Guðfaðirinn brosir

Guðfaðirinn og patríarkinn Björn Bjarnason ætlar ekki, frekar en aðrir slyngir guðfeður í svipaðri stöðu hafa gert, að gefa upp opinberlega afstöðu sína til þess hver eigi að leiða flokkinn hans eftir næsta landsfund.

Hann veit að þeir sem þurfa að vita hver hún er, vita hana nú þegar og hafa vitað hana um langt skeið. Og Það eru aðeins hinir innvígðu.

Hanna Birna hefur heimsótt  hann og kysst hönd hans svo undurlétt og veit ekki betur en að hún njóti verndar hans.

Hvernig dettur annars blaðasnápum í hug að spyrja svona?

Allir vita að svona mál er unnið fyrir luktum tjöldum þar sem ákveðið er hverjum verður gert tilboð sem hann getur ekki hafnað og hverjum ekki.

En vei þér Bjarni Ben fyrir að hafa gengið á móti vilja Guðföðurins.


mbl.is Björn gefur ekki upp afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er eiginlega í gangi ... af hverju spyr mbl. ekki sjálfan Don DO?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 02:17

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er skrekkur í fjölmiðlamönnum. og lítið talað um skoðanakannanir!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.11.2011 kl. 10:49

3 Smámynd: corvus corax

Ég mundi nú frekar kalla þessa grettu mannaskítsglott heldur en bros.

corvus corax, 4.11.2011 kl. 12:28

4 identicon

Það virðist falla vel að ósmekk Sjálfstæðisfólks að hafa hrokafullan og óaðlaðandi einstakling í stóli formanns...það hefur jú gerst áður...

Marlon Brando (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband