5.6.2011 | 10:16
"Stríðið gegn eiturlyfjum" er gagnslaust
Eftir að flestar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) undirrituðu "sáttmálann um eiturlyf" árið 1971, lýsti Richard Nixon, þá Bandaríkjaforseti, eiturlyfjum stríð á hendur. Sáttmálinn og stefnumótun Bandaríkjanna í stríðinu gegn eiturlyfjum, var í kjölfarið tekin upp af Bretlandi og flestum Evrópulöndum.
Fyrir nokkrum dögum lýsti alþjóðlega rannsóknarnefnd eiturlyfja, sem verið hefur að störfum á vegum SÞ því yfir, að "stríðið gegn eiturlyfjum" hefði gjörsamlega misheppnast. Nefndin segir að "stríðið" hafi lítil áhrif á úbreiðslu eiturlyfja og komi ekki í veg fyrir að hundruðir þúsunda láti líf sitt af völdum af völdum alþjóðlegrar eiturlyfjaverslunar. Í nefndinni sátu m.a. fyrrverandi aðalritari SÞ, Kofi Annan, og fyrrverandi forsetar Brasilíu, Mexíkó og Kólumbíu.
Margir eru þeirrar skoðunar að skýrsla nefndarinnar geri lítið annað en að staðhæfa og undirstrika það sem öllum hefur verið lengi ljóst. Samt ganga niðurstöður hennar þvert á stefnu Bandaríkjanna, Bretlands og flestra Evrópuríka í eiturefjamálum og er eiginlega áfellisdómur á frammistöðu vestrænna ríkja.
Sem dæmi um hversu misheppnaðar aðgerðir stjórnvalda á vesturlöndum hafa verið, má benda á hvernig haldið hefur verið á málum í Afganistan. Árið 2004 þegar að Hamid Karzai varð forseti yfir landinu, lagðist hann á sveif með innrásaraðilunum og fjölþjóðaliði NATO til að uppræta valmúgaræktun í Afganistan. Bretland eitt og sér hefur kostað tæpum milljarði breskra punda í þetta átak. - Í dag kemur 90% af öllu heróíni sem framleitt er í heiminum, frá Afganistan.
Þegar að Portúgal nam úr gildi lög sem gerðu það ólöglegt að neyta eiturlyfja árið 2001, héldu margir að landið mundi verða að megin áfangastað eiturlyfjaneytenda í stað Amsterdam borgar. Mikil andstaða var við lagabreytingarnar frá fólki sem óttaðist að illræmd eiturlyfja-hverfi eins og Canal Ventosa í Lissabon, mundu teygja áhrif sín niður á strendur landsins og inn í blómlegan ferðamannaiðnaðinn.
Frá 2001 hefur tala þeirra sem látist hafa af völdum heróín neyslu í Portúgal, lækkað um helming, og fjöldi þeirra sem sótt hafa afeitrunar og endurhæfingar-stofnanir, tvöfaldast.
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
eins og manninn sagði.. þetta er stórkostulegt ;)
Óskar Þorkelsson, 5.6.2011 kl. 10:26
Þú hittir naglann á höfuðið eins og oft áður. Allt snýst þetta um peninga. Til þess að gróðinn verði sem mestur af þessum vörum, þurfa þær að vera ólöglegar. Til hvers halda menn að USA hafi ráðist inn í Afghanistan til dæmis? Hér á landi vilja menn tryggja að "réttir" aðilar haldi áfram að græða á þessari veltu og nú á að bæta tóbakinu við.
Nazreddin (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.