Lágkúrulegur áróđur kínverskra yfirvalda

Kínversk aftakaKínversk yfirvöld taka af lífi ţúsundir manna og kvenna á hverju ári. Dauđasakirnar eru misjafnlega alvarlegar en ţađ er fátítt ađ yfirvöld sjái ástćđu til ađ réttlćta aftökurnar. Nú ber svo viđ ađ mikiđ fjađrafok verđur út af aftöku ungs manns sem fundinn var sekur um morđ. - (Sjá međfylgjandi frétt)

Yfirvöld hafa gripiđ tćkifćriđ til ađ réttlćta dauđadóms-stefnu sína og međ tilvísun í hiđ fólskulega morđ sem ţessi ungi  nemandi framdi  fá ţau um leiđ tćkifćri til ađ fordćma ćskufólk í landinu fyrir slćmt siđferđi og glćpahneigđ.

Hvađ sem sagt hefur veriđ um kínverska slćg og kćnsku í stjórnarháttum, hefur ţví öllu  veriđ varpađ fyrir róđa í nútíma kínversku stjórnarháttum. Fólskubrögđ yfirvalda ţar á bć eru auđsć og áróđurinn vita gagnsćr og einfeldningslegur. - Blekkingar ţeirra og fyrirsláttur, blekkja ekki nokkurn mann. -

Í tengslum viđ örlög ţessa unga manns hafa kínversk stjórnvöld sett af stađ sjónarspil sem ţeir halda ađ muni draga úr gagnrýni mannréttindasamtaka og almennings í öđrum löndum á gengdarlausar aftökur á sakamönnum í Kína.

Ţeir reyna um leiđ ađ hámarka árangurinn af sjónarspilinu međ ađ koma áleiđis grófum áróđri sem beint er ađ ćskulýđ landsins. -

Gömlu kínversku kommarnir hafa lćrt eina lexíu vel af  bandamönnum sínum, Bandaríkjunum. Ţađ er ađ halda almenningi í stöđugri hrćđslu viđ allt og alla. Ţađ er besta stjórnunartćki sem hćgt er ađ hugsa sér.


mbl.is Stúdent tekinn af lífi í Kína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband