14.4.2011 | 12:03
Er Jón Gnarr stjórnleysingi?
Jón Gnarr kemur á óvart. Hann er ekki samkvæmur sjálfum sér. Hann segist ekkert vilja tala við þessa dáta um borð í þýsku herskipunum því hann er á móti öllum hernaði.
Jón hlýtur þá líka að vera á móti því að Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verði bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í heimsókn í Reykjavík, ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.
Eins og komið hefur fram í fréttum er verið að klára skoðun á TF-LÍF og var því þýska þyrlan til að vera til aðstoðar TF-GNÁ, ef kemur að útkalli og þörf er á að fljúga út fyrir 20 sjómílurnar.
Vísir skýrði frá því að "hernaður" þessa skipa hafi m.a verið fólgin í því að sjá um flutning 412 egypskra flóttamanna í mars, frá Túnis og til síns heima í Egyptalandi, einnig hefur Rheinland-Pfalz verið við gæslu og eftirlit á Aden flóa sem er á milli Sómalíu og Jemen. Þar eru það einkum sjóræningjar sem sem þarf að hafa gætur á eins og kunnugt er.
Jón er tilbúinn samkvæmt fréttinni að leyfa að herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu þær að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi. En hann vill samt sýna vanþóknun sína á veru skipana sem liggja nú við Skarfabakka í Sundahöfn með því að taka ekki á móti yfirmönnum þeirra.
Ég er líka friðarsinni eins Jón Gnarr. En ég er ekki stjórnleysingi. Þess vegna finnst mér þessi yfirlýsing Jóns dálítið mótsagnakennd. Nema auðvitað að hann aðhyllist stjórnaleysi.
Á móti hernaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786800
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha? hvar kemur stjórnleysi inn í þetta?
Allavega þá eru þessi skip herskip. Þetta eru ekki hjálparskip. Væru þetta hjálparskip þá væru þau ekki búin vopnum, þau væru máluð í skærum litum og væru titluð hjálparskip en ekki herskip. Þó svo að herskip séu notuð við björgunarstörf þá eru það samt enn herskip. Ef það á að réttlæta tilveru herskipa með vísan í björgunarstörf þá er í raun verið að réttlæta tilveru björgunarskipa en ekki herskipa. Ef aðstoð við vá er eini tilgangur herskipa, afhverju smíðuðu þjóðverjar þá herskip en ekki hjálparskip. Afhverju settu þeir byssur í skipin sín og fylltu þau af hermönnum en ekki björgunarmönnum. Mönnum sem hafa verið þjálfaðir í að skjóta fólk en ekki bjarga því.
Kallinn minn, það er engin hræsni að vera á móti hertólum þó svo að slík tól séu stundum notuð til aðstoðar. Það er eins og að segja að maður mætti ekki vera hlynntur rafmagni, því rafmagn er notað til að framleiða ál sem skemmir náttúruna.
R (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:18
Mér finnst nú þessi færsla þín fera freklega mótsagnarkennd Svanur. Þú segir í byrjun:
"Jón hlýtur þá líka að vera á móti því að Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verði bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í heimsókn í Reykjavík,..."
Málsgrein síðar hefur þú eftir honum:
"Jón er tilbúinn samkvæmt fréttinni að leyfa að herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu þær að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi."
Líklega hefur hann einmitt haft þetta samstarf í huga. Hvað heldur þú?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 12:24
Jón Steinar og R; Mótsögnin felst í því að leyfa þyrluna en ekki herskipin. Bæði eru notuð til hjálpar og björgunarstarfa. Bæði geta verið notuð í hernaði. Skipin voru að koma úr hjálparstarfi. Þyrlan er að gegna hjálparstarfi en er hergagn engu að síður.
Hitt málið með stjórnleysi R er að stjórnleysingjar eru gjarnan á móti öllum hernaði jafnvel þótt hann sé réttlætanlegur, líkt og verndun alþjóðlegra siglingaleiða fyrir sjóræningjum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.4.2011 kl. 12:50
Ég held þú ættir að kynna þér betur skilgreininguna á anarkisma. Þetta heitir væntanlega pacifismi hjá Jóni og er hið besta mál. Mér finnst ansi m´´oðursýkislegt að væna hann um að meina hjálparstarf þótt hann haldi þetta prinsipp. Það veist þú bara ekki rassgat um.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 13:28
Þorpsfíflið er aldrei beinlínis rökrétt í hugsun og afstöðu, Svanur Gísli.
Gústaf Níelsson, 14.4.2011 kl. 16:00
Maðurinn hefur fullan rétt á þessari skoðun sinni, þ.e. er að vilja ekki taka á móti áhöfnum herskipa. Afturámóti hefur hann ekkert á móti hjálparstörfum þyrlunnar, sem er samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans.
Vopnuð herskip eru ekkert til að kalla upp að ströndum landsins, en úr því þau koma í friðsamlegum tilgangi og hafa boðist til að hlaupa í skarðið fyrir þyrluna má etv. sætta sig við að þeim hafi verið boðið hingað.
En borgarstjórinn er guði sé lof frjáls og hugsandi maður, sem má hafa sitt álit í friði, mér og mínum að meinalausu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 14.4.2011 kl. 16:36
Ég er búinn að vera að skrifa um þetta á nokkrum bloggum, en maður þarf ekki að vera á móti notkun hertóla til björgunar þó maður sé á móti hertólunum sem slíkum. Tökum dæmi af anarkó-primativistum (upprunasinnaðir-stjórnvaldsleysingjar svona fyrst þú varst búinn að nefna þá). En margir anarkó-primativistar eru á móti offramleiðslu og ofsaneyslu borgarmenningarinnar, þó búa ef til vill meirihluti þeirra í borgum. Þeir fara í ruslin og borða matinn sem kapítalistarni hafa ræktað í gegnum arðrán og kúgun þó svo að þeir vita hvaðan maturinn kom. Málið er að þeir geta nýtt næringuna sem maturinn hefur upp á að bjóða eða leyft honum að rotna svo að blóð og sviti verkafólksins og öll mengunin sem fór í framleiðsluna fór í að flytja matinn í ruslatunnuna engum til góðs.
Með hernaðartól er þetta eins. Hernaðartólin hafa verið framleidd og þau hafa verið send til Íslands. Þá má alveg eins nota tækin til björgunar eins og að leyfa þeim að standa. Maður getur verið á móti því að slík tól séu framleidd og að frekar ætti að framleiða björgunartól. En þetta er það sem við höfum núna, svo notum það. Matur sem var framleiddur með kúgun fyrir vísitölufjölskylduna er nýttur af skítugum anarkistum þrátt fyrir að þeir séu á móti framleiðslunni. Og sömuleiðis eru hergögn framleidd til kúgunar gegn andstæðingum kapítalismans en eru svo nýtt af friðarsinnum til að bjarga fólki úr sjávarháska.
Þessi mótsagnarök eru vel útlýtandi og því ekki skrítið að margir falla fyrir þeim. En það sem gerir þessi rök ógild er það að fólk tekur notagildi og framleiðslumarkmið að þeim sömu. Sé hlutur framleiddur með göfugum markmiðum en nýttur til ills (peningar) þá er ég á móti notkuninni án þess að vera á móti hlutnum en sé hlutur framleiddur af illum ásetning og nýttur til góðs (herskip) þá er ég á móti hlutnum án þess að vera á móti nýtingunni.
R (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 17:48
Hvern andskotann eiga þýsk herskip heima á Íslandi, ég spyr? Hvaða aðstaða er það í kringum Ísland, sem gerir það að verkum að Þýsk, bresk, amerísk eða önnur herskip þurfa að vera þar á stjái? Eru Íslendingar hættulegt fólk, sem þarf að fylgjast með á höfunum?
Þið þarna á fróni eruð stjórnleysingar sjálf ... hvaða árátta er þetta að falla í klaufir, yfir einhverjum dáta erlendis. Eins og smá stelpur, sem halda ekki vatni yfir einhverjum rokkteitri sem sér ekki sjálfan sig fyrir eiturlyfjavímunni.
Nei, piltar. Reinið einhvern tímann að vera sjálfum ykkur trúir. Því að segja "NEI" og síðan bjóða dátunum heim, er ekkert til að þykja vera flott. Burt með ruslið ... segið þeim að fara til Somalíu og berjast þar sem þeirra er þörf.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 18:22
Hann er jú Trúður, hupla og halloj..
Borgarbúar kusu hann fram yfir Hina Trúðana..
Ef úrvalið er svona gott, hví gráta yfir því?
Njáll Harðarson, 15.4.2011 kl. 09:50
Eigum við ekki að bæta því við að Þyrlan bilaði um leið og Borgin sagði NEI!
Njáll Harðarson, 15.4.2011 kl. 09:52
Skrítið að sjá þessa útgáfu á stjórnleysingja. Ertu stundum neikvæður Svanur? Þú veist alveg nákvæmlega hvað Jón Gnarr á við, enn það er hægt að taka allt sem fólk segir úr samhengi ef maður vill...
Óskar Arnórsson, 16.4.2011 kl. 19:15
Ég á svo bágt með að sætta mig við þessar eilífu trúðstilvitnanir þegar borgarstjórinn okkar á í hlut. Hann er grandvar og heiðarlegur maður og greinilega með þær skoðanir að her og ófriður þurfi að leggjast af, - hversu raunhæft sem það er. En ætti friður og afvopnun sér enga málssvara værum við illa stödd.
Borgarstjórinn er eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi í dag sem ég hef aldrei heyrt reyna að halla sannleikanum, hann er etv. stundum svolítið torskilinn, enda sagður með eindæmum feiminn, en hann lofaði í upphafi, að læra um leið og hann upplifði og það hefur hann staðið við, meira að segja að þess án þess að sjái merki um að hann hafi spillst.
Mér finnst hlutunum snúið á hvolf þegar hinir raunverulegu trúðar sem slá um sig til að vekja athygli og aðdáun með hálfsannleika eða helberri lygi eru settir upp á stall, en heiðarleikinn uppmálaður, úthrópaður sem trúður, aftur og aftur og endalaust.
Bergljót Gunnarsdóttir, 16.4.2011 kl. 23:36
Málið er að í þjóðfélaginu er sannleikurinn orðin undarlegur. Og lýgi sem er búið að endurtaka nógu oft, breytt í sannleika. Allir vita hvað er rétt og rangt og það er einmitt það sem er svo óþægilegt.
Það er ekkert mál að fyrir Jón Gnarr að segja sannleikann. Enn það þarf hrikalega sterk bein að þola afleiðingarnar af því, enda alls ekki vinsælt þar sem hefð er fyrir því að lifa í lýgi...
Óskar Arnórsson, 17.4.2011 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.