Herfanginu skipt

Líbíumenn fagna nú, flestir hverjir, dauða Gaddafis og að hann er loks kominn undir græna torfu (eða gulan sand). Þjóðarleiðtogar NATO ríkjanna eru einnig kampakátir og eiga það sameiginlegt með leiðtogum Íran að fagna sigri hinna fjölmörgu sundurleitu flokka og ættbálka sem tóku sig saman um hríð til að sigrast á Gaddafi og liðsmönnum hans. -

Allir sem til þekkja vita að eftirleikurinn í Líbíu verður ekki auðveldur og e.t.v. blóðugri og langvinnari en þetta svo kallaða "frelsisstríð" sem lauk að mestu með dauða Gaddafis. -  Eins og þessi frétt drepur á, eru allar fylkingar í landinu orðnar afar vel vopnum búnarr eftir að hafa tæmt vopnabúr hers Gaddafis í herferðum sínum. - Við taka nú átök og erjur um völdin í landinu og skiptingu á olíulindum og öðrum auðlindum, þess rétt eins og gerst hefur í Írak og Afganistan. 

Bráðabirgðastjórn landsins sem eflaust á eftir að sitja í drjúgan tíma í skjóli verndara sinna, þ.e. NATO ríkjanna, situr í tómarúmi og verður að byggja upp nýtt stjórnkerfi frá grunni í landinu.  - NATO ríkin bíða í ofvæni eftir verðlaunum sínum, þ.e. aðgang að auðugustu olíulindum Afríku sem þegar best lét, lögðu til 2% af daglegri olíuframleiðslu heimsins.

Ítalir, Frakkar, Bretar og USA munu skipta þessu herfangi á milli sín eins og gert er ráð fyrir í samkomulagi þeirra á milli áður en NATO hóf árásirnar á Líbíu.


mbl.is Vopn á víð og dreif í Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vandlifað í þessum heimi. Áður en Gaddaffi var steypt af stóli þá var hann í rassvasanum á "vesturveldunum".

Hvað breytist þegar hann fer í burtu, allavega ekki þessar vangaveltur margra um að næsta stjórn verði líka í rassvasanum á "vesturveldunum". Þetta er orðið solidið þreytt....;-)

Hinrik (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband