Ætla að hengja prestinn

yosef-nadarkhaniJósef Nadarkhani er 34 ára kristinn íranskur prestur. Honum hefur verið gefið að sök að hafa gengið af trúnni (Íslam) og stunda trúvillu. Í réttarhöldunum yfir honum á síðasta ári kom fram að írönsk yfirvöld álíta að hann hafi verið múslími þegar hann var 15 ára (fullveðja samkvæmt lögum Íslam) og hafi því réttlega gengið af trúnni þegar hann tók kristna trú.

Þessu neitar Jósef og segist aldrei hafa verið múslími. Dómararnir bentu þá á að hann væri af íslömskum ættum og dæmdu hann til dauða. Yfirréttur staðfesti þann dóm nýlega en gaf Jósef þrjú tækifæri til að afneita hinni kristnu trú fyrir dóminum og komast þannig hjá aftöku. Jósef þáði ekkert þeirra og bíður nú eftir dauðadómnum verði fullnægt í þessari viku.

Jósef NadarkhaniÞrátt fyrir að kristnir, gyðingar og fylgjendur Zóroasters eigi að njóta friðhelgi (sem fólk bókarinnar) undir Íslam samkvæmt Kóraninum, hefur aukin harka færst í ofsóknir á hendur þessum minnihlutahópum í Íran síðustu misseri. - Hún er rakin til yfirlýsingar Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins og yfirklerks, sem hann sendi frá sér fyrir u.þ.b. ári síðan; "Markmið óvina Íslam er að veikja trúarbrögðin í írönsku samfélagi og til að ná því markmiði útbreiða þeir siðleysi, tómhyggju, falska dulhyggju,  Bahai-isma og stofnsetja heimakirkjur."

Ofsóknirnar eru vitanlega í blóra við allar alþjóðasamþykktir og jafnvel einnig  stjórnarskrá Íran sem kveður á um að trúfrelsi skuli vera í landinu. Enn eins og í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggjan og hræðsluáróðurinn beinist fyrst og fremst að innri óvinum frekar en þeim sem landinu ógna utanfrá, gleymast fljótt lög og reglur, hvaðan sem þær koma. Ofsóknabrjálæði stjórnvalda í Íran beinist nú í auknum mæli gagnvart öllum sem ekki tilheyra rétttrúnaði Shia klerksins í Qom.

Bahaiar sem teknir hafa verið af lífi í ÍranÍ Íran búa um 70 milljónir manns.  Rétt um 2% heyra ekki til Islam. Shia grein Íslam er þar allsráðandi en þótt rétt um 8% tilheyri suni greininni eru þeir einnig beittir miklu misrétti. Í höfuðborginni Theran, þar sem a.m.k. ein milljón þeirra býr fá þeir ekki að byggja sér tilbeiðsluhús (mosku).

Langstærsti minnihlutahópurinn (700.000)  í Íran eru bahaiar en fjöldi þeirra sitja án dóms og laga í írönskum fangelsum en þeir hafa sætt ofsóknum í landinu allt frá upphafi trúarinnar.

Talið er að kristnir í Íran telji um 300.000 og eru flestir þeirra af armenskum uppruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Odie

Já svona er það þegar trúmál eru látin stjórna siðferði.  Það getur ekki endað vel.  

Odie, 30.9.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband