Aðlögun og aðlöðun að Evrópubandalaginu

Peningarnir til að greiða fyrir það sem nei-menn kalla aðlögunarferli og já-menn gætu kallað aðlöðunarferli, fljóta áfram inn í landið frá Evrópusambandinu. - Löggiltir skjalaþýðendur og prentarar munu hafa nóg að gera næstu misseri við að koma þessum millum sem frá segir í fréttinni í lóg.

Já-menn segja að ekki sé hægt að meta með réttu hversu mikilvægt það sé fyrir okkur að ganga í ES nema að við sækjum um og sjáum svart á hvítu hvað er í boði. Og til þess að sjá hvað er í boði þarf að þýða allt ES reglugerðaverkið og helst að prófa hvernig það virkar í raun.

Nei-menn vilja hætta við umsóknarferlið því þeir eru svo vissir um að ES áróðurinn muni glepja fólk og það muni einhvernvegin gegnsýrast af ES ruglinu áður en það veit af. Þess vegna sé vissara að draga umsóknina til baka. 

Eitt hefur þó ætíð legið fyrir. Áður en að inngöngu kemur, eða höfnun hennar, mun þjóðin á að kjósa um málið.

En hvað verður um allt aðlögunarferlið ef þjóðin hafnar aðlöðuninni að ES? 


mbl.is Fá 233 milljón styrk frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin fær ekkert að hafna ESB, alþingi hafnaði því að þjóðaratkvæðisgreiðsla yrði bindandi

ESB (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 01:51

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Vegna þessa verðum við að koma þessari landráðastjórn frá völdum STRAX !!!

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.10.2011 kl. 17:20

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er auðvitað fáránlegt að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli ekki vera bindandi. Slíkt ætti að vera bundið í stjórnarskrá. En þá verða lögin að komast í gegnum þing og síðan forseta. - En spurningin er nú hvað verður um alla aðlöguninna ef að Ísland gengur ekki í félagið?

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband