Þegar hornsteinninn molnar

Ekkert fer hraðar en ljósið. Rétt? Á því byggist mesta vísindalega kenning allra tíma, hin almenna afstæðiskennig  Einsteins,  sem er hornsteinn eðlisfræðinnar. - Kenningin er í flestra hugum ekki aðeins kenning, heldur staðreynd og hefur átt stóran þátt í styrkja vísindahyggju í heiminum þar sem höfundur hennar, Albert Einstein,  er að sjálfsögðu eitt helsta helsta átrúnaðargoðið.

Hún er fastinn sem skilur að raunveruleika efnisheimsins og fjörugs ímyndunarafls mannahugans. Vegna hennar er það t.d. talið ólíklegt að hægt sé að ferðast fram eða aftur í tíma eins og margar vinsælar vísindaskáldsögur gera ráð fyrir.

Afstæðiskenningin er líka oft tekin sem dæmi um hvernig fegurð og einfaldleiki koma saman í vísindunum svo úr verður meistaraverk. Jafnan sjálf er sögð ekki síðra listaverk en þau sem öllu jöfnu hafa aðeins fagurfræðileg gildi, eins og t.d. Móna Lisa.

Þess vegna mega fáir vísindamenn til þess hugsa að hún geti verið röng. -  Það mundi kollvarpa svo mörgum öðrum kenningum í eðlisfræðinni og breyta heimsmyndinni algjörlega.

Þess vegna er nú beðið eftir því í mikilli eftirvæntingu, að tilraun vísindamanna við CERN-öreindahraðalinn í Sviss, þar sem þeir sendu fiseindir frá einum stað í annan, á meiri hraða en ljóshraða,  verði endurtekinn af öðrum vísindamönnum, við aðrar aðstæður.

Fréttin  um þessar óvæntu niðurstöður CERN manna, vöktu vissulega heimsathygli á dögunum, og fjöldi þekktra vísindamanna lýstu í kjölfar hennar yfir efasemdum sínum um að mælingar þeirra gætu verið réttar.

En eftir á setti menn hljóða. Það tekur tíma að melta slík tíðindi. Mörgum er eflaust hugsað til allra hinna vísindalegu kenninganna sem vísindin sjálf hafa afsannað í gegnum tíðina og féllu fljótlega undir yfirborð þess sem talist getur nálgun við sannleikann. En einmitt sú lýsing á betur við vísindalegar kenningar frekar en að þær opinberi sannleikann sjálfan.

Ef að niðurstöður CERN manna reynast réttar, verða fyrstu viðbrögð eflaust að reyna að stoppa eitthvað upp í afstæðiskenninguna þótt það kunni að reynast erfitt, vegna þess hve einföld hún er. Takist það ekki hefst ferlið við að endurskoða allar þær kenningar sem byggja á afstæðiskenningunni. -

Endurskoða þarf t.d stóra hvells kenninguna frá upphafi sem er reyndar þegar svo götótt að í henni  stendur varla steinn yfir steini. Til að hún gangi upp þarf að finna svarta efnið, svörtu orkuna og svarta flæðið, allt hugartök vísindamanna sem þeir hafa búð til í þeim tilgangi að útskýra ýmis heimsfræðileg fyrirbrigði sem þeir í raun skilja ekki. Fram að þessu hafa vísindamenn ekki einu sinni tekist að koma með líklega tilgátu um hvað eða hvernig þessi efni og kraftar eru samsettir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nákvæmlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Skynsamleg útskýring og án allra öfga hjá þér Svanur. Er ekki heldur betur pressa á þessum vísindamönnum sem fengu að byggja CERN hraðalinn fyrir of fjár að koma með eitthvað nýtt ?Getur þetta brotabrotabrotabrot úr sekundu sem munar á hraða fiseindanna og hraða ljóssins réttlætt þessa tilraun og nægt  til að kollvarpa stórasannleik Einsteins ?

Sigurður Ingólfsson, 14.10.2011 kl. 13:20

3 Smámynd: Snorri Hansson

Síðast þegar ég vissi var óvissa um návæmni mælinga í hraðlinum. Kenningar eru alltaf í endurskoðun og þótt hraðinn 300.000 km á sec. sé örlítið of hægur breytir það varla frábæri kenningu. Það verður frekar um uppfærslu að ræða.

Snorri Hansson, 14.10.2011 kl. 15:09

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Tvær nanó-sekúndur er ekki langur tími Sigurður, svona miðað við flest, en vel mælanlegur samt. - Þessi uppgötvun var reyndar gerð fyrir tilviljun enda þótt það kunni vel að vera að CERN menn lengi eftir að senda eitthvað bitastætt frá sér.

Snorri; Það var ekki verið að kvarta undan ónákvæmni. Ljósið mældist alveg á sama hraða og venjulega, fiseindirnar fóru bara hraðar. Nú þarf að staðfesta þessa niðurstöður. - Já það verður örugglega reynt að bjarga því sem bjargað verður úr jöfnu Einsteins ef það sannast að fiseindir fara hraðar en ljósið. En kannski er þetta aðeins upphafið á að sú kenning liðast í sundur, rétt eins og Stóra hvells-útþennslu kenningin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.10.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband