Dýrlingur eða drusla

Ef að taka á fréttina bókstaflega búast framleiðendur þessarar nýju útgáfu af Ofurstirninu Jesú Kristi við meiriháttar kraftaverki því "myndin á að koma út árið 2104 og er stefnan hjá framleiðendum að halda einnig tónleika svo að söngkonan geti flutt lög myndarinnar."

En er það virkilega svo að almenningur álíti að María Magdalena hafi verið vændiskona?  Kannski mál að rifja upp í þessu sambandi þessa færslu mína um Maríu Magdalenu og stöðu hennar í Kristindóminum.


mbl.is Nicole Scherzinger leikur vændiskonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nicole verður alveg án ef orðin illilega drusluleg eftir alla biðina, en aldrei hefur María Magdalena verið nein drusla í mínum huga.

Mér brá dálítið illa við þessa útlistun á henni í fréttinni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvergi stendur að María Magdalena, sem persóna í þessari sögu, sé eða hafi verið gleðikona. Byggir svo ekki mýtan á því að hún hafi verið hin bersynduga í sögunni, sem ekki er vitað til að hafi verið í guðspjöllunum fyrr en hún dúkkaði upp í handritum á 8.-10. öld?

Svo trúir fólk þessu eins og nýju neti og öppdeitar trú sína eftir túlkunum og viðbótum jafn óðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband