13.4.2011 | 09:18
Gagarin og Guð
Nafn hans var á hvers manns vörum fyrir 50 árum. Hann var fyrsti geimfarinn og fram til þessa hafa aðeins um 500 jarðarbúa fetað í fótspor hans. Í augum flestra var hann hetja, og í Sovétríkjunum þar sem geimvísindi voru einskonar trúarbrögð á þessum tíma, varð Gagarin að Guði.
Slík var dýrkunin á þessum manni að kirkjur sem lagðar höfðu verið af í hinu guðlausa veldi kommúnismans, voru enduropnaðar og helgaðar Yuri Gagarin. Mynnisvarðar og styttur risu um gjörvöll Sovétríkin af Yuri og hann var viðstaddur alla stórviðburði ríkisins á meðan hann lifði.
Samtímis fór áróðursvél stjórnvalda í gang. Haldið var fram að Gagarin hefði sagt þegar hann komst á sporbaug um jörðu; "Ég sé ekki neinn Guð hérna uppi." Í afriti af samskiptum Gagrins við jörðu á meðan á ferð hans stóð, er þessa setningu hvergi að finna. - Seinna var þessi kvittur rekin beint til leiðtogans sjálfs, Nikita Khrushchev. Á ráðstefnu sem haldin var um áróður gegn trúarbrögðum sagði hann; "Gagarin flaug út í geyminn og sá engan Guð þar." "Sá sem aldrei hefur mætt Guði á jörðinni, finnur hann ekki út í geimnum" er samt setning sem höfð var eftir Gagarin.
Þegar hann lést í flugslysi 1968 urðu til ýmsar samsæriskenningar um dauða hans, en ástæður slyssins hafa aldrei verið skýrðar til fulls.
Eftir fall Sovétríkjanna dró mikið úr hverskonar hetjudýrkun í löndum þeirra svo og átrúnaðurinn á Gagarin.
Samt eimir eftir af þeim í heimabæ hans þar sem Gagarin söfnuðurinn var á sinum tíma hvað sterkastur.
Meðal rússneskra geimfara tíðakast ýmsir siðir sem tengjast Gagarin. Meðal þeirra er skilja eftir blóm við minnismerki Gagarins, heimsækja skrifstofu hans og biðja anda hans um leyfi áður en ferðin hefst. Skrítnasti siðurinn er e.t.v. sá að karlgeimfarar pissa á hægra afturhjól farartækisins sem ekur þeim út að geimflaugunum. Kvengeimfarar geta í stað þess að pissa á hjólið, skvett á það þvagi úr máli. -
50 ár frá fyrstu geimferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.