Óþokkinn Mussa Kussa

Mussa Kussa var ótvírætt einn afhelstu framkvæmdastjórum Gaddafis. Hann var sá sem ákvað örlög "óvina" rískisins enda lengi vel yfirmaður líbísku leyniþjónustunnar. Ef allt væri með feldu, hefði hann verið handtekinn við komu sína til Bretlands og ákærður fyrir stríðsglæpi og hryðjuverk, rétt eins og um væri aðræða Gaddafi sjálfan.  Ef hægt er að segja að einhver einn maður annar en Gadaffi  hafi ódæðisverkin sem framin hafa verið á vegum Líbíu og í Líbíu á samviskunni,  er það herra  Kussa.

Nú er hann kominn til Bretlands og allt bendir til að breska leyniþjónustan hafi haft þar hönd á bagga. Hún er þekkt fyrir að hlúa að samböndum við hryðjuverkamenn líkt og hún gerði á Írlandi og nú í Afganistan.  - Kussa veit allt sem er þess virði að vita um Líbíu og Gaddaffi. Brotthlaup hans er því líklegt til að marka ákveðin tímamót í þessum átökum.

Helsta vandamál þeirra (UK og USA)  sem hafa skaffað uppreisnarmönnum í Líbíu aðgang að flugherjum NATO, er að þeir finna engan þar sem er líklegur leiðtogi til að taka við af Gaddafi. - Ef að Kussa vill ekki taka það hlutverk að sér sjálfur er hann alla vega rétti maðurinn til að benda á þann sem gæti það. - Um leið og búið er að finna leiðtogann og semja við hann um vinnslu á olíunni í Líbíu, er hægt að enda borgarstyrjöldina.


mbl.is Utanríkisráðherra Líbíu flúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Olía - þar liggur hundurinn grafinn  

Dagný, 31.3.2011 kl. 09:04

2 identicon

Þú veist þetta svo vel, að það bendir til að þú eigir sjálfur þarna hlut að máli.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 09:33

3 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli; sem aðrir gestir, þínir !

Bjarne Örn !

Svona; þér að segja, þekki ég það vel til Svans, sem árabils spjallvinar, að hann er ekki vanur því, að láta fleipur frá sér fara, að órannsökuðu, enda grúskari mikill - sem fræðaþulur knár.

Bjrne ! Nú; Mussa (Mar)Kussa, virðist ekkert koma neitt svo illa fyrir, þó svo ég dragi ekki í efa, frásögu Svans Gísla, hér að ofan. Að minnsta kosti; hafði piltur vit á því, að yfirgefa illræðis skálkinn,, Khadafy ofursta, að minnsta kosti.

Það; ætti frekar, að teljast þeim Líbýska, til tekna, ekki satt ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 14:07

4 identicon

Ég efast ekkert um, að hann Svanur meini vel, og eru margar greinar hans mjög góðar.  En ég er einn af þessum "efasemdar" mönnum, sem dreg afskaplega sterkt í efa þessar upplýsingar af þeirri einfaldri sök, að þær hljóma svona álíka eins og Íslendingasögurnar gömlu.  Frásögnin er þannig, að þeir sem segja hana ... hljóta hafa sjálfir verið þarna og gert þetta.  En ekki áhorfendur sem eru að lýsa því sem þeir sjá ... það er reginn munur á.  Bandaríkjamenn og Bretar, eru þekktir fyrir óhróðursverk í gegnum tíðina.  Þeir eru líka þekktir fyrir að vera harðbeintir lygarar, þegar að því kemur að segja frá... hér má nefna "Cowboy" myndir þeirra, þar sem lýst er því að Indiánar hafi tekið höfuðleður af hvítum mönnum.  Sannleikurinn er ÞVER ÖFUGUR ... Bandaríkjamenn greiddu mönnum fyrir að koma með höfuðleður af þessum "villimönnum".

Og menn horfa á þessa hyldarleiki, sem eru að vera að gera ... og vita mæta vel, að þeir sem eru að framkvæma óhróðursverkinn eru sjálfir á bandi bandamanna.  Aðeins bandamenn hafa hagnað af þessum óhróðursverkum, vegna þess að þær hafa einungis það markmið að veita bandamönnum "heimild" til að heyja stríð og myrða fólk.  Og þó svo að Khaddaffi, og aðrir Arabar (ég er nú ekkert hrifinn af þessum lýð sjálfur) eru skúrkar og ómenni, þá hef ég ímugust á því að verið sé að framkvæma svona óhróðursverk í nafni "tillgangurinn helgar meðalið".  Því, að það að þurfa að ganga um og ljúga til að geta komið verkum sínum í framkvæmd, bendir til þess að það sé það sterk mótstaða ... að það er einungis spurning, hvenær "andstaðan" nær algerlega yfirhöndinni og vindurinn blæs í aðra átt en nú.

Hugsið málið drengir ... er þetta allt saman ekki nánast "kópía" af "Júgoslavíu"? Og eini sameiginlegi hlekkurinn, fyrir utan að þarna er um skúrka að ræða ... er NATO.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband