2.4.2011 | 18:32
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna afhöfðaðir
Pokapresturinn Terry Jones sem á heima í Flórída, lét langþráðan draum rætast fyrir nokkrum dögum. Hann sviðsetti réttarhöld í kirkju sinni yfir kóraninum og brenndi hann síðan. Ódæðið var tekið upp og ekki leið álöngu fyrr en upptakan var komin á netið.
Þessi kristni predikari hafði áður valdið fjaðrafoki með því að boða til Kóran-brennu, en var talið tímabundið hughvarf af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna. -
Þegar klerkahyskið í bænum Mazar-i-Sharif í norður - Afganistan heyrði af verknaðinum, skipulögðu þeir mótmælagöngu. Hún endaði með að ráðist var á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í bænum og þar var murkað lífið úr að þvi að talið er 20 manns. Sumir voru afhöfðaðir, aðrir skornir á háls.
Terry Jones finnst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann neitar að biðjast afsökunar á að brenna Kóraninn. Hann segir að bókina illa.
Klerkarnir í Mazar-i-Sharif segja að Talibanar hafi tekið yfir mótmælin og beint fólkinu að bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfir hafi Þeir ætlað að hafa mótmælin friðsamleg.
Terry Jones vissi vel að viðbrögð herskárra múslíma mundu verða ofbeldisfull ef hann brenndi kóraninn opinberlega. Þegar að hann ætlaði að benna kóraninn á síðasta ári gerðu hinir máttugu fjölmiðlar heimsins hann að hættulegum manni með að beina kastljósinu að honum.
Nú er skaðinn skeður og hann er mikill.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 786803
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta sýnir það svart á hvítu hvað trúarbrögð eru heimsk og breytir það engu hvað þau heita Til toppa heimskuna þá er til fólk sem telur sig hafa einu réttu trúna og er tilbúið að gera jafn heimskulega hluti líkt og Terry Jones gerði.
Davíð Bergmann Davíðsson, 2.4.2011 kl. 19:03
Political correctness pakkið er sennilega hlynnt þessu. Norska konan, Siri Skare (53) var víst afhöfðuð.
Ekkert heyrist frá róttækum feministum enda er "hjónaband" feminista og islamista eitthvað furðulegt. Saman mótmæla þau þegar múslimsk kona er að taka þátt í fegurðarkeppni.
mbl.is:
"Hótanirnar koma frá bókstafstrúarmúslimum sem eru mótfallnir þátttöku múslimskra kvenna í fegurðarsamkeppnum og róttækum femínistum sem eru á móti fegurðarsamkeppnum yfir höfuð."Rétthugsun (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 19:31
Davíð; trú og trúarbrögð eru ekki vandamálið í þessu frekar en öðru. Vandamálið er og mun sennilega alltaf verða öfgamenn. Öfga trúaður, öfga femínisti, öfga trúleysingi - allt ber að sama brunni, öfgarnir eru slæmir. Öfga múslimar mega ekki heyra neitt misjafnt sagt (eða teiknað) um Múhameð né kóraninn frekar en að öfga kristnir mega ekki heyra neitt slæmt sagt um Jesú eða biblíuna.
Aðalsteinn Baldursson, 2.4.2011 kl. 20:26
Tek undir þetta Aðalsteinn, hins vegar eru trúarbrögð og trú á eitthvað yfirnáttúrlegt það heimskasta sem maðurinn hefur fundið uppá og skiptir engu hvaða trúarbrögð eða trú eiga í hlut.
Davíð Bergmann Davíðsson, 2.4.2011 kl. 21:04
Terry Jones ber enga ábyrgð á ódæðum múslima.
Fyrirmyndirnar að grimmdinni og ómennskunni hafa þeir allar úr skræðunni sem hann brenndi.
marco (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:07
Nei auðvitað ekki marco.
Af hverju er þér úthlutað hakakrossinum fyrir heimsóknartákn?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 23:06
Ekki veit ég það Gísli, allavega hef ég litla samúð með nasismanum, íslam og öðrum helstefnum.
marco (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:29
Hefur fólk tekið eftir því að stríðið í Libyu er farið að líta út eins og arabískur Mad Max.
Þegar Iranir mótmæltu "Söngva Satans" í den tíd létust 40 íranir í mótmælunum. Samt hafði enginn af þeim lesið bókina.
Rétthugsun (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:31
Án þess að ég vilji á nokkurn hátt verja hinn öfgafulla bandaríska klerk, finnst mér furðulegt þegar hann er gerður ábyrgur fyrir þessum ofbeldisfullu grimmdarverkum í Afganistan.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.4.2011 kl. 04:18
Sveinn, ég skil vel að menn séu "upprörd" yfir þessu öllu saman. En þó svo að menn séu að tala um að trúarbrögð séu slæm, þá verð menn að reyna að skilja að "pólitík" er trúarbrögð nútímans. þau eru jafn slæm, og kirkjunnar trú.
Þessi kirkjunnar maður hefur skoðanir, sem við getum að sjálfsögðu sagt að eru slæmar en skoðanir eru það samt. Það getur líka vel verið að múslimum þyki það slæmt að verið sé að teikna myndir af Múhamed, eða brenna bækur. En þetta eru engin ódæðisverk. Þeir ganga til og afhöfða fólk. Við erum að ganga þarna um og frelsa þetta fólk, með því að flytja þessa öfgamenn til Evrópu á sama tíma og við erum að "brenna" kóraninn þeirra. Gerðu þér fyllilega grein fyrir því, að þau boðorð sem við erum að flytja er alveg nákvæmlega það sama ... og að brenna kóraninn þeirra. Þetta er það sem verið er að gera, og það er einungis spurning hvenær þessar öfgamenn, sem eru "almennt" meðal araba ... og gyðinga. Ganga um og sprengja sig í loft upp, og drepa Íslensk börn, gamalmenni og konur.
Hver ber ábyrgðina á því? Við vitum að þessir menn eru svona "hugsandi", og hver heldur þú að beri ábyrgðina á því að flytja þetta fólk, sem "útflutningsvöru" til Evrópu?
Hver á að axla ábyrgðina á afleiðingur "trúarboðskapar" okkar? Gerðu þér grein fyrir því, að boðskapur okkar um "frelsi" og "lýðræði" er trúarboðskapur. Við trúum á frelsið og lýðræðið, þeirra skoðanir koma frá æðri mætti ... Guði almáttugum, á sama hátt og það gerði hér á mið öldum.
Er trúarboðskapur okkar, með stríði og sprengjum ... sannfærandi?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.