Harðsnúna Hanna á móti linum Bjarna Ben

Það er ljóst að harka er þegar hlaupin í framboðsmálin fyrir landsfund hjá Sjálfstæðisflokknum. Það hentar Harðsnúnu Hönnu vel því hún kann að rífa kjaft og hefur sína baráttu fyrir formanns sætinu formlega, með því að efna til funda með sjálfstæðisfólki út á landi.

Bjarni beitir hins vegar fyrir sig þingmönnum flokksins eins og settlegur og gamaldags nöldur-pólitíkus og fékk meiri hluta þeirra til að lýsa yfir stuðningi við sig. - 

Í framhaldi ríður á vaðið hinn tryggi flokksklár Tryggvi Þór (mikið af Þórum sem koma úr Valhöll)  sem segist ekki sjá neinn tilgang með að láta kjósa um formann í Sjálfstæðisflokknum. Hann skilur ekki hvað Hanna Birna er að vilja upp á borð. Sjálfur hefur hann lært að draga vagninn, auðmjúkur og viljugur,  þar sem bísperrtur foringinn heldur um tauminn með vinstri hendi og með flokkseigenda-svipuna í þeirri hægri.

Einhverjir búast við  miklu fjaðrafoki á Landsfundinum en fleiri spá því að Bjarni og stuðningsmenn hans muni, eins og í mörgum öðrum málum, lyppast niður með skottið á milli fótanna, þegar þeir sjá að þeir eiga við ofurefli að etja. - Bjarni Ben mun hætta í pólitík og síðan reynir á stóru orðin hjá harðsnúnu Hönnu um að hún geti unnið kosningar, þrátt fyrir að hafa tapað þeim fram að þessu.


mbl.is Sér engan tilgang með framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Bjarni Vafningur og fyrrverandi stjórnarformaður gjaldþrota fyrirtækjana, N1 og BNT, skortir trúverðugleika. Þessvegna held ég Hanna Birna vinni þetta.

Það skemmir líka fyrir Bjarna að Tryggvi Þór hefur lýst yfir stuðningi við hann. Ef Bjarni hefði verið sniðugur, þá hefði hann borgað Tryggva smá aur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu.

Guðmundur Pétursson, 6.11.2011 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband