Indíánasumar

IndíánasumarIndíánasumar kalla fjölmiðlar góða veðrið sem leikið hefur við íbúa Bretlands og stórs hluta Norður-Evrópu nú á hautsdögum.

Orðatiltækið ku ættað frá Norður-Ameríku þar sem herskáir indíánaflokkar notuðu forðum slíka sumarauka til ránsferða.

Framan af öldum í Evrópu voru óvenju sólríkir og heitir góðviðrisdagar að hausti kenndir við heilagan Martein og kallaðir Marteinssumar en 11. Nóvember var og er helgaður honum.

Blíðan undanfarna daga hefur haft mikil áhrif á verslun og viðskipti hér í Englandi. Biðraðir mynduðust víða við bensíndælur á þjóðvegum úti um helgina og sumir kráreigendur urðu uppiskroppa með bjór. Ferðamannastaðir vítt og breitt um landið, sérstaklega þeir sem standa út við strendur landsins, voru fullir af sólelskandi og fáklæddu fólki.

Nú spá veðurfræðingar að í vikunni framundan muni kólna aftur í veðri og haustgolan með tilheyrandi regni verða aftur köld og svalandi. -


mbl.is Hitabylgja í Norður Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki Indian summer sama og Indverskt sumar.

olafur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 22:10

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað er indverskt sumar ólafur??? :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband