2.3.2011 | 12:18
Įadżrkunin ķ Kķna
Įadżrkun hefur veriš stunduš meš einum eša öšrum hętti mešal flestra žjóša heimsins. Oft er įadżrkun flokkuš meš frumstęšum įtrśnaši og ranglega tengd viš ęttbįlka sem menningarlega hafa dagaš uppi sökum einangrunar.
Hluti įadżrkunar er aš efna til višamikilla śtfararathafna, halda til haga nöfnum og afrekum ęttfešra sinna, hirša um og fegra grafir eša garfreiti žeirra, efna til minningarhįtķša um žį og heita į žį žegar mikiš liggur viš.
Allt eru žetta vel kunnir žęttir śr ķslenskri menningu žótt žvķ sé sjaldan haldiš fram aš į landinu sé stunduš įadżrkun.
Dęmi eru til um žjóšir sem ótvķrętt teljast miklar menningaržjóšir, žar sem įtrśnašur į forfešurna hefur veriš svo rķkjandi aš hann hefur mótaš menninguna aš stórum hluta. Žannig var um Kķnaveldi til forna og er enn aš miklu leiti. Shenismi, (Animismi), Taóismi, Bśddismi og kenningar Konfśsķusar eru lķfsstefnur sem stundašar voru ķ Kķna įsamt įadżrkuninni. Žęr hörfušu um tķma fyrir gušleysiskenningum kommśnisma Maós, en samtķmis hélt įadżrkunin velli mešal žjóšarinnar, žrįtt fyrir aš mikiš af innihaldi hennar vęri ķ andstöšu viš jafnręšis og jafnréttishugsjónir sósķalismans.
Ķ Kķna var įadżrkun svo rķkur žįttur ķ samfélaginu aš hśn gerši samskipti daušra og lifandi aš ešlilegum hluta daglegs lķfs. Hugmyndir fólks um framhaldslķf og tilgang jaršlķfsins, bjuggu aš baki flestum hversdagslegum hefšum og sišum sem hvergi var kvikaš frį allt fram į tuttugustu öldina.
Fólk trśši žvķ almennt aš sįlir manna lifšu af lķkamsdaušann og ef žęr įttu aš geta dafnaš ķ hinum andlega heimi žurftu žęr aš nęrast, rétt eins og lķkamar hinna lifandi žurfa į nęringu aš halda ķ lifanda lķfi. Nęring sįlarinnar voru fyrirbęnir og viršing lifenda sem tjįš var meš daglegum helgisišum fyrir framan helgiskrķn forfešranna sem tilheyrši hverju heimili.
Dauši markaši žannig miklu frekar upphaf į samskiptum fólks, en enda. Jaršarfarir og ašrar athafnir sem tengdust dauša hvers karlmanns, voru umfangsmiklar og dżrar. Sorgarklęši voru hvķt aš lit og fór skęrleiki klęšanna eftir žvķ hversu nįinn skyldleiki var meš viškomandi og hinum lįtna.
Žjóšfélagsmunstur gamla Kķna endurspeglaši mjög skošanir Kķnverja į ešli lķfsins eftir daušann. Sś stašreynd aš konur voru afar lķtils metnar ķ samfélaginu, stóš ķ beinu samandi viš įadżrkunina. Karlmašur sem ekki įtti sonu, gat ekki bśist viš aš fį nokkurn stušning ķ lķfinu handan daušans. Konur voru gefnar körlum og eftir aš žęr yfirgįfu heimili sķn tóku žęr upp dżrkun forfešra eiginmannsins.
Fyrir afkomendur lįtinna var sorgartķmabiliš tķmi mikilla prófrauna. Ķ 27 mįnuši frį dauša föšur klęddust börn hans lįtna afar žungum og afar óžęgilegum strigafatnaši. Žau mįttu ekki neyta kjöts, brśka leirtau, njóta kynlķfs eša skera hįr sitt eša skegg. -
Žeir sem fylgja vildu reglum strangtrśašra śt ķ ęsar, byggšu sér lķtiš sel śr grjóti į gröf hins lįtna og bjuggu žar ķ žvķ allt sorgartķmabiliš. - Lög hvers fylkis ķ Kķna höfšu mismunandi višurlög viš žvķ aš fylgja ekki reglum sorgartķmans en žaš heyrši til tķšinda ef dęma žurfti einhvern fyrir brot į žeim, svo grannt og almennt var eftir žeim fariš.
Į vori og hausti var efnt til svo kallašra grafreitažrifa-hįtķša. Slķkar hįtķšir voru fjölskyldusamkomur, haldnar viš grafreiti forfešranna. Allir višstaddir tóku žį allir žįtt ķ aš hreinsa grafreitinn og fegra hann. Mįltķš var snędd viš gröfina og hluta hennar spillt į jöršina fyrir hinn framlišnu.
Įdżrkun fór vel saman meš kķnverskri alžżšutrś. Flestir komu fyrir lķkneskjum af minni gušum viš eldstęši, dyr og ķ forgarši hvers heimilis. Hlutverk žessara goša var aš fylgjast meš hegšun heimilisfólksins og gefa hver įrmót um hana skżrslu til yfirgušanna. Žess vegna var reynt aš blķška gošin meš aš gefa žeim kökur um hver įramót. - Velferš heimilisins valt sem sagt į aš vera ķ fullri sįtt viš guši, menn og gengna forfešur.
Meginflokkur: Trśmįl og sišferši | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trśmįl, Vķsindi og fręši | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Svanur Gķsli. Žś segir nokkuš?
En hlišarnar eru svo margar į mįlum landsins okkar blįa?
Žaš er illmögulegt aš komast aš heišarlegri nišurstöšu um hin żmsu og ólķku mįl ķ landi sem er hertekiš af einhliša pólitķkur-fjölmišla?
Ég er svo innilega sammįla mörgu sem kemur frį žér og žķnum lķkum!
En žegar einhęf og órökstudd Icesave-ESB-umręša er rįšandi hjį fjölmišlum landsins, žį missi ég trśna į réttlętiš sem į aš stżra umręšunni? Skilur žś žaš sjónarmiš mitt?
Ég er "skrżtin" og žaš er ekki vinsęlt? Žaš veršur aš hafa žaš?
Kķna er aš mķnu mati frįbęrt og vel stżrt rķki, og rķkt af mannauši, sem hefur byggt upp Kķna meš gķfurlegum fórnum og aga.
M.b.kv.
Anna Sigrķšur Gušmundsdóttir, 2.3.2011 kl. 22:31
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.