Pokaljón

Ljón í ÁstralíuÍ Ástralíu finnast engin stór rándýr nú til dags, en þangað til fyrir 30.000 árum var pokaljónið (Thylacoleo carnifex) útbreitt um álfuna.

Varðveist hafa margar þokkalega heillegar beinagrindur af þessari kjötætu af ætt pokadýra, en nýlega hafa fundist hella ristur sem gefa til kynna hvernig þessi skepna leit út holdi og skinni klædd.

Árið 2008 ljósmyndaði náttúrufræðingurinn Tim Willing nokkrar fornar steinristur í helli á norðvestur strönd Ástralíu. Mannfræðingurinn Kim Akerman, telur að þær séu af pokaljóni og geti ekki verið af neinni annarri dýrategund.

Fyrir utan einkenni sem koma vel heim og saman við beinagrindurnar, sýnir myndin að pokaljónið hefur haft strípur á baki, skúf á rófunni og uppreist eyru.

Þessi einkenni sjást ekki af beinagrindunum en frumbyggjar Ástralíu sem búið hafa í álfunni a.m.k. í 40.000 ár, hljóta að hafa haft góða hugmynd um útlit dýrsins.

Til eru aðrar hellamyndir í Ástralíu sem einnig er taldar sýna pokaljón en útlínur þeirra eru of máðar til að segja megi um það með vissu. Þær gætu eining hafa verið af Tasmaníutígur, sem varð útdautt af manna völdum árið 1936 eins og líklegt er að hafi orðið örlög pokaljónsins fyrir ca. 30.000 árum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband