Upplýsingaskömmtun í anda Kína

Þetta er Bretum líkt. Að banna auglýsingu sem kemur illa við kaunið á breskum og bandarískum stjórnvöldum og bendir á skammarlega frammistöðu þeirra í Afríkulöndum þar sem milljónir svelta heilu hungri þessa dagana. Að bera því fyrir sig að auglýsing Bono og félaga sé of pólitísk er fáránlegt. Það er aðeins verið að tryggja að sjónarmið stjórnvalda ein heyrist. 

Fáu efni er helgaður jafn mikill tími og pólitík  í ríkissjóvarpinu þeirra BBC. Þeir sjónvarpa að sjálfsögðu frá þingfundum, báðum deildum. Að auki senda þeir út frá þingunum í Skotlandi og Welsh. Sjónvarpað er daglangt frá landsfundum stóru flokkanna þriggja, pólitískir umræðuþættir eru fjölmargir, auk þess sem fréttatímar gera auðvitað stjórnmálum góð skil. - Megnið af þessu er flokkspólitískt þus um innanríkismál.

Þegar sagt er frá hernaðarbrölti þeirra í Afganistan eru það yfirleitt lof yfirmanna hersins um látna drengi sem þeir eru að senda heim í líkkistum eða myndir af hermönnum á hlaupum milli húsarústa í Helmut héraði. - Umræður um styrjaldir Breta, í Afganistan, Í Líbýu eða Írak eru fáar nú orðið.

Sveltandi börn í Afríku, fá heldur ekki mikla umræðu á sjónvarpsstöðvum BBC. - Þegar að fjárlagatölur um aðstoð Breta við þróunarríkin voru gerða kunnar fyrir fáeinum vikum fór mesta púðrið í að ræða hvort Bretar ætluðu virkilega að senda peninga til lands sem hefði sína eigin geimferðaáætlun. -


mbl.is Hungurauglýsing Bonos bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband