1.10.2011 | 13:27
Koparkossarnir hennar Dorrit
Doritt er kona fólksins. Ekki bara ríka heimsfólksins, meðal hverra er hún fædd með silfur skeið í munni, heldur einnig fátæka fólksins upp á Íslandi. Í stað þess að ganga í kirkju með hinu slektinu og hlíða þar á einhverja kristna presta, stekkur hún yfir girðinguna sem aðskilur hana frá almúganum og kissir hann með sínum koparslegnum vörunum. -
Þannig sýnir hún í verki að allir heimsins demantar og allt heimsins gull, allt snobbið og þotuliðsstælarnir sem hún er svo vön, skipta hana engu. Þannig sýnir hún stirðbusalegum skömmustulegum þingmönnum og forsætisráðherrum sem læðast meðfram veggjum og skýla sér bak við regnhlífar, hvernig á að vinna hug og hjörtu fólksins, sérstaklega fátæka fólksins í landinu. Áfram Dorrit.
Forsetafrúin kyssti mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 786803
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þú af öllum fellur fyrir þessu Stönti miljónaerfingans ?
Þetta er marg æft Svanur minn.
hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 13:51
Samála Svanur, Hilmar er sár sannleikanum vill halda í flokksræðið!
Sigurður Haraldsson, 1.10.2011 kl. 14:11
Hilmar karlinn er súr þessa dagana, vegna þess að almenningur dirfist að mótmæla "ríkistjórn fólksins" og hinum aulunum á þingi. Sjálfur hefði ég mögulega staðið þarna niðurfrá og baulað, ef ekki hefði verið fyrir þá vissu mína að einhverjir myndu nota tækifærið og grýta eggjum og öðru lauslegu. Ofbeldi eyðileggur mótmæli og siðaðir menn taka ekki þátt í slíku. Um Dorrit hef ég fátt til málana að leggja en það, að til þessa er hún ekki þekkt af neinu öðru en góðum verkum, svo ég viti til. Hilmar er hinsvegar snobbhænsni af vinstrivængnum sem finnur það henni til foráttu að vera komin af sterkefnuðu fólki. Það hverjir eru foreldrar fólks skiptir litlu máli þegar til kastana kemur, fólk á að dæmast af verkum sínum. Syndir feðranna/mæðranna dæma ekki einstaklingin heldur athafnir hans.
kallpungur, 1.10.2011 kl. 14:17
Þessi hörmung færir manni heim sannin um það að íslenska þjóðin á allt slæmt skilið. Ríka kellingin sem vildi verða drottning fær ósk sína uppfyllta.
Mótmælendur mæta henni og og Hannesarvini Smárasonar ekki með eggjum eins og verðskuldað væri heldur með flíruglottum og galtómum augnagotum.
ocram (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:34
þAÐ SANNAST ENN OG AFTUR HVÍLÍKIR GÖTÓTTIR DRULLUSOKKAR HILMAR OG ÞEIR SEM AÐHYLLAST NÍÐ GAGNVART ÞEIM SEM SEM HAFA HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ. ÞVÍ EF ÞAÐ ER FYRIR ALMENING Í LANDINU ÞÁ SÉ ÞAÐ EITTHVAÐ SLÆMT. EN DORIT ER SVO SANNALEGA GUÐS GJÖF FYRIR ÞESSA ÞJÓÐ...
Jón Sveinsson, 1.10.2011 kl. 15:01
Dorrit var bara flott (en eggjakastarar ekki til sóma). Þó að hún sé "milljónaerfingi" gerir það hugarfar hennar ekki verra. Alls ekki.
Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 15:19
Hilmar; ég kolféll fyrir þessum sjarma :) Annars sé ég það á athugasemdunum að írónían mín missti gjörsamlega marks. :(
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2011 kl. 15:44
Æ, sorrý kallinn.. Þú ert dýpri en ég hélt..
hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 15:49
Svanur, ég las íróníuna þína á milli línanna, en það getur þó enginn haldið því fram að íslendingar séu rasistar...
Annars dáist ég að Dorrit fyrir framtakið - þótt ég hefði frekar viljað sjá Jóhönnu forsætis klifra yfir grindurnar og kyssa fólkið.
Kolbrún Hilmars, 1.10.2011 kl. 18:59
Hver hefði þegið koss frá Jóku?
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 09:07
Jón Logi; Kannski Dorrit.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 10:04
Þetta var virkilega áhrifaríkt hjá henni Dorrit okkar. Gott að eiga svona frábæra forsetafrú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 19:31
Já Ásthildur, það er svo gott að geta stólað á samstöðu hennar með fátæka fólkinu a Íslandi. Það hressir heldur betur upp á sjálfsmynd þess að eiga kossa hennar vísa. - Kannski er þetta líka góð hugmynd til að bjarga fjárhag heimilanna. Það tíðkaðist á ýmsum góðgerða-samkomum erlendis hér áður fyrr að ungar stúlkur seldu kossa sína. Kannski Dorrit ætti bara að setja upp tjald á Austurvelli og breyta þar koparkossum sínum í glerharða peninga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 20:42
Þetta er nú frekar ósmekklegt hjá þér ágæti Svanur. Ég þekki það að líða illa, sem betur fer þó ekki af efnahagsástæðum, en ég veit hvað hlýr hugur og samstaða gerir manni gott. Það gefur manni auðvitað ekki mat, en það gerir einmitt það sem er jafnvel ennþá betra lætur manni líða betur á sálinni. Það er líka sorglegt að sjá að fólk reynir að leggja eitthvað ljótt í framkomu hennar þennan dag. Ég hef ákveðið að kalla þetta smáborgaraskap sem er ríkur í okkar þjóðarsál, ásamt einhverri ótrúlegri minnimáttarkennd. Það er búið að umsnúa þjóðarstolti yfir í eitthvað ljótt sem ber að varast. Við EIGUM AÐ VERA STOLT af uppruna okkar og þjóð. Aðrir taka eftir okkur og flestum finnst við sérstök og einstök þjóð. Þannig viljum við vera og eigum að bera höfuðið hátt sem þjóð meðal þjóða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 20:52
Ásthildur; Það er fátt smáborgaralega en að vera upp með sér af tilgerðalegu flaðri broddborgarana, á góðri stundu. - Mér fundust viðbrögð Dorrit dálítið öfgafull. og viðbrögð þess sem var kysstur enn öfgafyllri. Öfgar eru ætíð ósannfærandi því öfgamenn hafa ætíð einhverja veikleka að fela.-
Þú talar um þjóðarstolt. Þjóðarstolt og hófleg þjóðernishyggja er ágæt svo fremi sem hún snýst ekki gegn þegnunum sjálfum og slíkt gerist ætíð þar sem hún er stunduð í pólitískum tilgangi. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 21:18
Hún er orðin barnalega tilgerðarleg þessi Dorritt og ekki eru allar sögurnar sagðar af henni, sem ástæða væri til að segja, vegna stöðu hennar, sem forsetafrúar. En auðvitað verða þær sögur allar sagðar, þegar þeim kafla í lífi hennar lýkur.
Forsetafrú sem mætir í buxnadragt við þingsetningu ætlaði ekki að vera viðstödd. Hún ætlaði að gera allt annað og núna tókst það.
Ekkert hefði ég á móti því að vera fluga á vegg Bessastaða núna.
Gústaf Níelsson, 2.10.2011 kl. 21:53
Ef mig misminnir ekki þá fengu ýmsar hofróður íslenskar hjartastopp þegarn hún mætti í skautbúningi, og töldu það ekki hæfa þar sem hún væri af erlendu bergi brotin, það er víst hart að lifa í þessu landi öfganna. Þið megið lesa það sem þið viljið út úr þessu, en ég les mitt. Er sem betur fer nógu jákvæð með trú á mannlegri reisn. En það er bara þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 22:00
Hún ætti kannski að halda sig við skautbúninginn? En maður hlakkar til næstu uppákomu hjá þessari ágætu forsetafrú.
Gústaf Níelsson, 2.10.2011 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.