Fleki á milli fleka

Holan í San AntonioAlmannagjá er tvímælalaust ein merkilegasta náttúrperlan á Íslandi. Jarðfræðilega og sögulega er hún einstök.

 Ferðamenn sem til landsins koma taka gjarnan andköf á Hakinu þegar þeir líta yfir þingvelli og Þingvallavatn "yfir til Evrópu og þegar þeir ganga niður gjána drýpur sagan ef hverri nibbu.

Þessi hola niður í "nýja gjá" undir gamla þjóðveginum sem liggur niður Almannagjá á bara eftir að auka á undrið sem við köllum "þingvelli" og þar með ánægju ferðamanna sem sækjast eftir að sjá áþreifanleg og ný merki um að landið sé að gliðna í sundur eins og flekakenningin gerir ráð fyrir. 

Að byggja fleka yfir holuna eða  byrgja hana á annan hátt, eins og segir í fréttinni að eigi að gera,  eru mistök. Það er í lagi að girða hana ef hætta er á hruni, en mér finnst sjálfsagt að fólk fáið að berja hana augum.

Hún er svo sem ekki stór þessi hola og jafnast kannski ekki á við holuna sem opnaðist  í San Antonio í Gvatamala á síðasta ári en sú er 70 metra djúp og varð einmitt til af völdum vatnsrofs.


mbl.is Almannagjá opnuð aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur Gísli. Þetta er gott dæmi um hvað Íslendingar og sumir fjölmiðlar Íslands geta verið sjálfhverfir og blindir á heildar-heims-samfélags-sýnina og réttlætið. Eða er ég að misskilja raunveruleikann eina ferðina enn? Það er þá ekki í fyrsta skipti sem ég misskil raunveruleikann  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband