19.5.2011 | 08:02
Rödd handan hinnar djúpu votu grafar
Eitt af því sem kom fram í yfirlýsingum Bandaríkjamanna skömmu eftir að þeir höfðu náð að drepa Osama bin Laden, var að augljóst væri að hann hefði verið knúinn til þess að hafa sig lítið í frammi þar sem hann sat í stofufangelsi sínu í Pakistan. Hvað hryðjuverkastarfsemi varðar hefði hann verið sestur í helgan stein.
Til að sanna mál sitt sýndu þeir mynd af gömlum manni sem leitaði að gömlum upptökum af sér þar sem hann var enn ungur og athafnasamur. Þá var látið fljóta með að sú alda mótmæla og byltinga sem farið hefur um Arabalöndin síðustu mánuði hafi gert skilaboð Al-Qaeda og Osama bin Ladens úrelt og áhrifalaus. -
USA var mikið í mun að koma þeim skilaboðum til heimsins, að þessi eftirlýstasti maður heims, og hættulegasti glæpamaður okkar tíma, væri í raun tannlaut ljón sem kúrði í hýði sínu, rorraði sér undir teppi, gráhærður og gugginn.
Seinna báru Báru Bandaríkjamen þetta allt til baka. Þeir sögðu að í ljósi þeirra gagna sem þeir tóku með sér úr íverustað Osama, væri óhætt að fullyrða að hryðjuverkaforinginn hefði enn verið að og hann hefði enn verið á fullu við að skipuleggja hryðjuverk út allan heim. -
Það var sem sagt kominn tími til að leiðrétta þá mynd sem stór hluti íbúa heimsins hafði fengið af aftöku Osama, að þar hefðu þrautþjálfaðir drápsmenn ráðist inn á heimili gamals manns sem ekki stafaði nein hætta af og drepið hann án dóms og laga fyrir framan fjölskyldu sína í hefndaraðgerð fyrir þau hryðjuverk sem hann var sagður hafa skipulagt fyrir mörgum árum.
Eftir fall Osama bin LAdens hafa leiðtogar Al-Qaeda í mismunandi löndum keppst um að koma fram og lýsa því yfir að þeir séu nú höfuð samtakanna. Enginn hörgull virðist vera á mannskap sem er tilbúinn til þess að lenda í fyrsta sæti á CIA og FBI listunum yfir eftirsóttustu glæpamenn heimsins.
80 manns hafa þegar látist í hefndaraðgerðum fyrir drápið á Osama og mörg hundruð særst.
Og eins og til að árétta að ekkert hafi í raun breyst, hefur Osama bin Laden send frá sér ný skilaboð. Og það sem meira er, að í skilaboðunum ræðir hann hvernig Al-Qaeda getur beit áhrifum sínum í þróun og framvindu mála í Arabalöndum, eða einmit þá þróun sem Bandaríkajmenn héldu fram að væri merki þess að áhrif Al-Qaeda væru hverfandi lítil.
Rödd Osama bin Ladens berst nú til þeirra handa hinar djúpu votu grafar sem Bandaríkjamenn segjast hafa búið honum, og hvetur liðsmen Al-Qaeda til að vera virkir í lýðræðisþróun Arabaheimsins. -
Greinilegt að Osama var með eitthvað nýtt á prjónunum. Greinilegt er að hann vill venda sínu kvæði í kross. Greinilegt að hann sér pólitíska þróun happadrýgri leið til að sparka USA og fylgisveinum þeirra út úr Arabalöndunum, en hryðjuverk.
Kannski hugsaði hann með sér að hann gæti snúið aftur úr stofufangelsinu, sigri hrósandi sem pólitísk þjóðhetja, eins og reyndar margir kunnir hryðjuverkamenn hafa gert, og fengið með því friðhelgi og virðingu óvina sinna.
Kannski var það eitthvað sem óvinir hans gátu alls ekki hugsað sér að gerðist. Kannski er það ástæðan fyrir að hann var aflífaður og líkinu hent í sæ.
Enn lætur bin Laden í sér heyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:04 | Facebook
Athugasemdir
Svanur, þegar þú skrifar þetta þá hlýtur þér að vera ljóst að Bandaríkjamenn ljúga öllu steini léttara. Það sem nú er eftir, er að gera mönnum grein fyrir því að Bandaríkin hafa alla tíð, verið andstæðingar okkar.
Skoðaðu Afganistan, Ronald Raegan lýsti því yfir að Sovétríkin væru ríki hins illa vegna athafna þeirra í Afganistan. Rússar gáfust upp, vegna þess að Usama Bin Laden fjármagnaði andstöðuna, og var einnig með í henni. Þessi gamli maður sem var að horfa á sjálfan sig í sjónvarpi, sem ungan mann eins og hann birtist í sjónvarpi bara ári áður. Hvernig gat þessi maður haldið sama útliti og hann hafði árið 1998, allar götur ... þangað til daginn sem hann var tekinn. Þá var hann allt í einu, orðin gamall maður? Varð hann grár og guggin á einu ári? Koma nýjar myndir af honum á morgun, þar sem hann er ungur og hress, rétt áður en þeir drápu hann?
En það sem skiptir máli er, að allur heimurinn finnur fyrir sekt sem þeir áttu að hafa gert gyðingum. Og vegna þessarar sektar kenndar, leifa þeir bandaríkjamönnum að myrða og drepa um allan heim. Vegna þess að þeir vilja ekki framkvæma hroðvirki ... það að Evrópubúar hafa þessa samviskukennd, segir að málið hlítur að vera loðið. Og ef þú skoðar nánar, þá eru Azhkenaski hópurinn, sem er aðal bakhjarl Bandaríkjanna ekki semitar. En, Usama Bin Laden ER semiti. Það var Saddam Hussein líka, hann var líka semiti. Sunni muslimar, eru semitar ... Íranir, eru persar. Arabar, eru semitar. Lybiu menn eru það líka ... Evrópu gyðingarnir, eru fyrst og fremst trúarflokkur ... og fæstir þeirra eru semitar (Nú þori ég ekki að fara með hlutfallið).
Bandaríkin gáfu Kína og Rússlandi kjarnorkuvopn. Kína framleiðir nánast allt fyrir Bandaríkjamenn í dag, enda eru Bandarískar vörur í hverri verzlun þar. 7-11, Wallmart, Dunkin Donuts ... allir eru þeir í Kína. Það eru fleiri NASA stöðvar í Kína, en í Bandaríkjunum. Kínverjar kaupa og selja dollar, og Kínverskur iðnaður er háður bandaríkjunum, alveg eins og Bandaríkin eru háð ódýrri framleiðslu í Kína, ásamt olíu frá mið-austurlöndum. Rétt áður en menn fóru út úr Víetnam, átti Nixon viðræður við embættismenn í Kína og oppnaði samgöngur við þá. Coca-Cola, voru fyrstir á vettvang í Kína ... Bandaríkin yfirgáfu Víetnam.
Í Írak, horfði fólk í sjónvarpinu á stórfelldar sprengingar. Hlutverk sjónvarps útsendinga, var að fólk skyldi ekki setja tengingu við þessa atburði á sama hátt og það gerði um Víetnam stríðið. Í þetta sinn, fengu aðeins "örfáir" að fá aðgang til fréttaflutnings, og af þeim voru aðeins "frakkar" sem sendu frá sér fréttaflutning sem kom upp um marga af hroðaverkum sem kaninn framkvæmdi. Allir horfðu á þúsundir sprengja falla, og fréttaflutningur bandaríkjanna var "colleteral damage", eða þetta voru bara byggingar sem féllu. það var engin í þeim ... Bagdad var autt, þeir sem féllu voru allir "hermenn". Myndir af limlestur konum og börnum berast, en kaninn segir "bara örfáir", og "svona gerist, þetta er lítið hlutfall". Eða, með öðrum orðum "colleteral damage". Usama Bin Ladin felldi tvær byggingar, og dram 4000 þúsund manns .... Bandaríkjamenn far til Íraks, og drepa eina miljón manns og leggja landið í rúst. Þetta kalla þeir "urban development". Þeir fara til afghanistan, og þar í myrkri eyðumerkurinnar fremja þeir sömu hroðavirki, og þeir sögðu Sovietríkin hafa gert, í leit að Usama Bin Ladin. Sem var í Pakistan ... vinaríki, og bandalagsríki Kanans.
Frakkar sendu frá sér fréttaskýringu af efnavopna notkun Íraka, í Íran/Íraks stríðinu. Ég man þann flutning eins og í gær ... þeir bentu á að þessi efnavopn, væru illa merkt og væru bandarísk að uppruna. Ég man enn myndirnar frá fréttaflutningi frakka, um þann atburð og myndirnar af fólkinu ... samkvæmt þeirri frétt, var um að ræða bandarísk efnavopn, sem ekki einu sinni almennilega merkt.
Nú, eru bandaríkjamenn í Afganistan að gera það sem við fordæmdum rússa fyrir að gera. Þetta eitt, segir að Rússar og Bandaríkjamenn voru og eru, og hafa alltaf verið á sama bandi. Sama gegnir um Kína.
Þeir einu, sem hafa staðið "gegn" Bandaríkjunum eru Frakkar. En eins og vitað er, eru Frakkar socialistar. Soviet ríkin voru líka socialistar, og það var socialisminn sem Bandaríkjamenn voru á móti. Hvað er socialismi? Jú, socialism er möguleiki almennings á að bjarga sér í samfélaginu. Socialismi, er velferðarsamfélag ... það er þessi socialismi, sem verið er að höggva að. Þessi socialismi, er það sem skapar hið svokallaða velferðarkerfi. Atvinnulausir fá atvinnuleysisbætur, fá sjúkratryggingu og umönnun af ríkinu. Í Kína, og Bandaríkjunum, færðu að sjá fólk sem vantar á hendur og fætur, betla á götum úti. Hér, hefur þetta fólk allt til að lifa ...
Einkavæðingin, er aðsúgur að þessu kerfi ... að brjóta niður ríkisrekin efnahag, svo að einstaklingar verði að sjá fyrir sér sjálfir. Í slíku kerfi, á ég mér enga lífsvon. Og aðrir, sem eru bæklaðir, eiga sér heldur enga lífsvon. Okkur er bara fleigt á lágmarkstekjur, og ekkert gert til að tryggja okkur lífsviðurværið ...
Og græðgi manna, gerir það að verkum að þeir sjá þetta ekki fyrir. Nú, mun til dæmis frakkland að öllum líkindum verða "hægri" stýrt. það þýðir algjöran endi á félagskerfinu sem hefur gert líferni á Norðurlöndum, svo gott.
Ég, sem borgaði fyrir lagningu a rafmagnsköpplum með skatti mínum. Varð að horfa upp á það, að þessi eign mín var "tekin" frá mér, og "gefin" einhverjum til rekstrar. Og nú, þarf ég að borga fyrir að fá að nota minn eigin rafmagns kapal. Vegurinn, sem ég keyri eftir, og hef breit vegskatt til ríkisins í áratugi. Á nú að leggja toll á, svo ég þurfi líka að borga fyrir að keyra um hann. Þrátt fyrir að akstur um þennan veg hefur minnkað, en ekki aukist. Brúin sem ég keyri yfir, þarf ég að borga fyrir að keyra yfir, þó svo að þessi brú hafi verið byggð fyrir skattin, sem ég greiddi til ríkisins ...
ÞETTA SVANUR, ER ARÐRÁNIÐ SEM Á SÉR STAÐ FYRIR ALLRA AUGUM.
Það littla sem á sér stað í dag, eru sáralittlar aðgerðir sem ekki standa tímans tönn. Og að lokum, stöndum við öll í röð til að fá læknishjálp við Reumatismanum, en við erum ekki prioriteruð af því við tilheirum ekki Ogliarkinu. Ég fæ "blóðþynnandi" efni við hjartasjúkdómum mínum, af því ég er fátækur. En ríki maðurinn við hliðina fær nýtt hjarta, lifur úr næsta fátæklingi sem ekki gat borgað skuldirnar sínar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 09:34
úff... maður á varla til orð yfir þessum bloggfærslum, þvílíkir moðhausar. Ávextir Múhameðstrúar og sosíalisma eru dauði og Djöfull. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.
Brynjar (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 10:18
magnaður pistill hjá Bjarna..
Óskar Þorkelsson, 19.5.2011 kl. 11:03
Bjarne er anti semitisti og fífl. Þar fyrir utan er nú ekkert mark takandi á fifli sem segir "sunni múslimar eru semítar" þegar 90% þeirra hefur ekki arabískan blóðdropa í sér. Stærstur hluti múslima heimsins er af asísku bergi brotinn væni, og ekki tengdur neinum miðaustrænum þjóðflokki. Farðu til Malasíu og Indónesíu og lærðu svo að halda kjafti um hluti sem þú hefur ekkert vit á. Og "gyðingar eru ekki semítar" þvaðrið er búið að afsanna með erfðafræðigreiningum virtara fyrirtækis en decode sem skoðar einmitt azkenazim gyðinga, en þeir eru enn rannsakaðri fyrirbæri en við Íslendingar, og rannsóknir sýna þeir hafa nánast sama dna og fólk frá líbanon. Halltu svo kjafti væni.
Z (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 06:01
Og Bjarne fífl og fáviti. Reyndu að fatta að það voru gyðingar sem halda þér fatlaða manninum á floti. Jesús var gyðingur og það er kristin hugmyndafræði sem lagði grundvöllin að velferðakerfinu. Marx kom því svo á næsta stig en hann var líka gyðingur. Hann var svo áhrifamikill að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn er undir áhrifum hans ef þú skoðar hugmyndafræði hans ofan í kjölinn og sama má segja um nútíma repúblikana, enda hægri/vinstri skilin sífellt að þynnast. Ef ekki væri fyrir Cristo-Marxísk áhrif yrðir þú að sjá um þig sjálfur eins og var víðast siður hjá heiðnum mönnum, og var siður hér á landi enn löngu eftir daga kristninnar, eða allt þar til socialisminn, sem gyðingar komu á laggirnar, kom hingað, ásamt feminismanum og fleiri judean hugmyndum (90% frægustu og mikilvægustu feministanna voru gyðingar) ...........og gleymum ekki liðinu sem heldur þér á lífi. Gyðingur fann upp pencilin og slatti margir gyðingar fundu upp hin lyfin sem koma í veg fyrir þú drepist með fötlun þína. Þetta er nefnilega slatti greind þjóð og hefur menningu sem ýtir undir greind og gáfur. Þess vegna eiga þeir vel yfir 75% nóbelsverðlaunahafa í vísindum, en eru langt langt langt langt undir 1% mannkyns.
Z (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 06:06
Síðan má ekki gleyma því fáir berjast meir fyrir málstað annarra minnihlutahópa en gyðingar. Engir hafa verið ötulli í baráttunni fyrir réttindum fatlaðra, og svo öflugir voru þeir fyrir baráttunni fyrir frelsi svartra, að án aðstoðar þeirra væru svartir Bandaríkjamenn enn þrælar, en það er skjalfest langt yfir 90% hvítra sem lögðu málstaðnum lið voru gyðingar, og hinir flestir Quaker eða aðrir minnihlutahópar sjálfir, en komu ekki úr meirihlutanum. Þeir gera því meira fyrir þig en þú fyrir þá. Ekki það að það eru redneck kapítalistasvín meðal þeirra eins og allra annarra þjóða, bara í minna mæli. Ég tilheyri sjálfur minnihlutahópi sem væri líklega dauður ef þeir væru ekki hérna.
Z (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.