Samstilltar lífsklukkur

Feitir tvíburar á mótorhjólumBiblían kennir að lengd æviskeiðs okkar allra sé forákvarðað af Guði upp á dag og að enginn megi sköpun renna, sem reyndar er einnig forn-norrænn siðaboðskapur.  

"Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." segir í Sálmunum. -

Þetta hafa Fransisku-munkarnir og eineggja tvíburarnir Julian og Adrian eflaust vitað. Líf þeirra var svo samfléttað og líkt að genetískar lífklukkur þeirra hafa verið algjörlega samstilltar.

Að eineggja tvíburar deyi með stuttu millibili er alls ekki óalgengt þótt Bandarískar heimildir segi að þar í landi líði að meðaltali 10 ár á milli dauða þeirra.

Svo dæmi séu nefnd  þá náðu tvíburasysturnar Emma og Florence, áttatíu og tveggja ára aldri en þær fundust látnar í örmum hvers annars, á heimili sínu í San Antonio, eftir að mikil hitabylgja hafði gengi yfir borgina 2009. Rannsókn leiddi í ljós að loftælingin í íbúðinni, þar sem þær bjuggu saman, hafði bilað.

Þá þótti það einnig fréttnæmt þegar að í ljós koma að þeir  Richard og Michael Walsh, 33 ára, sem létust báðir í sama húsbrunanum við Canada Square í Waterford á Írlandi árið 2008, voru eineggja tvíburar. Þeir bjuggu saman og höfðu báðir gleymt að slökkva á kertum sem loguðu í sitt hvoru svefnherberginu.


mbl.is Eineggja tvíburar létust sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigi má sköpun renna ... eru vísdómsorð, en ekki sannleiksorð.

Oft rennur mönnum ýmislegt fyrir brjósti, svo sem að þurfa að fara í styrjöld eða á annan hátt, vera í háska staddir.  Að maður hafi þá trú, að maður deyji þegar dagar manns eru taldir, og ei megi þar sköpun renna.  Er gert til að friða sálu hvers og eins, í þeim skylningi að þeir sætti sig betur við örlög sín.  Að vera hermaður, og deyja drottni sínum á vígvellinum, þá er það skömminni skárra að hafa þá hugmynd, að það skipti ekki máli, maður hefði dáið hvort sem var því dagar eins voru taldir.  Að fara í stríð, og vita að maður deyji ei, nema dagar manns séu taldir, er einnig til að róa sál þína ...

Þetta eru vísdómsorð ... eins og svo margt.  En ekki nauðsynlega, sannleiksorð.  En þá þarf maður líka að rannsaka sannleikann, því hvað er sannleikur.  Sannleikur er í flestum tilvikum, tengt þeim raunveruleika sem menn byggja sér.  Menn byggja sér raunveruleika ... við búum í helli, og sjáum skugga okkar sjálfra á veggjunum, og gerum okkur í hugarlund veröld sem friðar sálu okkar.  Þessi veröld, sem við ímyndum okkur, er sannleikur okkar ...

En þessi sannleikur þinn, Svanur, er ekki nauðsynlega alheims sannleikur.  Aðeins sá raunveruleiki, sem þú byggir þér.  Og getur verið jafn fallvaltur, og ímyndun manna til forna, og í dag, að dagar þeirra séu þegar ákveðnir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

áhugaverða pælingar hjá þér Bjarne.

En ég vil taka það fram að ég sjálfur er ekki forlagatrúar þótt ég vitni í Biblíu og íslenskar fornbókmenntir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2011 kl. 12:49

3 Smámynd: Che

Ég ætla að halda því fram, án sannanna, að þessi samstilling lífsklukkna eineggja tvíbura gildir aðeins, ef þeir eða þær alast upp saman og umgangast jafnan hvor annan (aðra), eins og oftast er tilfellið. Þannig að ekki aðeins genin séu eins, heldur einnig umhverfisáhrif.

Ef eineggja tvíburar eru skildir að í bernsku (sem er auðvitað ólýsanleg grimmd) og hittast aldrei aftur, þá falla þeir út úr sync. Því að þótt líkams- og heilastarfsemin sé eins, þá verða líf þeirra ekki samtvinnuð á neinn hátt, og það gildir líka sjúkdómssögu og ævilengd. Það hafa verið getgátur um að eineggja tvíburar geti haft telepatísk áhrif hvor á annan, en engar sannanir eru um slíkt.

Svona samstilltar lífsklukkur gildir ekki aðeins um eineggja tvíbura, sem halda hópinn. Þetta á líka við um samrýmd hjón sem búa saman til elliáranna. Ef annað hjónanna deyr, þá deyr hitt oft stuttu síðar úr sorg eða einmanakennd. Því er oft haldið fram, að hjón sem búa saman áratugum saman endi með að líkjast hvort öðru í hegðun og útliti. Verða eins konar "tvíburar". Þetta gæti heitið á ensku ATAS (Acquired Twain Assimilation Syndrom).

Che, 4.6.2011 kl. 13:49

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að þetta sé allt rétt hjá þér Che. Þakka góða athugasemd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2011 kl. 14:26

5 Smámynd: Che

Þetta með líffræðilega samstillingu gildir víst líka tíðahringi. Gerð var tilraun fyrir mörgum árum, þar sem hópur kvenna á barneignaraldri dvaldist saman neðanjarðar mánuðum saman og engin mátti fara upp á yfirborðið á þessu tímabili. Þar voru öll þægindi og gott fæði, en það voru hvorki klukkur né dagatöl og ekki sást til sólar eins og gefur að skilja. Þannig voru lífsklukkurnar einu tímamælarnir.

Eftir nokkra mánuði voru þær allar farnar að fá tíðablæðingar á nákvæmlega sama tíma, þótt þetta hafi verið mismunandi í upphafi tilraunarinnar. Þetta kom sumum á óvart og ég veit ekki til að hægt hafi verið að útskýra nákvæmlega hvernig þetta gerðist.

Í heimildarmynd um stóra fjölskyldu í Salt Lake City (með fjórum eiginkonum, minnir mig), kom fram að konurnar eignuðust allar börn á sama tíma annað hvert ár, án þess að þetta hefði upphaflega verið ætlunin. Og eins og allir vita, þá nota mormónar ekki getnaðarverjur af neinu tagi.  Þetta hlýtur líka að vera líffræðileg samstilling.

Che, 4.6.2011 kl. 15:52

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég heyrði sögu af fjarskyldum frænda mínum og konu hans sem voru ótrúlega samrýmd. Þau eignuðust fimm eða sex börn sem hétu öll þrem til fjórum dönskum og enskum kónga og drottninganöfnum, nema yngsti sonurinn, sem hét bara Skúli.

Sem barn sá ég þessi hjón oft á gangi og yfir þeim var alveg sérstök reisn og eitthvað annað sem gerði það að verkum að eftirtektarvert var.

Þegar gamla konan lést, háöldruð, kallaði maðurinn börnin, öll harðfullorðin, saman og í sameiningu gerðu þau allar ráðstafanir í sambandi við útförina. Hann vildi láta syngja yfir henni þá sálma sem henni þóttu fallegastir og síðan einhverja sem honum fannst það sama um. Lagði til frásögn af lífi þeirra saman og bað um að presturinn fengi hana í hendurnar.

Þegar fundinum lauk um kl. 17 sagðist hann ætla að leggja sig smástund, meðan börnin löguðu kaffisopa, en þegar komið var að eftir u.þ.b. klst. lá hann með krosslagðar hendur og fallegt bros, farinn til sömu heima og hans heittelskaða.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2011 kl. 23:20

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Yndisleg og vel sögð saga Bergljót :) Takk fyrir hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2011 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband