Ísland úr NATO

Að vera í hernaðarbandlagi með öðrum þjóðum þýðir að hver þjóð verður að taka ábyrgð á því sem bandalagið tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Ekkert aðildarríkja í slíku bandalagi getur sett sig upp á móti aðgerðum þess af einhverri alvöru, nema að vera tilbúið til að segja sig úr því, líki þeim ekki aðfarirnar.

 Bandaríkjamenn og Bretar hafa att fjölda ríkja út í vonlausar hernaðaraðgerðir í Líbíu og nú vilja þeir koma af sér ábyrgðinni og fá um leið fleiri þjóðir til að axla kostnaðinn við þessar heimskulegu aðgerðir. Með því að skipa herjum NATO að taka yfir hernaðinn gegn Libíu, eru íslendingar dregnir inn í styrjöldina óspurðir að sjálfsögðu, því enn hafa hinar ýmsu þjóðir NATO ekki verið spurðar álits á þessum aðgerðum.

Vinstri stjórnin á Íslandi stendur hjá og lætur sig þetta engu varða. Eitt sinn gengu þessir ráðherrar um götur með spjöld sem áletruð voru "Ísland úr NATO, herinn burt". Það gera þeir ekki lengur, enda orðnir feitir og sællegir af kjötkötlunum sem þeir sitja við. - Herinn er víst farinn og þegar hann fór báru allir sig illa. En þjóðin er enn í NATO og sem slík verður samábyrg fyrir óumflýjanlegum stríðsafglöpum NATO í Líbíu.


mbl.is Samkomulag innan NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Ísland úr NATO, þó fyrr hefði verið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 00:09

2 identicon

Military men are dumb,stupid animals to be used as pawns for foreign policy"

Henry Kissinger

http://www.youtube.com/watch?v=K-CpCUOygqU&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 00:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kudos...

Segðu svo að við séum aldrei sammála...

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 01:03

4 identicon

Það geisar borgarastyrjöld í Lýbíu og Gaddafi er að drepa sitt eigið fólk með skriðdrekum og leyniskyttum. Það hafa geisað borgarastyrjaldir áður og þá hefur ekkert verið gert og þá vælir maður eins og þú afhverju ekkert sé gert. Núna er verið að gera einhva til að reyna jafna baráttuna, eyðileggja skriðdreka og aðra hernaðarlega mikilvæga staði. Þetta er ekki baráttu um olíu því þessi ríki höfðu öll samninga við Lýbíu um að kaupa olíu. Hættið þessu væli því þið mynduð væla líka ef ekkert væri gert.

Sveinn P (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 10:39

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sveinn; Já Gaddafi er að murka lífið úr mótmælendum með vopnum sem fengin voru frá þessum ríkjum sem ráðast að honum núna. Libía er 13. stærsti olíuframleiðandi heims. Vesturveldin ágirnast olíuna meira en nokkuð annað. Rétt eins og með Írak,  hugnast þeim vel sú tilhugsun að geta fengið ótakmarkaðan aðgang að þessu auðlindum.  Tvískinnungurinn í þessum aðgerðum Bandaríkjanna og sérstaklega Bretlands, sem er stjórnað af BP, er svo mikill að það er ekki gægt annað en að setja spurningarmerki við yfirlýstar ástæður styrjaldarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2011 kl. 10:54

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góð ábending Helgi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband