Priyanka Thapa og miskunarlaus Útlendingastofnun

Priyanka-ThapaÞað er eitthvað verulega bogið við stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Ekki nema von að almenningur finnur sig knúinn til að reyna að grípa enn og aftur inn í atburðarásina og reyni að hindra að stefna stjórnvalda nái fram að ganga.

Hvað eftir annað vísar Útlendingastofnun burtu úr landinu ungu og gjörvulegu fólki sem hér hefur getið hefur sér gott orð og eignast góða vini og kunningja. - Hvaða lagabókstaf er svona mikilvægt fyrir Útlendingastofnun að fylgja, að allt tillit til mannúðar og almennrar skynsemi er látið lönd og leið bara til að framfylgja honum.

Það er erfitt að sjá hvaða upplýsingum Útlendingastofnun fer eftir í úrskurði sínum í máli  Priyönku Thapa. Útlendingastofnun segir í úrskurði sínum að ekki hafi verið sýnt fram á að Priyanka verði neydd í hjónaband snúi hún aftur til Nepal.

Þeir sem vinna fyrir stofnunina vita eflaust að í Nepal er það alsiða að gifta ungar stúlkur eldri mönnum til fjár og jafnvel selja þær úr landi.

Nú er ljóst að Priyanka er ekki trúlofuð syni íslensks þingmanns eða eitthvað svoleiðis, og því er henni miskunnarlaust vísað á dyr. 

Hvernig á Priyanka annars að sanna að slík verði örlög hennar snúi hún aftur heim? Bjóst Útlendingastofnun við að hún kæmi með undirritað skjal frá föður sínum um að hann mundi gefa hana nauðuga í hjónaband ef hún kæmi til baka?


mbl.is 6 þúsund manns lýst yfir stuðningi á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Fallegar konur og ríkir karlar eiga greinilega ekki að fá ríkisborgararétt hér m.v. fréttir síðustu daga. Er fólk eitthvað hrætt við samkeppni?

Þorsteinn Sverrisson, 2.4.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það þarf ekki ríkisborgararétt til, það nægir að gefa dvalarleyfi til frambúðar út..

Óskar Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband