Blásið í falska herlúðra

johanna_sigur_ardottir_flugfreyjaAð lesa setningarræðu Jóhönnu er eins og að hverfa 40 ár aftur í tímann, þegar Jóhanna var ung og fólk trúði enn að pólitík og stjórnmálaflokkar gætu látið eitthvað gott af sér leiða. - Þegar fólk hélt enn að einhver einn sterkur leiðtogi gæti hrundið í framkvæmd mikilvægum framfaramálum, að einn sterkur kall sem hefði yfirgripsmikla og sanna sýn á öll mál gæti leitt þjóðina fram á veg. - Það voru sannarlega tímar fyrir manneskju eins og Jóhönnu. -

Hún blæs nú í þessa afdönkuðu herlúðra af miklu krafti og vonar að falskur ómurinn vari fram að kosningum. Loforðin um að bráðum komi betri tíð með blóm í haga, eru gamalkunnug og jafn fölsk og áður.  En viti menn!  Stór hluti þjóðarinnar er greinilega á einhverju krónísku fortíðar trippi, því margir mættu á fundinn og klöppuðu Jóhönnu lof í lófa.

Þeir sem ekki mættu og eru eflaust miklu fleiri  þessa dagana,  sem segjast vera á móti Jóhönnu og vilja endilega að í stað hennar komist aftur til valda þau kynjadýr sem drulluðu því í flórinn sem Jóhanna og co, segjast vera að moka. - Þeir eru sannfærðir um að ef þú gerir alltaf nákvæmlega eins og áður, breytist hlutirnir samt. - Hvað er það sem bindur svona stóran hluta þjóðarinnar við á trú að hefðbundin flokkapólitík sé eina skipulagið sem stjórnað geti þessu landi?  Og hvenær ætlar almenningur að rísa upp og hafna þátttöku í þessum endalausa skrípaleik?


mbl.is Ná atvinnuleysi niður í 4-5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegast fannst mér tal hennar um jöfnuðinn. Ég fattaði loks hvað það þýðir í hennar huga. Í ræðunni telur hún vanda okkar liggja í velmegun. Hún telur meira að segja geðsjúkdóma, vímuefnaneyslu, vannæringu og glæpahneigð sem einkenni velmegunnar, þótt í mínum skólabókum hafi það alltaf verið einkenni fátækra samfélaga. En hvað með það. Ef henni sýnist svart eiga að vera hvítt, þá er það bara svo, punktur.

Örbyrgð fyrir alla erdraumurinn. Útrýming hinnar skelfilegu velmegunnarsem hefur plagað okkur þessar hræður hér á norðurhjara í heil 30 ár.  

Atvinnuleysi hefur farið minnkandi í réttu hlutfalli við landflótta útlends vinnuafls, svo ekki sé minnst á norðurlandafarana okkar. Kannski verður henni að ósk sinni með 4% atvinnuleysi með sama áframhaldi, en það verður ekki atvinnuuppbyggingu að þakka, svo mikið er ljóst.

Ég hef enn ekki séð hana delera jafn kyrfilega og þarna. Það stóð ekki steinn yfir steini, en samt var henni drekkt í lófataki og fagnaðarlátum.

Hún segir jafnframt t.d. að hún hafi verið kjörin til þess að koma okkur í ESB, hvað sem tautar og raular og það ætli hún að klára, hvað sem hver segir. Það er gott að geta treyst á skammtímaminni Íslendinga. Hér var aldrei talað um ESB í aðdraganda kosninga. Það var aldrei oddamál. Hér var upplausn og hrun, sem samfylkingin á jafn mikið í og aðrir hrunflokkar. Það ástand misnotaði hún sér og sínum til framdráttar. Þetta var hreint valdarán byggt á lygum.  Svo talar hún að helstu erfiðleikarnir hafi verið erfiður forseti og erfið stjórnarandstaða. Hún reiknaði væntanlega með fríu spili. Einræði kannski?

Það er svo kyrfilega flotið yfir barma nú. Þetta er eins og óráðsdraumur að verða vitni að þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 02:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samfylkingin situr í ríkisstjórn í boði VG, það voru VG sem gátu státað af góðum árangri í síðustu kosningum, ekki Samfylkingin.

VG hafði skýra stefnu gegn ESB aðild .... fyrir síðustu kosningar, en aumingjaskapur formanns þeirra og hans helstu fylgifiska varð til þess að Jóhönnu tókst að véla umsóknina í gegnum Alþingi, fram hjá þjóðinni.

Ef eitthvað er hægt að tengja síðustu kosningar við hugsanlega aðildarumsókn, sem reyndar er ansi langsótt, þá er sú tenging á þann veg að þjóðin hafi ekki viljað fara þá leið.

Sá eini flokkur sem þá hafði skýra stefnu gegn aðild, hlaut stæðstann sigurinn. Aðrir flokkar, sem ýmist vildu aðild eða voru tvístýgandi, héldu með naumindum sínu fylgi eða töpuðu.

Nú er staðan þannig að einungis einn flokkur er eftir sem vill ESB aðild, aðrir eru á móti. Þessi eini flokkur fékk um 30% fylgi í síðustu kosningum. Í skoðanakönnunum nú mælist hann einungis með rúmlega fjórðungs fylgi kjósenda.

Jóhanna Sigurðardóttir er því ekki í umboði þjóðarinnar og tæplega sinna flokksfélaga. Hún starfar fyrst og fremst í umboði Vinstri grænna!

Gunnar Heiðarsson, 22.10.2011 kl. 11:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta minnir óneitanlega á síðustu vikur austurþýska kommúnistaflokksins.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.10.2011 kl. 15:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég gleymi aldrei að boðað var til blysfarar að heimili Jóhönnu til að hvetja hana til að taka við forystu, en hún hafði látið ólíkindalega og látið ganga á eftir sér með þetta.

Fyrrverandi formaður hafði verið púaður niður og svældur burt fyrir þótta sinn og þátt í hruninu, þar sem hún meðal annars stakk mikilvægum upplýsingum undir stól og hunsaði hættumerkin með dyggri aðstoð núverandi utanríkisráðherra.

Einn maður mætti loks í blysförina, en það var sá sem skipulagði viðburðinn, sem auglýstur var í öllum blöðum. Undir þessum gífurlega þrýstingi og afgerandi traustsyfirlýsingu varð Jóhanna aðbeygja sig og láta til leiðast. 

Hún ein, ásamt hrunráðherranum sækir það hart að ganga í ESB, sama þótt forsendur og eðli bandalagsins hafi breyst og það jaðri við sjálfsmorð að koma nálægt því. 

Ranghugmyndir hennar um eigið ágæti og delerandi þráhyggja, sem leyfir henni ekki að vera mannlegri og játa að hún geti haft rangt fyrir sér, er ekkert annað en skólabókarskilgreining á alvarlegum geðbresti.

Það að hún hafi svo beðið fundarmenn að standa upp og klappa fyrir hrunformanninum og styrkjasukkurum, sem voru látni hætta, segir manni enn frekar að hún er ekki í neinu jarðsambandi.

Kannski er hún í losti yfir þessu lestarslysi, sem stjórnartíð hennar hefur verið. Það er allavega eitthvað stórkostlega galið í gangi á þessum bæ.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 18:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þess má geta að enginn í Samfylkingarpressunni hefur þorað að fjalla um eða birta þessa ræðu. Um hana ríkir þrúgandi þögn og líklega eilítill aulahrollur.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband