24.3.2011 | 15:49
Þumallinn féll af himni og kom upp um glæpinn
Málavextir í sakamáli sem dæmt var nýlega í á Bretlandi eru sumir mjög sérkennilegir. Hinn 33 ára gamli Mohammed Riaz, var fundinn sekur um að hafa myrt Mahmood Ahmad mág sinn á hroðalegan hátt í Mars á síðasta ári. Líkið af Mahmood hefru ekki enn fundist fyrir utan annan þumalputtann sem féll af himni ofan niður á bílastæði, þremur dögum eftir að morðið er talið hafa átt sér stað.
Forsaga málsins er svo sem ekkert óvenjuleg. Nahid systir Mahmoods var gift fautanum og glæpamanninum Mohammed Riaz. Eftir nokkra ára sambúð yfirgaf hún hann, fór í felur og skildi síðan við hann samkvæmt sarí lögum múslíma.
Mohammed Riaz undi þessu illa og eftir að hafa ofsótt fjölskyldu fyrrverandi konu sinnar um hríð, rændi hann bróðir hennar Mahmood og reyndi að pynta hann til sagna um hvar systur hans væri að finna.
Þegar að Mahmood vildi ekki leysa frá skjóðunni var hann drepinn og hlutaður sundur, líklega með aðstoð og vitund systur Mohammed Riaz sem heitir Sabra Sultana og einnig bróður hans Sharif Mohammed.
Lífsýni sem tekið var af blóðslettum í íbúð Mohammed Riaz passa við sýni úr umræddum þumli sem féll niður af himni á bílastæði ekki langt frá íbúð Riaz og er sá atburður til á myndbandi sem tekið var aföryggismyndavélum bílastæðisins.
Maður einn í reykingapásu stóð þar rétt hjá og sá þetta einnig gerast. Hann sagðist í fyrstu hafa haldið að einhver hefði hent kjúklingabita út um glugga á nærliggjandi húsi. Við nánari athugun sá hann að þetta var mannsþumall sem hafði verið snyrtilega sneiddur af hönd einhvers.
Lögreglan telur að þumalinn hafi fallið úr goggi fugls sem bar hann yfir borgina, en líklega séu likamsleyfar Mahmoods að finna einhversstaðar á víðavangi í grend við hana.
Athugasemdir
Alveg er ég steinhissa á að svona illvirki tengist trúarbrögðum þessara manna. Ha, Svanur? Er þessi múhameðstrú svo nærandi og góð fyrir kærleikann og umburðarlyndið? Kasseissú?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2011 kl. 22:14
Það skiptir engu hvort glæpamenn eru trúlausir eða trúaðir, þeir finna sér ástæður til illvirkja.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2011 kl. 22:52
Þú meinar þá að meirihluti tilhæfulausra illvirkja séu framin í nafni trúar af þeirri einföldu ástæðu að meirihluti manna er trúaður?
Hmmm? Þú ætlar að sleppa vel.
Þessi glæpur var í tengslum við heiðursmorð þar sem ekki náðist í hina eiginlegu syndahind til að kála henni eins og bókin skipar og því ættingja slátrað í staðinn. Ekkert með trúarbrögð að gera beint eða hvað?
Ertu líka að meina að illvirkjar séu það einfaldlega í eðli sínu og noti hvert tækifæri til slíks ef þeir finna nægilega safaríka réttlætingu?
Ég trúi því þó eiginlega ekki að jafn greindur maður og þú skautir þetta líka hjá efninu með svona liggaliggalái. Þú veist fullvel að það er rétt sem ég er að íja að.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 00:37
Þetta er eins og að kaupa réttlætingu ránmorðingja, sem segist hafa drepið mann af því að sig hafi sárlega vantað peninga, eða nauðgara sem ber fyrir sig að hann hafi ekki fengið það svo lengi.
Ef guð skipar svo fyrir samkæmt einhverri andskotans skruddunni, þá ypptir fólk öxlum og segir: " núúú, var það guð semhefur skipað svo fyrir? Æjæ, Þá hefur pilturinn vafalaust átt þetta skilið. Hann var jú að hylma yfir dauðasynd."
Ég trúi því ekki Svanur fyrr en í fulla hnefana að þú skiljir ekki hvað ég er að fara og snúir svona útúr. Sérðu ekki sósíópatíuna í því?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 00:44
Heiðursmorð og trúarbragðatengt ofbeldi er grafalvarlegt samfélagsmein um allan heim, en þið PC-arnir gangið maður undir mann að gera lítið úr því og sér í lagi Súfistinn Svanur sem elskar sér í lagi þá sem ofsækja bræður hans og systur mest af því að einhver sukkópat hripaði það niður á blað og sagði það haft eftir numero uno.
Er það ekki nokkurnveginn svona?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 00:52
Jón: Þetta morð flokkast ekki undir heiðursmorð. Konan skildi við hann löglega samkvæmt saría lögum. Afbrýði og brjálæði stjórnuðu gerðum þessa glæpamanns, ekki trú hans.
Það er óþarfi að reyna að klína svona glæpaverkum á trúarbrögðin, nóg er samt. Ekkert í Íslam réttlætir gjörðir þessa morðingja.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2011 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.