Heppnir menn í Japan

Japanir öðrum þjóðum fremur trúa á heppni. Í menningu þeirra stjórnar hópur sjö Guða sem saman eru nefndir Shichifukujin, hamingju fólks sem mest ræðst af heppni þeirra. Það er því ekki að furða að saga Zahrul Fuadi hafi ratað á síður japönsku blaðanna og þaðan í heimspressuna.

Heppni hans er vissulega mikil og jafnast kannski á við heppni Japanans Tsutomu Yamaguchi sem lifði af tvær kjarnorkusprengingar  í Ágúst árið 1945 þegar Bandaríkjamenn beittu kjarnavopnum gegn japönsku borginni Hiroshima þar sem Tsutomu Yamaguchi var í heimsókn og aftur þremur dögum seinna , heimaborg hans ,Nagasaki.

 


mbl.is Slapp undan tveimur flóðbylgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

... og svo leikur manni forvitni á að vita hvort Tsutomu hafi ekki örugglega dáið síðar úr geislatengdum sjúkdómi, eins og krabbameini.

Jú, stendur heima hann dó úr magakrabbameini .......... 93 ára gamall!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.3.2011 kl. 16:10

2 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, það gerist margt merkilegt og ótrúlegt.  Þetta eru atriði sem eru langt úti á jaðrinum á normalkúrfunni.  Eitt er t.d. það að sá japani sem næstur var sprengimiðjunni (epicenter) í Hiroshima (frekar en Nagasagi) var einungis í um 350 m fjarlægð, og lifði það af.  Þessi kona náði eðlilegum aldri.

Hugsið ykkur að vera til frásagnar um slíkt!

Theódór Gunnarsson, 23.3.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband