Goðsögnin um grænu páfagaukana í London

Grænir Páfagaukar í LondonVilltir grænir páfagaukar (Hringhálsar) eru orðin algeng sjón í London. Talið er að fjöldi þessa langlífu fugla sem upphaflega eru ættaðir frá rótum Himalajafjalla og geta orðið allt að 50 ára, sé nú komin vel yfir 100.000. -

Fuglarnir eiga sér enga náttúrulega óvini á þessum slóðum og fjölgar því afar ört. - Hlýnandi loftslag er einnig sagt vera þeim hliðholt.  Frá London hafa þeir breiðst út um allt suðaustur England, norður til Glasgow og alla leið vestur til Wales.

Skemmtilegar goðsagnir eða flökkusögur hafa orðið til um uppruna þessara litskrúðugu fugla (Psitacula krameri)  í görðum Lundúna.

Sú vinsælasta segir að gítarhetjan Jimi Hendrix hafi sleppt lausu pari snemma á sjötta áratug síðustu aldar, til að hressa upp á gráa ásýnd borgarinnar með skærari og fjölbreyttari litum. -

Hendrix páfagaukurÖnnur saga segir að páfagaukarnir séu komnir af fuglum sem sluppu út úr Shepperton kvikmyndaverinu þegar John Ford var þar að leikstýra Katharine Hepburn og Humphrey Bogart í kvikmyndinni  African Queen árið 1950.

Elstu heimildir um þessa tegund fugla í London eru samt frá 1855. Og líklegasta skýringin á uppruna þeirra er mun leiðinlegri en flökkusögurnar segja, eða að þeir hafi sloppið úr búrum fuglaræktenda, gæludýraverslana og af einkaheimilum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er engin hætta á að þeir geti rutt öðrum fuglum úr vegi?

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.6.2011 kl. 15:15

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einhverjar hugmyndir hafa verið um vistfræðilega röskun af völdum páfagaukanna. Þeir eru t.d orðnir fleiri en Næturgalar. En fram að þessu hafa ekki verið gerðar sérstakar rástafanir til að stemma stigu við fjölgun þeirra. - Ég sá einn þessara gauka á gönguferð hér í Bath í morgunn og það er ástæðan fyrir að ég rifjaði upp þessa goðsögn :)   

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2011 kl. 15:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

næturgalar eru einnig að hverfa hér í skandinavíu án þess að páfagaukar séu komnir til sögunnar..

Óskar Þorkelsson, 5.6.2011 kl. 15:55

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Óskar, þeir eru á undanhaldi um alla norðurálfu. Veit ekki hvers vegna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband