Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna afhöfðaðir

Pokapresturinn Terry Jones sem á heima í Flórída, lét langþráðan draum rætast fyrir nokkrum dögum. Hann sviðsetti réttarhöld í kirkju sinni yfir kóraninum og brenndi hann síðan. Ódæðið var tekið upp og ekki leið álöngu fyrr en upptakan var komin á netið.

Þessi kristni predikari hafði áður valdið fjaðrafoki með því að boða til Kóran-brennu, en var talið tímabundið hughvarf af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna. -

SÞ bækistövar í Mazar-i-sharif-brennaÞegar klerkahyskið í bænum Mazar-i-Sharif í norður - Afganistan heyrði af verknaðinum, skipulögðu þeir mótmælagöngu. Hún endaði með að ráðist var á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í bænum og þar var murkað lífið úr að þvi að talið er 20 manns. Sumir voru afhöfðaðir, aðrir skornir á háls.

Terry Jones finnst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann neitar að biðjast afsökunar á að brenna Kóraninn. Hann segir að bókina illa.  

Klerkarnir í Mazar-i-Sharif segja að Talibanar hafi tekið yfir mótmælin og beint fólkinu að bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfir hafi Þeir ætlað að hafa mótmælin friðsamleg.

Terry Jones vissi vel að viðbrögð herskárra múslíma mundu verða ofbeldisfull ef hann brenndi kóraninn opinberlega. Þegar að hann ætlaði að benna kóraninn á síðasta ári gerðu hinir máttugu fjölmiðlar heimsins  hann að hættulegum manni með að beina kastljósinu að honum.

Nú er skaðinn skeður og hann er mikill. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

þetta sýnir það svart á hvítu hvað trúarbrögð eru heimsk og breytir það engu hvað þau heita Til toppa heimskuna þá er til fólk sem telur sig hafa einu réttu trúna og er tilbúið að gera jafn heimskulega hluti líkt og Terry Jones gerði.

Davíð Bergmann Davíðsson, 2.4.2011 kl. 19:03

2 identicon

Political correctness pakkið er sennilega hlynnt þessu. Norska konan, Siri Skare (53) var víst afhöfðuð. 

 Ekkert heyrist frá róttækum feministum enda er "hjónaband" feminista og islamista eitthvað furðulegt.   Saman mótmæla þau þegar múslimsk kona er að taka þátt í fegurðarkeppni.

 mbl.is:

"Hótanirnar koma frá bókstafstrúarmúslimum sem eru mótfallnir þátttöku múslimskra kvenna í fegurðarsamkeppnum og róttækum femínistum sem eru á móti fegurðarsamkeppnum yfir höfuð."

Rétthugsun (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Davíð; trú og trúarbrögð eru ekki vandamálið í þessu frekar en öðru. Vandamálið er og mun sennilega alltaf verða öfgamenn. Öfga trúaður, öfga femínisti, öfga trúleysingi - allt ber að sama brunni, öfgarnir eru slæmir. Öfga múslimar mega ekki heyra neitt misjafnt sagt (eða teiknað) um Múhameð né kóraninn frekar en að öfga kristnir mega ekki heyra neitt slæmt sagt um Jesú eða biblíuna.

Aðalsteinn Baldursson, 2.4.2011 kl. 20:26

4 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

Tek undir þetta Aðalsteinn, hins vegar eru trúarbrögð og trú á eitthvað yfirnáttúrlegt það heimskasta sem maðurinn hefur fundið uppá og skiptir engu hvaða trúarbrögð eða trú eiga í hlut.

Davíð Bergmann Davíðsson, 2.4.2011 kl. 21:04

5 identicon

Terry Jones ber enga ábyrgð á ódæðum múslima. 

Fyrirmyndirnar að grimmdinni og ómennskunni hafa þeir allar úr skræðunni sem hann brenndi.

marco (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:07

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei auðvitað ekki marco.

Af hverju er þér úthlutað hakakrossinum fyrir heimsóknartákn?

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 23:06

7 identicon

Ekki veit ég það Gísli, allavega hef ég litla samúð með nasismanum, íslam og öðrum helstefnum.

marco (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:29

8 identicon

Hefur fólk tekið eftir því að stríðið í Libyu er farið að líta út eins og arabískur Mad Max.

Þegar Iranir mótmæltu "Söngva Satans" í den tíd létust 40 íranir í mótmælunum.  Samt hafði enginn af þeim lesið bókina. 

Rétthugsun (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:31

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Án þess að ég vilji á nokkurn hátt verja hinn öfgafulla bandaríska klerk, finnst mér furðulegt þegar hann er gerður ábyrgur fyrir þessum ofbeldisfullu grimmdarverkum í Afganistan.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.4.2011 kl. 04:18

10 identicon

Sveinn, ég skil vel að menn séu "upprörd" yfir þessu öllu saman.  En þó svo að menn séu að tala um að trúarbrögð séu slæm, þá verð menn að reyna að skilja að "pólitík" er trúarbrögð nútímans.  þau eru jafn slæm, og kirkjunnar trú.

Þessi kirkjunnar maður hefur skoðanir, sem við getum að sjálfsögðu sagt að eru slæmar en skoðanir eru það samt.  Það getur líka vel verið að múslimum þyki það slæmt að verið sé að teikna myndir af Múhamed, eða brenna bækur.  En þetta eru engin ódæðisverk.  Þeir ganga til og afhöfða fólk.  Við erum að ganga þarna um og frelsa þetta fólk, með því að flytja þessa öfgamenn til Evrópu á sama tíma og við erum að "brenna" kóraninn þeirra.  Gerðu þér fyllilega grein fyrir því, að þau boðorð sem við erum að flytja er alveg nákvæmlega það sama ... og að brenna kóraninn þeirra.  Þetta er það sem verið er að gera, og það er einungis spurning hvenær þessar öfgamenn, sem eru "almennt" meðal araba ... og gyðinga.  Ganga um og sprengja sig í loft upp, og drepa Íslensk börn, gamalmenni og konur.

Hver ber ábyrgðina á því? Við vitum að þessir menn eru svona "hugsandi", og hver heldur þú að beri ábyrgðina á því að flytja þetta fólk, sem "útflutningsvöru" til Evrópu?

Hver á að axla ábyrgðina á afleiðingur "trúarboðskapar" okkar? Gerðu þér grein fyrir því, að boðskapur okkar um "frelsi" og "lýðræði" er trúarboðskapur.  Við trúum á frelsið og lýðræðið, þeirra skoðanir koma frá æðri mætti ... Guði almáttugum, á sama hátt og það gerði hér á mið öldum.

Er trúarboðskapur okkar, með stríði og sprengjum ... sannfærandi?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband