13.5.2011 | 08:57
Ellismellurinn Jane Fonda
Þegar að Michael Jackson lést, skrifaði Jane Fonda þetta um hann á blogginu sínu;
"Ég hugsa stöðugt um dauðann. Ég æfi dauða minn. Mér finnst það mjög heilbrigt. Dauðinn er einu sinni það sem gefur lífinu merkingu líkt og hávaði gefur þögninni merkingu. Æ æ , hugsaði ég með sjálfri mér, Michael á eftir að það eiga erfitt þegar hann eldist. Hann mun eyða allri orku sinni í að flýja hið óumflýjanlega. Og nú hefur það gerst. Sem betur fór tók að fljótt af. Stórkostleg hjartaáföll sem fólk nær sér ekki af, taka venjulega fljótt af. Þú veist ekki einu sinni hvað er að gerast. Þetta var líklega besti dauðdaginn fyrir Michael. Það var erfitt að ímynda sér hann hamingjusaman þegar aldurinn færist yfir hann."
Jane veit greinilega hvað hún er að segja því fáar konur afa lagt jafn mikið á sig og hún til að flýja ellina. Og á þessum myndum af henni 73 ára sem fylgja fréttinni, er ekki hægt að segja annað en að henni hafi tekist bærilega vel til.
Síðustu 30 árin hefur hún stundað líkamsrækt og heilbrigt líferni. Og þegar það dugði ekki til hefur hún látið undan hégómanum og lagst undir skurðhnífinn til að láta fjarlægja mestu hrukkurnar. (Sjálf segist hún ætíð vera treg til þess af því henni þyki í raun vænt umhrukkurnar sínar)
En hún lítur glæsilega út í Emilio Pucci kjólnum sínum þarna í Cannes. Henni tókst greinilega í þetta sinn að finna kjól sem enginn annar klæddist og komast hjá sem sagt er að sé pínlegasta stund í lifi hverrar konu, þ.e. þegar einhver önnur mætir í alveg samskonar kjól, eins og gerðist hjá Jane einmitt í Cannes árið 2007. (Sjá mynd)
73 ára og stal senunni á rauða dreglinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heimspeki | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.