Koparkossarnir hennar Dorrit

Doritt er kona fólksins. Ekki bara ríka heimsfólksins, meðal hverra er hún fædd með silfur skeið í munni, heldur einnig fátæka fólksins upp á Íslandi. Í stað þess að ganga í kirkju með hinu slektinu og hlíða þar á einhverja kristna presta, stekkur hún yfir girðinguna sem aðskilur hana frá almúganum og kissir hann með sínum koparslegnum vörunum. -

Þannig sýnir hún í verki að allir heimsins demantar og allt heimsins gull, allt snobbið og þotuliðsstælarnir sem hún er svo vön,  skipta hana engu. Þannig sýnir hún stirðbusalegum skömmustulegum þingmönnum og forsætisráðherrum sem læðast meðfram veggjum og skýla sér bak við regnhlífar, hvernig á að vinna hug og hjörtu fólksins, sérstaklega fátæka fólksins í landinu. Áfram Dorrit.


mbl.is Forsetafrúin kyssti mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þú af öllum fellur fyrir þessu Stönti miljónaerfingans ?

Þetta er marg æft Svanur minn.

hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 13:51

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Svanur, Hilmar er sár sannleikanum vill halda í flokksræðið!

Sigurður Haraldsson, 1.10.2011 kl. 14:11

3 Smámynd: kallpungur

Hilmar karlinn er súr þessa dagana, vegna þess að almenningur dirfist að mótmæla "ríkistjórn fólksins" og hinum aulunum á þingi. Sjálfur hefði ég mögulega staðið þarna niðurfrá og baulað, ef ekki hefði verið fyrir þá vissu mína að einhverjir myndu nota tækifærið og grýta eggjum og öðru lauslegu. Ofbeldi eyðileggur mótmæli og siðaðir menn taka ekki þátt í slíku. Um Dorrit hef ég fátt til málana að leggja en það, að til þessa er hún ekki þekkt af neinu öðru en góðum verkum, svo ég viti til. Hilmar er hinsvegar snobbhænsni af vinstrivængnum sem finnur það henni til foráttu að vera komin af sterkefnuðu fólki. Það hverjir eru foreldrar fólks skiptir litlu máli þegar til kastana kemur, fólk á að dæmast af verkum sínum. Syndir feðranna/mæðranna dæma ekki einstaklingin heldur athafnir hans.

kallpungur, 1.10.2011 kl. 14:17

4 identicon

Þessi hörmung færir manni heim sannin um það að íslenska þjóðin á allt slæmt skilið.  Ríka kellingin sem vildi verða drottning fær ósk sína uppfyllta. 

Mótmælendur mæta henni og og Hannesarvini Smárasonar ekki með eggjum eins og verðskuldað væri heldur með flíruglottum og galtómum augnagotum.

ocram (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:34

5 Smámynd: Jón Sveinsson

þAÐ SANNAST ENN OG AFTUR HVÍLÍKIR GÖTÓTTIR DRULLUSOKKAR HILMAR OG ÞEIR SEM AÐHYLLAST NÍÐ GAGNVART ÞEIM SEM SEM HAFA HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ. ÞVÍ EF ÞAÐ ER FYRIR ALMENING Í LANDINU ÞÁ SÉ ÞAÐ EITTHVAÐ SLÆMT. EN DORIT ER SVO SANNALEGA GUÐS GJÖF FYRIR ÞESSA ÞJÓÐ...

Jón Sveinsson, 1.10.2011 kl. 15:01

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Dorrit var bara flott (en eggjakastarar ekki til sóma). Þó að hún sé "milljónaerfingi" gerir það hugarfar hennar ekki verra. Alls ekki.

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 15:19

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hilmar; ég kolféll fyrir þessum sjarma :) Annars sé ég það á athugasemdunum að írónían mín missti gjörsamlega marks. :( 

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2011 kl. 15:44

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ, sorrý kallinn.. Þú ert dýpri en ég hélt..

hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 15:49

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég las íróníuna þína á milli línanna, en það getur þó enginn haldið því fram að íslendingar séu rasistar... 

Annars dáist ég að Dorrit fyrir framtakið - þótt ég hefði frekar viljað sjá Jóhönnu forsætis klifra yfir grindurnar og kyssa fólkið. 

Kolbrún Hilmars, 1.10.2011 kl. 18:59

10 identicon

Hver hefði þegið koss frá Jóku?

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 09:07

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Logi; Kannski Dorrit.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 10:04

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var virkilega áhrifaríkt hjá henni Dorrit okkar.  Gott að eiga svona frábæra forsetafrú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 19:31

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ásthildur, það er svo gott að geta stólað á samstöðu hennar með fátæka fólkinu a Íslandi. Það hressir heldur betur upp á sjálfsmynd þess að eiga kossa hennar vísa. - Kannski er þetta líka góð hugmynd til að bjarga fjárhag heimilanna. Það tíðkaðist á ýmsum góðgerða-samkomum erlendis hér áður fyrr að ungar stúlkur seldu kossa sína. Kannski Dorrit ætti bara að setja upp tjald á Austurvelli og breyta þar koparkossum sínum í glerharða peninga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 20:42

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nú frekar ósmekklegt hjá þér ágæti Svanur.  Ég þekki það að líða illa, sem betur fer þó ekki af efnahagsástæðum, en ég veit hvað hlýr hugur og samstaða gerir manni gott.  Það gefur manni auðvitað ekki mat, en það gerir einmitt það sem er jafnvel ennþá betra lætur manni líða betur á sálinni.  Það er líka sorglegt að sjá að fólk reynir að leggja eitthvað ljótt í framkomu hennar þennan dag.  Ég hef ákveðið að kalla þetta smáborgaraskap sem er ríkur í okkar þjóðarsál, ásamt einhverri ótrúlegri minnimáttarkennd. Það er búið að umsnúa þjóðarstolti yfir í eitthvað ljótt sem ber að varast.  Við EIGUM AÐ VERA STOLT af uppruna okkar og þjóð.  Aðrir taka eftir okkur og flestum finnst við sérstök og einstök þjóð.  Þannig viljum við vera og eigum að bera höfuðið hátt sem þjóð meðal þjóða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 20:52

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ásthildur; Það er fátt smáborgaralega en að vera upp með sér af tilgerðalegu flaðri broddborgarana, á góðri stundu. - Mér fundust viðbrögð Dorrit dálítið öfgafull. og viðbrögð þess sem var kysstur enn öfgafyllri.  Öfgar eru ætíð ósannfærandi því öfgamenn hafa ætíð einhverja veikleka að fela.-  

Þú talar um þjóðarstolt. Þjóðarstolt og hófleg þjóðernishyggja er ágæt svo fremi sem hún snýst ekki gegn þegnunum sjálfum og slíkt gerist ætíð þar sem hún er stunduð í pólitískum tilgangi. - 

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 21:18

16 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hún er orðin barnalega tilgerðarleg þessi Dorritt og ekki eru allar sögurnar sagðar af henni, sem ástæða væri til að segja, vegna stöðu hennar, sem forsetafrúar. En auðvitað verða þær sögur allar sagðar, þegar þeim kafla í lífi hennar lýkur.

Forsetafrú sem mætir í buxnadragt við þingsetningu ætlaði ekki að vera viðstödd. Hún ætlaði að gera allt annað og núna tókst það.

Ekkert hefði ég á móti því að vera fluga á vegg Bessastaða núna.

Gústaf Níelsson, 2.10.2011 kl. 21:53

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef mig misminnir ekki þá fengu ýmsar hofróður íslenskar hjartastopp þegarn hún mætti í skautbúningi, og töldu það ekki hæfa þar sem hún væri af erlendu bergi brotin, það er víst hart að lifa í þessu landi öfganna.  Þið megið lesa það sem þið viljið út úr þessu, en ég les mitt.  Er sem betur fer nógu jákvæð með trú á mannlegri reisn.  En það er bara þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 22:00

18 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hún ætti kannski að halda sig við skautbúninginn? En maður hlakkar til næstu uppákomu hjá þessari ágætu forsetafrú.

Gústaf Níelsson, 2.10.2011 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband