Kann hægri-sinnað fólk nokkuð að mótmæla?

Síðan hvenær hefur hægri sinnað fólk kunnað að mótmæla. Allar mótmælagöngur og kröfugöngur sem ég man eftir á Íslandi, hafa verið skipulagðar af vinstri mönnum. - Hægri-sinnaðar stjórnir hafa líka verið við völd lengst af á landinu og vinstri menn í því leiðinda hlutverki að vera alltaf á móti. - Vinstri sinnað fólk fann sig þannig oft í félagsskap nöldurseggjanna og eldhússpekinganna sem ætíð voru á móti öllu. -

 Nú bregður öðruvísi við. Hægra liðið boðar til mótmæla og ætlar að slást í lið með atvinnumótmælendunum sem allir eiga tunnur og lúðra. - En nú eiga mótmælin að fara fram með mjög settlegum hætti og fólká að sýna löggunni stuðning við störf sín og haga sér skikkanlega og vera ekki til truflunar. - Sem ég segi....hægri sinnað fólk kann greinilega ekki að mótæla. 


mbl.is Girðing við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eða, kann hægri sinnað fólk að skammast sín ?

hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 10:01

2 identicon

Mikið óskaplega hlýtur Hilamri Jónssyni að líða illa yfir því að fólk með aðra skoðun en hann skuli vera til

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 10:06

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hilmar; Hægri menn kunna að skammast sín. Allir þingmennirnir þeirra sem tóku þátt í sukkinu viku tímabundið af þingi. Þeir eru bara rétt í þessu að snúa aftur.

Kristján; Mér líður líka illa að vita að Hilmari líður illa. Annars vil ég að þorgerður Katrín taki við af Jóhönnu og Guðlaugur Þór við af Steingrími. Það væri sko réttlæti í því eftir allt sukkið hjá þessu vinstra pakki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2011 kl. 10:25

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Og skömmin þar með afmáð ?

hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 10:27

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt Hilmar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2011 kl. 10:32

6 identicon

Þorgerður fylgir páfanum og hefur örruglega fengið allar sínar syndir fyrirgefnar.

Ingó (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:28

7 identicon

Svanur Gísli minnstu ekki á Þorgerði Katrinu og Guðlaug Þór ógrátandi það er fólk sem ætti ekki að vera í pólitík óháð því hvaða flokki eða stefnu þau tilheyrðu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:30

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristján; Þar hygg ég að þú, ég og Hilmar séum sammála :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2011 kl. 15:46

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt skilgreiningu vinstristjórnarinnar svokölluðu sem nú er við völd, þá eru allir sem eru á móti henni eða jafnvel bara einstökum stefnumálum hennar, sjálkrafa hægri-öfgamenn. Þær þúsundir "hægri-öfgamanna" sem samkvæmt þeirri skilgreiningu hafa mætt á þau mótmæli sem verið hafa frá því vorið 2009, þar með talið stóru tunnumótmælin síðasta haust og svo aftur í dag, hafa nú einmitt sýnt það að þeir kunna ekkert síður að mótmæla heldur en "valdaræningjarnir" svokölluðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 02:28

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðmundur; Er ekki tunnusláttarfólkið svona "atvinnnu" mótmælarar og stjórnleysingjar? Hægri menn gera ekkert annað enn að belgja út þann hóp um hríð, með því að skrapa saman nokkrum hundruðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband