Japan og Haiti

Heimilislausir JapanirÍ Japan býr tæknivæddasta þjóð veraldar. Innra skipulag þjóðfélagsins, velferð og afkoma íbúanna er eins og best gerist í heiminum. Hvergi í heiminum eru almannavarnir  skipulagðari.

Æðruleysi þjóðarinnar gagnvart afleiðingum jarðskjálftans og eyileggingarmætti flóðbylgjunnar, eins og myndirnar sem berast frá Japan bera vitni um, er vissulega aðdáunarvert.  Talið er að um 500.000 mans sé heimilislaust og tala þeirra sem létust er nú komin í rúmlega 4000 og ekkert hefur spurst til 8000 í viðbót. Í nánast beinni útsendingu, fylgst heimurinn með pappírsgrímuklæddum Japönum á vappi um ruslahauga þar sem áður voru bæjarstæði.

Vestrænir fréttahaukar virðast ekki vera búnir áð átta sig á þessari stóísku ró Japana.  Gagnrýni fyrir að afmennska hörmungarnar með stöðugum ágiskunum um hvað tjónið kunni að kosta í peningum, svöruðu þeir með nokkrum viðtölum við foreldra sem sloppið höfðu úr flóðunum og fagnandi þrýstu börnum sínum upp að sér. - En táraflóðin sem vestrænir frettamenn eru orðnir svo vanir að kvikmynda, þegar hörmungar steðja að á Vesturlöndum, voru hvergi að sjá.

Umheimurinn var fljótur að bregðast við og þjóðhöfðingjar heimsins kepptust við að bjóða Japan aðstoð sína. - Flestum boðum um aðstoð var samt hafnað. -

Ef við undanskiljum kjarnorkuvána sem náttúrhamfarirnar ollu og ekki er hægt að segja fyrir um hversu mikill er, þegar þetta er skrifað, er fróðlegt að bera saman þessar hamfarir við þær sem urðu á Haiti 12 Janúar 2010.

Heimilslausir Haiti búarÞá reið 7.0 sterkur jarðskjálfti yfir Port-Au-Prince og lagði borgina í rúst. 250.000 manns létu lífið og 1,3 milljónir manns misstu heimili sín. Vegakerfið laskaðist og flugvellir skemmdust.

Í Maí sama ár höfðu 1.8% þeirra sem urðu heimilislausir fengið þak yfir höfuðið hinir höfðust enn við í skýlum. Í dag, meira en ári seinna býr meira en ein milljón manns í bráðabirgðaskýlum.

Á eftir jarðskjálftunum komu hin árlegu flóð og kólera breiddist út. Talið er að meira en 400.000 manns þjáist af kóleru á Haiti, mest ungabörn. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 3000 þeirra látist.

Eftirköst skjálftans á Haiti 2010, halda áfram að vera mannskæð og ekki er enn séð að neinu leiti fyrir endann á hörmungum þjóðarinnar.

En fréttamennirnir eru farnir og athygli betur settra jarðarbúa hefur verið beint annað. Um þessar mundir er henni beint að Japan. -


mbl.is Hvetja fólk til að hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Samúð heimsins er í réttu hlutfalli við efnahagslegan styrkleika þess sem fyrir tjóninu verður!

Óskar Þorkelsson, 16.3.2011 kl. 20:18

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nákvæmlega Óskar, því miður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.3.2011 kl. 20:49

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já þetta er sorgleg staðreynd! Þegar hamfarinnar byrja hjá okkur af alvöru og við ráðum ekki við ástandið ætlumst við ekki til að okkur verði bjargað eða aðstoðuð fjárhagslega í samræmi við stöðu okkar?

Einnig er það svo að við erum í mun meiri útrýmingarhættu en Japanir sem skipta hundruð milljóna en við bara rúm þrjúhundruð þúsund.

Sigurður Haraldsson, 17.3.2011 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband