Er hægt að klóna Ólaf Ragnar Grímsson?

grimsonFyrir síðustu alþingiskosningar var það Jóhanna Sigurðardóttir sem fólk hugði að verða mundi bjargvætt þjóðarinnar. Hennar tími var kominn. Frammistaða hennar hefur valdið miklum vonbrigðum.

Áður var það ofurmennið Davíð Oddsson sem þjóðin dáði go elskaði að hata, enda fór allt handaskolum eftir að hann reyndi að stjórna landinu á bak við tjöldin úr Seðlabankanum, frekar en fyrir þeim opnum úr stjórnarráðinu.

oliragnNú kalla margir eftir afsögn Jóhönnu sem örugglega mundi verða upp á borðum ef efna ætti til nýrra kosninga nú, eins og stjórnarandstaðan vill. En þá ber þess að gæta að kröfur fólks eru stundum ósanngjarnar. Jóhanna hefur gert sitt besta og það besta var ekki nóg.

Það sem þjóðin þarf á að halda er ný bjargvætt og hana er ekki að finna í persónu Steingríms, Bjarna Ben, framsóknarstrákunum eða hreyfingar fólkinu þótt ágætt sé.

olafur-ragnarAugljósasti kosturinn er Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar þegar sestur í sæti nýjustu bjargvættar þjóðarinnar. Jafnvel römmustu andstæðingar hans telja að hann hafi staðið sig skörunglega í embættinu upp á síðkastið og hafi verið skeleggur málsvari Íslands á ögurstundu. -

Nú er ég ekki að mælast til að hann taki að sér hlutverk einvalds á meðan framboðið á trúverðugum pólitíkusum í öllum flokkum er jafn lítið og raun ber vitni. En hvernig væri að klóna kallinn og fá svona 36-40 stykki af honum. Þá gætu þeir allir farið í framboð og tekið yfir þingið líka. Þannig yrði komist hjá einveldinu sem Íslendingar mundu aldrei þola og full eining og traust mundi skapast á milli þings og þjóðar, þings og forseta, og forseta og þjóðar.

King GRIMSSONPS: Úps, BBC var að greina frá því rétt í þessu að Ólafur Ragnar Grímsson hefði sagt í viðtali við sjónvarpsstöðina að hvorki Bretar eða Hollendingar mundu þurfa að kæra Ísland til að fá peningana sína aftur. Nóg væri til í eignasafni landsbankans til að borga báðar skuldirnar að fullu. - 


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei minn ágæti Svanur, vald spillir og það er alveg sama hversu trúverðugir menn eru, um leið og þeir fá slík völd þá skapast hættuástand.  Þess vegna er betra að hafa karlinn nákvæmlega þar sem hann er og með valdið sem hann hefur að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Við verðum bara að verja atkvæði okkar af skynsemi og hlusta á, ekki bara hvað fólk segir, heldur hvað það GERIR.  Hafa kjart til að breyta til og kjósa eitthvað nýtt.  Þora að taka ábyrgð á atkvæði sínu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 18:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forsetinn er fínn eins og hann er. Við þurfum ekki fleiri eintök.

Kolbrún Hilmars, 12.4.2011 kl. 18:27

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mikil er trú þín kona :)

Við verðum bara að verja atkvæði okkar af skynsemi.

Skynsemi í pólitík er mótsögn í sjálfu sér.

En við getum svo sem reynt eina ferðina enn. Hvað má bjóða þér Ásthildur mín...kvótaskammtara, orku í ál og bankabraskara-sjálftökuflokkinn, framsækna-stríðsmangara-flokkinn, Icesave-afneitara-flokkinn eða villir hann stillir hann græna frá Venusi?

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 18:36

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Allt er gott í hófi. Ólafur hefur aldrei verið efni í stereo, þótt Dolby kerfið hafi fúnkað vel.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.4.2011 kl. 20:50

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þessi mynd af Ólafi í röndótta melludólgsjakkanum er alveg mögnuð. Ef hann á jakkann ennþá, væri réttast að koma honum á Þjóðminjasafnið. Ég man í byrjun 8. áratugarins, að Ólafur ók um í grænni WV bjöllu, að hann ók alltaf með ökuhanska með götum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.4.2011 kl. 20:56

6 identicon

Euro-centricismi er rasisti og menningarlegt hatur, heimóttarskapur og viðbjóður. Við erum eitt mannkyn. Mál Íslands mun leggja sitt litla lóð á vogarskálar réttlætisins í baráttunni fyrir afnámi skulda þriðja heimsins. Þeir sem hindra þetta skulu horfa í speglinn, og viðurkenna með sjálfum sér að ástæða þess þeir telja hag þessa fólks minna virði en hag Breta og Hollendinga er rasismi og leyfa gamaldags colóníalisma í sál þeirra. Slíkir menn eru ekki í húsum hæfir. Euro-centricismi er úreltur og viðbjóðslegur og þeir sem aðhyllast hann viðbjóðir.

Internationalisti sem hatar Evrócentrisma (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 21:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jesss! Við höfum eignast anti-Jón Frímann!

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 22:46

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Jón Frímann spámann og geimveru.  Hann er engum líkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 23:19

9 identicon

Ég myndi alveg samþykkja að gera þennan mann að einræðisherra í eitt kjörtímabil á meðan hin pólitíska kreppa gengur yfir. Getur hann ekki bara ráðið sjálfan sig sem forsætisráðherra? Heh.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 01:33

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég las á bloggi Frímannsins, að hann hefði gefist upp á Danmörku. ESB reyndist víst ekki það gósenland sem blessaður pilturinn ætlaði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.4.2011 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband