Skrökvar til um aldurinn

Það er svo sem ekkert nýmæli að konur segi ekki rétt til aldurs. Margir telja það meira að segja ókurteisi að spyrja konur um aldur sinn. Margar skemmtilegar ýkjusögur hefur maður heyrt í gegnum tíðina af konum sem drjúgar með sig segja sig miklu yngri en þær eru og halda að þær komist upp með það. Stundum verða þær að aðhlátursefni fjölmiðla fyrir koddafésin sín og bótox frostið í andlitinu. -

Það er sem sagt ekki óalgengt að það beri dálítið á milli þess sem konur segja um aldur sinn og þess sem fæðingarvottorðið segir.

Heimsmetið í þessu á vafalaust þessi kona í Viet Nam sem segist svera 26 ára gömul en lítur út fyrir að vera 66 ára.  Ekki nóg með að sjúkdómurinn sem Nguyen Thi Phuong segist þjást af,  hafi elt á henni andlitið, heldir hefur hann einnig breitt í henni tönnunum, gert hárrót hennar gráa og gefið henni sígandi handleggsvöðva og alla líkamsburði konu sem komin er af besta aldri. -

Fréttin er augljós gabb-frétt. Fjölmiðlar í Kína og Indlandi eru fullir qaf slíkum furðufréttum og erfitt að átta sig á hvers vegna ein og ein  nær stundum að slá í gegn í vestrænum fjölmiðlum. Greinilegt að Viet Nam vill ekki vera eftirbátar hinna landanna.

Hér er frétt sjónvarpssins í Viet Nam um Nguyen Thi Phuong

 


mbl.is Eltist um hálfa öld á nokkrum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já, Svanur ég er hræddur um að þetta sé rétt hjá þér, ég tók einmitt eftir þessu sama og þú. Vonandi er þetta gabb, það er ekki gaman að eiga þetta yfir höfði sér!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.10.2011 kl. 14:49

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju segirðu: ,,Fjölmiðlar í Kína og Indlandi eru fullir qaf slíkum furðufréttum".

Ekki það að ég dragi það beinlínis í efa að svo sé en er þetta bara sem sagt staðreynd? Að mikið af gabbfréttum er í Kína og Indlandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 09:36

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar; Þetta er einhver lenska í Kína og á Indlandi að blöðin þar eru með daglegar furðufréttir oftast af "landsbyggðinni" þar sem erfitt er að ganga úr skugga um sannleiksgildi fréttanna. Sumar fréttirnar birtast meira að segja aftur og aftur með nokkru millibili, örlítið breyttar. Ýkjufréttir af gömlu fólki sem eignast börn, fólki sem lifir af að lenda undir valtara,  fólki sem lifir á engu nema loftinu eða hefur ekki haft hægðir í 30 ár. Hér eru nokkrar sögur frá Kína.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.10.2011 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband