6.3.2011 | 10:26
Imbarnir frá Núpi í Dýrafirði
Páll Vilhjálmsson sem titlar sig blaðamann og skrifar mest blogg á blog.is viðbætur við fréttir sem aðrir fréttamenn hafa skrifað, er vanur að bölsótast út af ýmsum málum og runka sér óspart málefnalega út á netið úr hægindinu við tölvuna heima hjá sér.
Fyrir skömmu þótti honum tilhlýðilegt, í einum af mörgum pistlum sem hann skrifar daglega, að hnýta dálítið í þá sem hlutu menntun á heimavistarskólunum að Núpi í Dýrafirði og/eða á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Í umræddum pistli, sem skrifaður er við frétt um að Besti flokkurinn hyggi á framboð á landsvísu við næstu alþingiskosningar, segir Páll;
Frambjóðendur Besta flokksins eru aular sem duttu snemma úr skóla en einhverjir sóttu menntun sína til Núps í Dýrafirði þangað sem óalandi og óferjandi imbar voru tíðum sendir ef ekki á Reykjanes við Ísafjarðardjúp sem hýsti álíka safn.
Ég les Pál stundum og veit að hann eyrir engu í skrifum sínum. Á bloggi hans fljúga hnútar þvers og kruss og aldrei nokkuð jákvætt um nokkurn mann þar að finna. - Skrif hans eru oft mjög illkvittnisleg og rætin en samt í leiðinni mjög læsileg af því að Páll er góður penni og kann að koma fyrir sig orði. -
Í þetta sinn finnst mér Páll fara alvarlega yfir strikið. Hann ræðst þarna, algerlega að ósekju að fólki, sem allir vita að er einmitt þekkt fyrir að hafa lagt meira af mörkum til samfélagsins, en flestir aðrir Íslendingar. Ég gæti lagt hér fram, máli mínu til stuðnings, langan lista afreksfólks sem hlaut menntun að Núpi, allt frá því að unglingaskóli tók þar til starfa í janúar 1907 að frumkvæði bræðranna Kristins og séra Sigtryggs Guðlaugssona og þar til skólahaldi lauk þar árið 1992. Ég ætla ekki að gera það að sinni en bendi þessi í stað á vel þekkta staðreynd að hvar sem tvær eða fleiri mannvitsbrekkur eru samankomnar á Íslandi, er Núpverji pottþétt á meðal þeirra. Ég vil því mótmæla þessum óverðugu snuprum undirmáls-pennans Páls Vilhjálmssonar og geri það hér með.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Nefndu sex? Og vitaskuld þá hvorki Gnarr né Birgittu.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 10:30
Þorvaldur.
Bara úr mínum árgangi einhverjir sem þú þekkir; Friðbert Traustason form. síb, Egill Ólafsson Stuðmaður, Reynir Traustason ritstjóri, Séra Kristinn Ágúst Friðfinsson, Rúnar þór rimlarokkari. Svo Nína Björk Arnadóttir og KK svo við höldum áfram með listaspírurnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.3.2011 kl. 11:29
Svanur það er rétt hjá Páli að það voru að miklu leyti vandræðaunglingar sem voru sendir í skólana á Núpi og Reykjanesi, það virtist vera meira hugsað um að hafa sem mestan fjölda í skólunnum heldur en að stunda gott og uppbyggilegt skólastarf. Sjálfur ólst ég upp í sveit á Vestfjörðum og var sendur í annan þessara skóla og ég fullyriði að það var bæði mér og öðrum sveitakrökkum mikil ógæfa að hafa verið gert að ganga í skóla með þessu liði. Alltaf var námið á eftir áætlun af því að það var alltaf verið að miða hraðan við tossana sem komu aðsendir annars staðar frá, svo má alveg halda því til haga að þessir skólar voru ekkert skárri en Breiðavík var á sínum tíma, eða man engin lengur hvað gerðist inná læstum heimavistargöngum eftir að búið var að taka rafmagnið af (alltaf gert kl 22) og margt annað sem gerðist jafnvel um hábjartan daginn eða vilja menn ekkert muna. Vonandi verður aldrei aftur tekið upp sambærilegt skólastarf á Íslandi og viðgekst á Núpi og Reykjanesi.Þessar unglingasendingar að sunnan voru því okkur heimakrökkunum ekki til góðst, þá get ég fært rök fyrir því að í sumum tilfellum sdemdu þessir unglingar svo mikið sjálfsmynd heimakrakkana að þau bera þau sár alla ævi nema kannski ekki lengur þeir sem hafa heldur kosið að taka eigið líf en lifa með minningunum frá þessum árum.
Diddi Siggi, 6.3.2011 kl. 12:17
Sæll Ástþór.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri að því ýjað, að heimavistarskólarnir að Núpi og Reykjanesi hafi verið vettvangur gróflegra misnotkunar þeirra sem sóttu skólana, jafnvel á borð við það sem átti sér stað í Breiðuvík.
Sem nemandi í tvo vetur á Núpi, verð ég að segja að þessi aðdróttun kemur mér á óvart og ég hefi aldrei heyrt á þetta minnst fyrr.
Það kemur mér einnig á óvart að "sveitakrakkar" telji sig hafa orðið fyrir alvarlegum sálrænum skakkaföllum af samneyti við aðra unglinga , jafnvel þótt "að sunnan" og nokkuð baldnir, hafi verið. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.3.2011 kl. 12:46
Sæll Svanur Gísli og þakka þér að taka mig til bæna. Ég ætlaði ekki, og held ég hafi ekki sagt, að allir sem voru á Núpi og Reykjanesi hafi verið óalandi og óferjandi. Eins og þú rekur er löng hefð fyrir merkilegu skólastarfi í héraðsskólunum.
Á hinn bóginn er það staðreynd að undir lok skólastarfs héraðsskólanna gömlu voru þeir nýttir af íbúum SV-hornsins til að ,,geyma" krakka sem ekki gerðu sig.
Punkturinn í minni bloggfærslu var ekki að úthúða skólastarfi á landsbyggðinni heldur að andæfa trúðsframboðinu í Reykjavík og þeirri eymdarstöðu að uppistandarar og kjánar séu æðstu yfirmenn skólamála í höfuðborginni.
Lifuðu heill.
Páll Vilhjálmsson, 6.3.2011 kl. 13:11
Sæll Páll.
Þessi fyrirtaka hjá mér, eins og þú eflaust merkir , var framsett af hálfum huga og þess vegna að mestu ómerk gerð með ómálefnalegu skensi.
En ég verð samt að viðurkenna að mér rann blóðið til skyldunnar við alhæfingu orða þinna og ákvað að hvæsa eins og ódannaðir ræsisrottur stundum gera.
Um Gnarrisman er það að segja að við þurfum líklega að sætta okkur við hann sem hluta af íslenskri stjórnmálaflóru. Hann er einskonar pólitísk lúpína, umdeild en samt svo greinilega til gagns. -
Sjálfur er þjáist Jón af lesblindu, sem kann vel að vera orsök þess að hann var sendur á Núp. Þannig var einmitt um marga krakka sem þurfti að "geyma."
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.3.2011 kl. 14:36
Páll réttlætir skítkast á fólk sem hann þekkir ekkert. Að blanda saman pólitík og ráðast á nemendur er pura heimska. Ég er ekkert að segja að Páll sé heimskari enn gengur og gerist. Enn hann er greinilega barnalegri enn gengur og gerist, enn ágætlega ritfær.
Bara ef hann er tilbúin að matreiða heimskuna sína í fólk á blogginu gerir hann líklegast ráð fyrir að heimskir nemendur sem þó lærðu að skrifa, hafi eitthvað að segja um málið.
Ef fólki leiðist málaefnalegar umræður um eitthvað eins og Besta Flokkinn þá ætti Páll að reyna að koma sér úr kjánaskapnum sjálfur og skrifa eitthvað af viti og rökstyðja það af hverju ekki á að skera niður skólayfirbyggingu sem kemur öllum til góða.
Lýðræði gengur út á að meirihluti ráði hvað sem minnihluti segir. Vilji maður hafa trúða og fífl til að stjórna sér þá velur maður það. Aðalmálið er að fá að velja og ekki hver sé valinn.
Síðan hvort sá sem maður kýs eða velur er haltur, blindur, lamaður eða borar í nefið á sér á almannafæri, kemur málefninu ekkert við. Lýsir best þeim sem nennir að tyggja á svoleiðis málum og vilja samtímis að þeir séu teknir alvarlega.
Það þarf að auka tempóið í skólastarfi, hækka laun kennara og gera starfið eftirsóknarvert upp á nýtt. Það þarf ekki fleiri skólastjóra, skólanefndir og "kennararannsóknir" sem er aðferð til að pumpa út peningum úr kerfinu, oftast af útbrendum og þreyttum kennurum og"aðalsfólki" skólakerfissins.
Það er atvinnuleysi og það má alveg hvetja fólk til að stunda nám eða skóla í staðin fyrir að bíða eftir einhverjum lausnum.
Jón Gnarr var óþekkur sem krakki, og ég líka. Ég man eftir því á þeim árum fannst mér fullorðið fólk allt með tölu heimskasta fólk á jörðinni. Nú er ég fullorðin og er ekki alveg læknaður af þessari skoðun sem ég hafði sem barn...
Óskar Arnórsson, 6.3.2011 kl. 17:37
Það er full ástæða fyrir því að skammast yfir því sem gerst hefur, og full ástæða till að skammast yfir "menntafólkinu" og "menntastofnunum" landsins. Íslendingar hafa allir hagað sér eins og Imbar, og gera enn. Því það eru þessar stofnanir, sem hafa gert það að verkum að fólk taldi sig vera "öðrum fremri", "menntaðri" og "skilja fjármálakerfið betur" en allir aðrir í heiminum.
Hættið þessu helvítis montrembing, og reynið að læra að skammast ykkar. Þið getið reynt að bera fyrir ykkur hönd, með að segja "ég vissi ekki neitt", svona eins og segir í vísunni "Ég var að æfa lögreglukórinn". Íslendingar hafa leift að menn gangi um með lygar og ómerkilegheit um aðra erlendis, ekki bara á fjármálasviðinu, og valdið mönnum óbætanlegan skaða um allan heim. Þið standið svo uppi og neitið að borga ... gott og vel ...
Reynið að læra eitthvað á þessu, áður en að ykkur verður kennd lexían á harðan hátt.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 18:23
Núpur var notaður sem "vandræðaheimili", a.m.k. að hluta til. Þar hefur því sennilega verið óvenju hátt hlutfall af krökkum sem áttu við einhverskonar erfiðleika að stríða.
Í dag dytti engum í hug að senda barn, t.d. með námsörðugleika vegna lesblindu, í afdali á landsbyggðinni til geymslu. Það eru sem betur fer breyttir tímar hvað það varðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 20:32
... í dag eru vandræðabörn send í háskóla og kennd hagfræði og síðan látin á þing...
Óskar Arnórsson, 6.3.2011 kl. 21:40
Mig langaði alltaf á Núp, enda villingur inn við beinið, mér var bannað það .... hlýddi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.3.2011 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.