Einn af mönnum fólksins

Guðmundur Steingrímsson vill vera maður fólksins eins og Dorrit og Ólafur eru fólk fólksins. Svo eru auðvitað  þingmenn Hreyfingarinnar fólk fólksins (eða voru það) og kannski einhverjir aðrir þingmenn eins og Atli sem vita ekki í hvaða flokki þeir eiga að vera. - Vonandi stofnar Guðmundur ekki flokk. Þá verður hann aftur hluti af vandanum, ekki lausninni.

Guðmundur og annað flóttafólk úr stjórnmálaflokkunum eru gangandi og talandi sannanir fyrir því að flokkakerfið er úr sér gengið. - Hverjir trúa því enn að flokkarnir, með eða án nýs fólks, geti gert eitthvað gott fyrir land og þjóð. -  Flokkar eru sundrungaraflið i þjóðfélaginu sem stendur því fyrir þrifum. Algjörlega frjálst persónukjör til alþingis er það sem koma skal. Burt með flokka, flokksræði og úrelta flokkapólitík. -


mbl.is Ættum kannski að berja tunnur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála öllu.

Sigurður Haraldsson, 4.10.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband