Ef það gengur eins og önd...

Enskur málsháttur segir eitthvað á þá leið að ef það gengur eins og önd og hljómar eins og önd, er það líklega önd. Bæði Útlendingastofnun og dómsmálráðuneytið virðast hafa farið eftir þessari ágætu alþýðuspeki og ekki talið nauðsynlegt að rannsaka málið sem fréttin hér að neðan fjallar um, út í hörgul.

Að ganga í málamyndahjónaband er ein af mörgum leiðum sem fólk notar til að flýja örbyrgð og  hafa möguleika á að öðlast hlutdeild í velmegun auðugra landa. - Sérstök lög, að mínu áliti mjög harkaleg og oftast ósanngjörn, voru sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir að þetta gerðist hér á landi og á forsendum þeirra laga hefur óréttlætið stundum orðið ofaná eins og lesa má um t.d. í þessum vitnisburði.

Útlendingastofnun og dómsmálráðuneytið hafa nú orðið uppvís að því að misbeita lögunum.  það er vont til þess að vita að ekki sé hægt að treysta jafn mikilvægum stofnunum í samfélaginu og þessar tvær eru og fólk þurfi að verja hendur sínar fyrir þeim með því að leita til dómstóla landsins.

Þessi dómur er því sannur áfellisdómur yfir vinnubrögð Útlendingastofnunar.

 


mbl.is Synjun um dvalarleyfi felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva, þetta eru nú bara vesöl 36 ár á milli. Annað eins þekkist nú milli íslendinga sjálfra, og hvað þá þegar kallinn er alsprækur og bara 59.

Nú er bara að vita hvort konan á ekki litla systur og kallinn eldri bróður :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Kannski þarf að endurskoða lögin og skerpa á þeim, Svanur Gísli?

Gústaf Níelsson, 16.3.2011 kl. 20:34

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að þú meinar manneskjulegri með orðinu "skerpa", þá er ég samála þér Gústaf.

Jón, merkilegt hvað mikið er gert úr þessum aldursmun. Þetta jaðrar við "aldursfordóma", ekki satt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.3.2011 kl. 20:48

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hér er túlkun smekksatriði Svanur Gísli, en aldursmunur frú Halldóru og Sigurðar skólameistara, þótti allmikill á sinni tíð. Ættbogi þeirra er fjölbreytilegur og um margt magnaður,eins og Steingrímur Sigurðsson, sonur þeirra hefði sagt, væri hann á lífi, þótt látinn sé.

Skyldu femínistarnir ekki kalla þetta helvítis klám?

Gústaf Níelsson, 16.3.2011 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband