  Svo stigu fram Sigrún Pálína og hver á fætur annarri.  Og loks Guðrún Ebba.

  Þetta getur ekki flokkast undir að Ólafur hafi platað alla alltaf.

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 20:21

2 identicon

Jens, rétt hjá þér varðandi stúlkunar úr Réttó á þessum árum.  Ég á konu sem var nemandi í Réttó á þessum tíma og segir þetta vera rétt !

JR (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 20:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur virðist hafa platað sína nánustu verst. Suma verr en aðra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2011 kl. 22:02

5 identicon

Sá sem lýsti þekkingu sinni í Kastljósi varðandi meinta misnotkunina var 0 til 4 ára á tímabilinu sem hún á að hafa farið fram. 

Auðvitað á magnað minnið og skilningur hans á málefninu á þeim tíma sem óviti að slá út frásögn Sigrúnar Ebbu og þá væntalega allra sem segjast hafa einhverja misjafna reynslu af guðsmanninum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 22:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Fræðin" sem þau eru að vísa í og umbeðin rannsókn byggist á eru ekki vísindi heldur sprottin frá þrýstihópi geranda eða samtökum, sem stofnuð voru af hjónum, sem sökuð voru (líkast til réttilega) af dóttur um misnotkun.

Upp úr þessu spratt hið vafasama FMSF eða False Memory syndrome foundation.

Lestu um þau. Það væri mikið gustukaverk að skella upp eins og einni grein um þetta. Ég tel þig einna færastan hér á blogginu um að taka þetta saman Svanur. Þú gerðir mörgum greiða með því.

Frekari rannsókn er kannski allt í lagi, en það er þá alltaf spurning um það á hvaða bábyljukenningum hún byggist. Mér sýnst markmið kirkjunnar vera tvöfalt ef ekki þrefalt í þessari spunaherferð. Eitt er að sá efa um Guðrúnu og geðheilbrigði hennar, tvö að intimitera fórnarlömbin svo fólk hugsi sig tvisvar um áður en það kærir og í þriðja lagi gera mál af þessu tagi háð afstæðni.

Víst eru til tlfelli rangra saka í þessum efnum og jafnvel galdrafár einhverskonar eins og í Bjugn í Noregi á sínum tíma, en ekkert af slíkum málum hefur verið tengt fölskum minningum og eru alls óskyld að upplagi frá þessu máli, enda hefur hið rétta oftast komið í ljós. Ekkert skjalfest tilfelli er til í dómsögunni um FMS, enda er það fabúla.

Formaður FMSF var látinn segja af sér vegna viðtals við Hollenskt Pedófílíublað, þar sem hann sagði barnagrirnd Guði þóknanlega og að flest fórnarömbin nytu þessa. Hann hvatti svo þetta fólk til að berjast fyrir "rétti" sínum til samræðis við börn. Þetta má finna í yfirborðslegri leit á netinu og vafalaust er fleira miður gott.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 23:23

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er góð hugmynd Jón Steinar. Gervivísindin í kring um FMSF eru það ómerkileg að vert er að setja eitthvað saman um þau, sérstaklega ef á að reyna í alvöru að heimfæra þau upp á GEÓ.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 00:02

8 identicon

Hvernig væri nú að fólk færi að anda aðeins með nefinu, og HUGSA áður en það skrifar.

Jafnvel þegar þetta er komið fram(tek fram að lýsingar hennar gætu verið sannar), þá eru menn ennþá að reyna ALLT sem þeir geta án nokkurrar tengingar við dómgreind eða staðreyndir.

Þessi "vísindi" eru nú nokkuð viðurkennd fræði, en geta að sjálfsögðu verið vafasöm. Samt ótrúlegt og veldur manni heilabrotum, hvernig fólk getur gjörsamlega slegið þetta út, þegar atvikin eru skoðuð.

Guðmundur Georgsson,

Systir hennar var nú einungis 2 árum yngri, og mamma hennar var nú á staðnum. Hann var líklega að lýsa sinni reynslu af heimilisaðstæðum(engu meiru en það), sem voru FULLKOMLEGA í andstöðu við lýsingu Guðrúnar.

Ég er ekki að segja að ég viti sannleikann í þessu máli, enda er þetta fjölskyldumál. Maður gæti s.s. týnt til fleiri atriði o.s.frv. Málið snýst bara ekki um það.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 00:27

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hinrik, þú ætlar ekki að segja mér að þú teljir að ef Ólafur Skúlason sé sekur þá hefði hann stundað afbrot sín fyrir opnum tjöldum á heimilinu?  Auðvitað varð þetta fólk ekki vart við neitt. Hverskonar röksemdafærsla er þetta eiginlega?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 02:05

10 identicon

Jón,

Það skuggalega er að ég held að þú trúir því sjálfur að ég sé að fara fram á það.....

Það sem ég er að segja er að ef hann hafi teymt hana inn á "einkasalerni" sitt(sem var eftir allt saman gestasalernið) aftur og aftur, þá gæti verið að einhver hafi tekið eftir því. Sér í lagi núna þegar hún segir frá þessu. Þá hafi allavega eldri systir hans eða móðir tekið eftir því. Einnig var að hann að vitna í algjörlega ólíka sýn á því hvernig Guðrún sá fjölskyldulífið, þá ekki bara sem barn, heldur unglingur og ung kona.

Ég þekki þessa fjöldskyldu ekki neitt, og auðvitað kemur þetta mér ekkert við. Hins vegar skyldist mér á Guðrúnu að fjölskyldan styddi hana þegar hún kom fram með ásakanirnar.

Fæst orð bera líklega minnstu ábyrgð í þessum efnum.

Samt hefur maður hugsað til hvað þau hafa lítið tjáð sig um þetta, en kannski hefur eitthvað í bókinni látið þau vera fullviss um að þetta sé eitthvað málum blandið.

Kannski málið sé fjöldinn sem þetta gerðist. Ég er ekki að segja að það geri brotið minna, en maður gat alveg ímyndað sér að hún var að lýsa hundruðum brota, en ekki nokkrum.

Kannski fékk hún þessar falskar minningar eftir endalausar sögur( og gróusögur) um föður sinn, og síðan eitthvað áfall ofan á það.

Eini aðilinn sem gat í sjálfu sér leyft sér að efast um að þetta væri satt, var fjölskylda Guðrúnar. Hvort að þetta sé hennar leið til að nálgast Guðrúnu, eða til að skilja hana betur, eða til að hún greini t.d. betur frá meintum brotum, veit ég ekki.

Merkilegt samt hvað menn hafa notað þetta mál til að berja á krikjunni. Sú hlið málsins er mjög dökk, en náttúrulega bera ákv. fjölmiðlar stóra ábyrgð þar. Maður skilur það svo sem.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 02:33

11 identicon

Ólafur kærði á sínum tíma þær konur sem báru hann sakir fyrir að þær væru upplognar.  Lögreglan rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að lögsækja þær.  Ólafur var á lífi þegar rannsóknin fór fram og niðurstaðan lá fyrir.  Ætli Hinrik hafi vitræna skýringu á því að yfirvöld tóku undir málstað kvennanna, og töldu ekki ástæðu til að taka kæru Ólafs til greina..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 11:56

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ólafur kærir konurnar fyrir að gera sér upp sakir. Lögreglan fann engar sannanir fyrir því að konurnar hafi verið að ljúga og lætur málið niður falla. - Til hvers bendir það?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 12:11

13 identicon

Guðmundur,

Ég geri mér grein fyrir því að þú gætir verið að grínast, en ég ætla samt að svara þér.

Nei, bíddu ég nenni því ekki.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:11

14 identicon

Svanur,

Jæja, stundum veit maður ekki hvort að þú sért að búa til eitthvað leikrit eða ert alvara??

Hvernig væri að þú myndir fara svara einhverjum spurningum, frekar en að setja þig í hásæti?

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:13

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hinrik: Hvaða spurningum viltu að ég svari?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 12:26

16 identicon

Hinrik.  Ég geri mér fullkomlega grein fyrir hvers vegna þú treystir þér ekki til að svara með VITRÆNUM hætti.  Dugar að lesa það sem þú ert búin að reyna að halda fram hingað til.

Var ekki Steingrímur Njálsson líka saklaus af öllu misjöfnu eins og hann fullyrti?

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:38

17 identicon

NB!
Fræðasamfélagið viðurkennir ekki þessa kenningu um duldar minningar.

Sjá:

Falskar játningar falskar minningar
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=412879
False memory syndrome
http://en.wikipedia.org/wiki/False_memory_syndrome

'We can implant entirely false memories'
http://www.guardian.co.uk/science/2003/dec/04/science.research1

false memory
http://www.skepdic.com/falsememory.html

Creating False Memories
http://faculty.washington.edu/eloftus/Articles/sciam.htm
http://faculty.washington.edu/eloftus/

Research finds repressed memories don't exist
http://www.abc.net.au/news/2010-09-06/research-finds-repressed-memories-dont-exist/2250138?section=world

Jónsi (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 14:11

18 identicon

Svanur,

Það er bara einhvern veginn allt....

Guðmundur,

Nú vorkenni ég þér.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 14:58

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvers vegna kallar þú þetta "duldar" minningar Jónsi? Áttu ekki við "falskar minningar"?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 15:00

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hinrik; Það er of umfangsmikið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 15:03

21 identicon

Hinrik.  Það er varla hægt að segja að þú ríðir feitum hesti frá þessum greindarlegum innleggjum þínum, þar sem þú ert fullkomlega málefnalega gjalþrota. 

Megum við ekki fá meira...???  

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 17:09

22 identicon

Haltu áfram haltu áfram, þér gengur vel....!!

Þetta er spurning að vita hvernig maður er búinn að drulla upp á bak......þurkkaðu þig.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 18:00

23 identicon

Hinrik talandi um einhvern sem er búinn að drulla upp á bak.  Ertu búinn að útskýra kenninguna þína fyrir Pétri Tyrfingssyni formanni Sálfræðingafélags Íslands sem gjörsamlega jarðar málflutning manna eins og þín..???  Það er ekkert til sem heitir falskar minningar sem vakna upp hjá fólki, heldur er til fyrirbæri sem byggist á að sérfræðingar í sálfræði framkalla og höfðu reynt í henni USA þar sem þeir mötuðu viðkomandi á því sem síðan varð að einhverju sem heitir falskar minningar.  Það er bannað með lögum í dag þar eins og hér.  Með þessum barnalega og fráránlega málflutningi þíns og svipaðra mannvitsbrekkna væruð þið að ásaka meðferðaaðilum og sálfræðing Guðrúnar Ebbu um að brjóta lög og fageið með að hafa plantað þessum "minningum" í hana.  Ekki væri hægt að sitja þegjandi undir slíku sagði Pétur, en að vísu væri engin hér á landi sem kynni til verka í þeim efnum. 

Það er þetta með að þerra á sér botninn og skýrðu út STÓRA SAMSÆRIÐ gegn Ólafi, þar sem þekking þín er svona umfangsmikil.  Kæmi mér ekki á óvart að þú viðurkenndir ekki að helförin hafi átt sér stað og trúir því að árásin á tvíburaturnana var verk Bandaríkjamanna sjálfra.  Og koma svo ....

PS.  Annars þá vil ég þakka þér sérstaklega greindarleg skrifin.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 19:26

24 identicon

Vá,

Jæja, þú ert þó byrjaður að segja eitthvað.

Jæja, ég missti trú á þér eftir næstu síðustu málsgreinina. Sorry, karlinn...;-)

Ég hlustaði einmitt á viðtal við Pétur á Rás 2. Ef þú hlustaðir á það, þá heyrðirðu eitthvað allt annað en ég. Síðan var líka viðtal í Kastljósi.

Þetta sem þú segir síðan um þetta mál, er einhvern veginn svo á skjön við allt saman, að mann setur hljóðan.

Það sem þarf fyrst eru meintar bældar minningar. NB, fólk almennt gleymir ekki svona hlutum, sér í lagi ekki eins og frásögn hennar er. Hún varð fyrir áfalli. Líklega mörgum. Þrír fjölskyldumeðlimir kannast engan veginn við hennar lýsingar, eftir að hafa látið hana njóta vafans til að byrja með.

Allt málið frá upphafi til enda hefur verið mjög undarlegt, svo ekki sé meira sagt.

Hún fór í sálfræðimeðferð.

Síðan er hægt að taka til atriði eins og hópþrýsting og fleira í þeim dúr, sem óneitanlega spilar stóra rullu hérna, ef mann hafa einhverja tilfinningu fyrir þeim hlutum.

Eins og sálfræðingarnir sögðu þá er erfitt að tala um þetta mál. Aftur á móti eru ástæður fyrir því að þessar "gröfnu minningar" séu dregnar í efa. Það segir okkur það, að þeir eru ekki tilbúnir til að segja að þetta séu ekki tilbúnar "bældar minningar".

Í sjálfu sér væri mjög auðvelt hjá sálfræðingum að koma með mat á því hvort hún sé að segja satt. Þeir bara geta það ekki, vegna eðli málsins, og skilur maður það mjög vel.

Þegar maður les sögu hennar, þá verður ekki komist hjá því að þessi saga er ákaflega hrásoðin.

Ég er ekki að segja að ég veit hvað gerðist. Allt málið hefur hins vegar verið stórfurðurlegt, og ekki verður það minna furðulegra við þetta.....

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:34

25 identicon

Maður veltir t.d. ferlinu í þessu máli.

Hún fer á fund kirkjuráðs, og biður um áheyrn. Hvernig má það vera að kirkjuráð eigi að gera eitthvað í hennar máli sem gerðist fyrir 40 árum. Ég er ekkert að ásaka, en maður spyr sig.

Það er eins og hún hafi verið að leita að einhverju "verkfæri" til að gera sögur sýnar raunverulegri. Hvaða þörf er það, sem að fær hana til að varpa málinu til biskups, sem hún þó veit að hafði aldrei neitt með mál Ólafs að gera.

Hvað með þessa kanadaferð, þar sem faðir hennar á að hafa ráðist að henni. Þetta kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum, auk þess sem sagan er einkar ótrúverðug. Síðan náttúrulega hinar ótrúlegu mótsagnir varðandi brotamanninn.

Það er bara svo margt sem stenst ekki hérna.

Síðan er það náttúrulega þáttur ákv. fjölmiðla, sem hefur verið sorglegur.

Komum nú úr skotgröfunum.

Ég er ekki hérna til að vera í venjulega drullukastinu. Þið getið gert það annars staðar.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 22:03

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hinrik: Hvað fær þig til að halda að það sé hægt að taka afstöðu til þessara smáatriða eins og þú lýsir þeim? Þú getur aðeins sagt þína skoðun.  Ertu viss um að þú hafir allar upplýsingar á hreinu? -Þú ert löngu búinn að koma því á framfæri að þér finnist Guðrún Ebba ekki trúverðug. Ég er á öndverðri skoðun. - Ég er hinsvegar ekki tilbúinn að rökræða mál hennar hér ofaní kjölinn eða deila um smáatriði.-

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 22:31

27 identicon

Svanur,

Ég get ekkert fullyrt, aftur á móti spyr maður sig ýmissa spurninga.

Samt sérstakt að fólk sem var tilbúið að úthrópa kirkjuna, biskup, og jafnvel trúnna sem slíka; gjörsamlega missti sig á hátt, sem er nánast ófyrirgefanlegur, er allt í einu núna, með rosalega lítinn áhuga á málinu, og má illa tala um þetta.

...kannski það sé farið að fatta að holann er farin að hrynja ofan á það?

Ég er ekkert að álasa þér sértsaklega, heldur mörgum öðrum.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 00:12

28 identicon

Skoðaði þetta mál aðeins betur.

Bókin sem var hennar leiðarljós í batanum hjá sér var "Courage to heal", sem er sjálfshjálparbók, og hefur verið gagnrýnd mjög mikið, vegna mjög hæpinna aðferða, svo ekki sé meira sagt.

Inn í þetta spilar síðan ótrúleg "pólitísk" slagsíða, t.d. varðandi kynferðisbrotamál almennt séð. Það má einhvern veginn allt, vegna þess að samfélagið er að reyna höndla kynferðisbrotamál.

Lygi, algjör dómgreindabrestur, sögusmettur, falsanir, hagræðing á sannleikanum o.s.frv. Þarna helgar meðalið tilganginn algjörlega.

Núna áðan var ég að hlusta á talsmann Stígamóta, og hún heldur áfram sama söngnum. Er einhver möguleiki að Guðrún Ebba hafi einfaldlega verið notuð í þessari baráttu. Það er vitað að tilhneigingin í þessum málum er að stórlega ýkja þau. Ég held að allir geti verið sammála um það.

Þetta er viðkvæm umræða, og má ekki bitna á fórnarlömbum kynferðisofbeldis.

Ég held reyndar að þessir fjölmiðlar sem reyna að gera lítið úr málflutningi fjölskyldu Guðrúnar, og hennar sýn á málið, séu að þessi til að lágmarka skaðann, sem þeir hafa almennt valdið fólki sem situr uppi með svona mál. Það er engin réttlæting, en fjölmðlar landsins eru helsjúkir, og eiga erfitt með að vinda vitleysuna ofan af sér.

Enn og aftur tek ég fram að ég slæ ekki sögu Guðrúnar útaf borðinu, en gloppurnar og allt sem komið hefur fram, er æpandi.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 18:44

29 identicon

Merkilegt að Guðmundur Gunnars, hafi látið sig hverfa. Ég var nú bara að djóka þegar ég sagði drulla upp á bak, en kannski var þetta bara rétt hjá mér....ja hérna.

Hinrik G. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband